brúsnefur með eitthvað í munninum

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

brúsnefur með eitthvað í munninum

Post by gudrungd »

einn brúsknefskallinn minn var á glerinu áðan, ég sé það ekki oft daginn og var að fylgjast með honum, þá var hann með eitthvað rautt í munninum sem virðist vera fast eða partur af munninum á honum. hafið þið séð eitthvað svipað? afsakið gæðin en þetta er tekið á síma. það er eins og það séu blöðrur í þessu :?
Image
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Sýnist þetta vera æxli, spurning hvað sé rétt að gera í þessu. Ég myndi veiða hann og skoða nánar og fjarlægja ef þetta er ekki tengt fiskinum á stóru svæði þ.e. mikið sár sem verður eftir. Annars virðist fiskurinn vera vel haldinn svo það er ? hvort það sé rétt að vera að fikta í þessu.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

hann hefur alls ekki verið neitt veiklulegur og virðist alveg éta eðlilega, þetta mætti ekki mikið stækka samt held ég án þess að það færi að trufla hann. einhver sem treystir sér í fiskaaðgerðir?
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Já ekkert mál að vera þér innan handar með það.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ég skellti mér í það að skera, tók greyið í hendina og skar æxlið í burtu með svona einnota skurðarhníf, fannst svo að ég hefði ekki náð nógu miklu og gerði þetta aftur. ég get svarið það að fiskurinn hljóðaði! :shock: ég setti hann svo í general tonic bað í glærri plastdollu svo að ég geti fylgst með honum þar til á morgun. hann liggur á hliðinni á dollunni svo að ég get séð alveg upp í hann og þetta lítur bara þokkalega vel út og hann nokkuð hress.
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

greyið fiskurinn að fara í gegnu svona aðgerð, hefur ábyggilega fundið vel fyrir þessu
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

það er örugglega strax áfall fyrir fiskinn að láta halda á sér upp úr vatni hvað þá að láta skera eitthvað af! ég er svo mikill kjúklingur að mér var flökurt og svimaði á eftir, þoli ekki að horfa á öðrum blæða!
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

hvað er að frétta af fishy ?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

bara mjög hress, ég var að setja hann í stóra búrið og nú er bara að sjá hann éta, þá verð ég sátt!
Post Reply