Egg á glerinu hjá mér.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
RagnarW
Posts: 19
Joined: 01 Feb 2010, 19:05
Location: Kópavogur

Egg á glerinu hjá mér.

Post by RagnarW »

Sælir Fiskaspjallarar !

Ég var að uppgötva hjá mér á áðan að það eru 2x klasar af eggjum á fiskabúrsglerinu hjá mér. Fljótlega sá ég síðan að dannarnir eru að borða þau. Ég er ekki viss hvort þetta eru cordy egg eða hvað ?

Kunniði góð ráð til að bjarga þeim ? Kroppa þau af glerinu og setja í annað búr eða hvað ? Reyna að loka eggin af ofan í búrinu ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Cordy? Hvað er það?

Þetta getur verið ýmislegt. Þú sagðir okkur aldrei hvað væri í búrinu, það er voða erfitt að segja hvaða egg þetta eru ef maður veit ekki einusinni hvað er í búrinu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
RagnarW
Posts: 19
Joined: 01 Feb 2010, 19:05
Location: Kópavogur

Post by RagnarW »

Hehe rétt Keli ég var í mjög miklu paniki þegar ég skrifaði þetta. Ég er nokkuð viss um að þetta eru coridoras egg. Þau eru hvít og frekar stór miðað við önnur hrogn sem hafa komið hjá mér.

Ég endaði á að ryksuga helminginn af eggjunum og setja í nanó búr. Eggin lágu ofarlega þar sem straumurinn frá dælunum mætir glerinu. Það voru tveir klasar af eggjum, hjá sitthvorri dælunni. Síðan var ég að taka eftir því á áðan að það lyggur einn klasi af eggjum milli dælanna. Fannst þau samt vera minni en hinir tveir og glærari.

Ég er með Cordís bronze og fleiri tegundir svo er ég með fiðrildasíklíður og ýmsar tegundir af dönnum. Fiðrildasíklíðurnar hafa verið að hryggna á grjótin hjá mér en ég hef aldrei séð neitt koma frá dönnunum.
Last edited by RagnarW on 21 Feb 2010, 17:28, edited 1 time in total.
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

Post by Hrafnhildur »

ætli hann sé ekki að tala um corydoras
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Corydoras líma hrognin eitt og eitt ekki í klasa
hversu stórir voru klasarnir ?
voru eggin föst saman ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
RagnarW
Posts: 19
Joined: 01 Feb 2010, 19:05
Location: Kópavogur

Post by RagnarW »

Eggin voru sum föst saman en flest voru bara á dreif á glerinu en samt svæðisbundið. Þetta var svona á þrem stöðum. Ég sogaði eggin upp með loftslöngu og dældi þeim ásamt vatni úr búrinu í nanó búrið.
User avatar
RagnarW
Posts: 19
Joined: 01 Feb 2010, 19:05
Location: Kópavogur

Post by RagnarW »

Setjiði fungus lyf í búrin með eggjunum ? ef svo er með hverju mæliði ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Funguslyf er ekki nauðsynlegt ef vatnið er gott og góð loftun í búrinu.
Annars hef ég notað Geniral tonic frá Tetra.
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

Takk fyrir þetta Vargur. Ég þoli nefnilega ekki loftdælur, ég nota frekar þessar vants/loft sogs dælur og er reyndar með svampdælu í "eggjabúrinu", þannig ætli ég verði ekki að fjárfesta í svona fungus lyfi á morgun ;)
Fiskabúr:
AqualEl 170L - Smáfiskar
Nanó 25L - Ónotað
He who laughs last didn't get it.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ef þetta voru klasar þá finnst mér sniglar líklegir..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
RagnarW
Posts: 19
Joined: 01 Feb 2010, 19:05
Location: Kópavogur

Post by RagnarW »

Einu sniglarnir í búrinu eru eplasniglar. Þeir eru allir fremur smáir ennþá og ég hélt að þetta væru pottþétt ekki þeir þar sem klasarnir voru neðanvatns. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu hehe :D
User avatar
RagnarW
Posts: 19
Joined: 01 Feb 2010, 19:05
Location: Kópavogur

Post by RagnarW »

Eggin eru flest í góðu lagi ennþá, einn "klasi" búinn að fúna en restin er alveg heil. Ég tók þessi fúlu upp með sogi. Ég er að spá í að sýna ykkur myndir af þessu á eftir þarf bara að taka út af vélinni fyrst :D

Þá kannski getiði hjálpað mér betur að átta mig á hver á þessi egg hehe.
Fiskabúr:
AqualEl 170L - Smáfiskar
Nanó 25L - Ónotað
He who laughs last didn't get it.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

corydoras hrogn er varla hægt að soga af glerinu þau límast eiginlega og hægt að rúlla þeim á glerinu
gaman verður að sjá hrognin
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
RagnarW
Posts: 19
Joined: 01 Feb 2010, 19:05
Location: Kópavogur

Post by RagnarW »

Ég veit ekki hvort þetta séu fúlegg eða hvað, en það er ekkert farið að gerast með þau ennþá. Ég las á netinu að það tæki 3 daga fyrir egg frá cordí að klekjast þannig það ætti að vera á morgun ef ég er að telja dagana rétt hehe.

