Hvenær á að setja ófrískuna í gotbúr?

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
Þorsteinn E.
Posts: 3
Joined: 07 Apr 2010, 23:39
Location: Reykjavík

Hvenær á að setja ófrískuna í gotbúr?

Post by Þorsteinn E. »

Er með silvur- og seglmollý. Kerlingin er orðin nokkuð þykk. Spyr eins og fávís. Hvenær er kominn tími til að setja hana í gotbúr? :shock:

Ps. Hef bara verið með sikliður sem passa uppá seiðin sjálfar.
Þorsteinn E. iceconnect@gmail.com
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Seglmolly er það stór að það er á mörkunum að hægt sé að setja í gotbúr en í góðum aðstæðum gengur það.
Tímasetningin getur verið nokkuð á reiki og með tímanum fara reyndir fiskamenn eftir tilfinningunni.
Ágætt byrjendatrikk er að fylgjast með hvort kerla sé orðin felugjörn, haldi sig í gróðri eða við botn búrsins, þá er oftast stutt í got.
Einnig er á gætt að fylgjast með bumbunni, þegar kerla er orðin sérstaklega gild aftan til þannig bumban virðist slétt en ekki ávöl er vanalega stutt í got.
Post Reply