AquaGro

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

AquaGro

Post by Cundalini »

Hefur einhver prófað þetta? Ég var að setja svona í búrið hjá mér, þarf að vera að dæla CO2 oft á dag í plasthylkið?
http://www.tmc-ltd.co.uk/planted-tank/a ... er-kit.asp
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Ég var með svona svipað. Ég dældi 2 x dag í búr sem var 125 L.
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Post by Cundalini »

Ég er með þetta í 720L búri, þarf þá væntanlega að kaupa fleiri svona plöst.
En hvernig er það með heimagerða CO2, er ekki hægt að vera með svona plast fyrir það? Í staðinn fyrir að setja bóluna inn í dælu eða eitthvað svoleiðis?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

þessi diffuser lítur ágætlega út, en ef ég skil þetta rétt þá er handvirkt matað co2 í búrið?
Ég er ekki alveg jafn hrifinn af því, þar sem að miklar sveflur á kolsýru geta verið mjög þörunga hvetjandi. Ég mundi í raun frekar bara nota þennan diffuser með diy kolsýru af 2L flösku, kolsýrustraumurinn úr því ætti að vera aðeins stöðugri þó að það sé nú langt frá því að vera stöðugasta aðferðin til að bæta co2 í búr.
Þetta væri náttúrulega skelfilegt ef fólk er mjög duglegt við að bæta í búr virka daga, fer svo eitthvað um helgi, kolsýran fellur alveg á þeim tíma og svo er aftur byrjað að bæta í næsta mánudag = mjög slæmt :?

Eða er ég e.t.v. að misskilja þetta system eitthvað?
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Post by Cundalini »

Já það er handvirkt matað í búrið, ég skal viðurkenna að ég er alveg græn með þetta CO2 dæmi, en kæmi það betur út að setja CO2 í búrið af 2 lítra flösku með bólu í búrið heldur en í diffuser?
Það voru nú frekar takmarkaðar leiðbeiningar með þessu, en það á ekki að láta diffuserinn verða meira en hálftóman, þá á að fylla á hann aftur.
Ég mun örugglega tengja heimnagert brugg næst við hann, bara spurning hvað ég þarf mikið CO2 í svona stórt búr.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég er að dæla ca. 4-6 bólum af co2 á sekúndu í búrið hjá mér (600 lítrar) sem er að leysast nálægt 100% upp en það er ekki alveg nóg, er enn að fá smá svartann brúskþörung :cry:
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Post by Cundalini »

Það er slatti, þá á ég langt í land. Annars var ég að setja þetta í, verður gaman að sjá hvort að það verður einhver breyting í búrinu.
Ég var líka með vesen með græna slím himnu á yfirborðinu, bætti við powerhead og þetta var horfið daginn eftir, svo var mikið af einhverjum þörungabroddum á laufblöðum, þannig að ég setti fjóra litla SAE í búrið, en mér fannst það ganga hægt hjá þeim þannig að ég bæti fjörum fullvöxnum SAE í viðbót og þessir broddar hurfu strax, þetta eru magnaðir fiskar, bara allt of stórir, þarf vonandi bara að hafa þá tímabundið.
Annars er aðalvandamálið hjá mér núna hárþörungar, veit að SAE á að éta hann, þarf bara að gefa þeim smá tíma, hefði líka áhuga á að fá caridina japonica hún á víst að éta hárþörung líka.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

kolsýran skemmir allavega ekki fyrir.
Ef þig vantar að losna við SAEana einhverntíman, þá máttu hafa samband við mig :)
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Sven wrote:Ég er að dæla ca. 4-6 bólum af co2 á sekúndu í búrið hjá mér (600 lítrar) sem er að leysast nálægt 100% upp en það er ekki alveg nóg, er enn að fá smá svartann brúskþörung :cry:
Getur ástæðan fyrir þessum brúskþörung ekki verið einhver önnur en of lítið af co2?
Ég var að spá í þetta af því að ég kom í hús fyrir stuttu, þar sem var 400l gróðurbúr með co2 kerfi af kút og þar var bara ein co2 bóla á sekúndu og ekki til þörungur í búrinu, allveg hreint stórglæsilegur gróðurinn þar.
Post Reply