Hérna eru tvær myndir sem þið megið gjarnan skoða og dæmi hver fyrir sig :D

Image

Image
Fiskabúr:
AqualEl 170L - Smáfiskar
Nanó 25L - Ónotað
He who laughs last didn't get it.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Plís hættu að segja cordís :) Þú ert væntanlega að tala um Corydoras, stundum kallaðir Corys (ekkert D :))

Þetta gætu verið cory egg.
http://images.google.com/images?q=coryd ... gle+Search
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
RagnarW
Posts: 19
Joined: 01 Feb 2010, 19:05
Location: Kópavogur

Post by RagnarW »

hehe Keli, note taken. En hvernig er það ef ég sé svarta "veru" innan í egginu er það þá ekki fúlegg eða er erfitt að sjá það yfir höfuð nema út frá klaktíma ?

Þessi mynd af Corys eggjunum smellpassar við það sem ég horfi á.
Fiskabúr:
AqualEl 170L - Smáfiskar
Nanó 25L - Ónotað
He who laughs last didn't get it.
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

Ef þú sérð veru inn í eggjunum þá myndi ég gera ráð fyrir að það væri seiði og að eggin væru frjó,
en ef þú sérð ekkert og eggin eru hvít þá myndi ég halda að þau væru ófrjó.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Egg sumra fiska eru hvít þannig að það er óþarfi að afskrifa þau strax.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

Takk fyrir þetta báðir tveir !
Fiskabúr:
AqualEl 170L - Smáfiskar
Nanó 25L - Ónotað
He who laughs last didn't get it.
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Post by magona »

Bara svona ef einhver vildi vita þá er cordy hundategund. Spænskir (minnir mig) nautarekarar.

Kv. Pirrandi Gáfaða Gellan :P
AAAlgjört drama !
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

finn ekkert um það á google, þ.e. cordy hunda..
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
RagnarW
Posts: 19
Joined: 01 Feb 2010, 19:05
Location: Kópavogur

Post by RagnarW »

Örugglega að tala um litlu corgi hundana. Þeir eru svona ljót fallegir á mjög þjappaðan hátt :)
Fiskabúr:
AqualEl 170L - Smáfiskar
Nanó 25L - Ónotað
He who laughs last didn't get it.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

veit hvernig corgi eru :) hehe
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
RagnarW
Posts: 19
Joined: 01 Feb 2010, 19:05
Location: Kópavogur

Post by RagnarW »

Þetta voru síðan fúlegg eftir allt, þau byrjuðu aldrei að "spíra" hjá mér og urðu hálf loðin í morgun.
Fiskabúr:
AqualEl 170L - Smáfiskar
Nanó 25L - Ónotað
He who laughs last didn't get it.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

þegar ég fékk svona cory hrygningu þá mygluðu lang flest hrognin en það komu nokkur seiði, albinoar á hvítum sandi, ég myndi skoða botninn vel áður en ég sturtaði vatninu niður! (kannski of seint!)
User avatar
RagnarW
Posts: 19
Joined: 01 Feb 2010, 19:05
Location: Kópavogur

Post by RagnarW »

Já ég held ég hafi líka klúðrað dælumálunum hjá mér. Ég held ég hafi verið með alltof sterka sogsdælu fyrir svona kríli. Ég fór að spá í því þegar ég var að taka þetta saman. Ég var með dælu sem gaf 280 L/h í ~20L nanóbúri þessu var hent þangað á hundavaði án hugsunar.

Cory kellan er alveg þvílíkt fín bústin og stór en kallarnir, ef þetta eru karlar, þeir eru báðir frekar í smærri kantinum myndi ég segja. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið frjó egg yfir höfuð og í raun vona ég að þetta hafi allt verið ófrjótt. Ég verð betur græjaður næst :)
Fiskabúr:
AqualEl 170L - Smáfiskar
Nanó 25L - Ónotað
He who laughs last didn't get it.
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Post by magona »

Oh fjandands google. :P

En leiðinlegt með eggin, var orðin forvitin.
AAAlgjört drama !
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

Kallarnir eiga að vera í minni kantinum "og með hærri bakugga minnir mig", ég held að það sé þannig hjá flestum cory tegundum.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

linx wrote:Kallarnir eiga að vera í minni kantinum "og með hærri bakugga minnir mig", ég held að það sé þannig hjá flestum cory tegundum.
aenus karlinn er minni en ekki með hærri ugga
bara minni og mjórri en kerlan
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply