500+ Lítra búr í smíðum.

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

thorirsavar
Posts: 126
Joined: 19 Jan 2010, 21:38
Location: Sandgerði/Reykjanesbær

500+ Lítra búr í smíðum.

Post by thorirsavar »

Er að byrja að smíða mér búr sem verður L 1600mm x B 550mm x H 600-650mm.

Kominn með efni í stálgrind sem ég er byrjaður að sjóða saman.
Lappirnar + stífur niðri verða úr 40x40 prófílum, en ég ætla að hafa 40x60 prófíl í rammanum uppi fyrir styrkinn. Mála grindina svo svarta.

Ætlaði mér að klæða grindina með mdf plötum, hafa 2x hurðir framaná skápnum. En ég er ekki ennþá búinn að ákveða hvort ég eigi að tíma að láta sprauta þetta eða hvort ég eigi að spreyja/mála þetta sjálfur. Veit ekki hvernig þetta kemur út málað en ætti að vera í lagi mundi ég halda?
Ef ég fer ekki úti MDF fæ ég bara límdar plötur sem ég er meira spenntur fyrir, en það fer allt eftir kostnaðinum á þessu öllu :D

Búrið ætla ég að hafa 12mm þykkt gler í öllum hliðum. Botninn smíða ég úr 1,5mm 316 rústfríu stáli og ég verð með 4 múffur með gengjum sem ég sýð í botninn þar sem ég mun henda í lokum og öðrum búnaði fyrir dælur/sump(ef ég fæ mér seinna).
Smíða líka ramma ofaná með tveimur stífum úr rústfríu stáli sem ég síð saman, ætla svo að líma á öll horn eftir að ég er búinn að glerja.

Ekki búinn að ákveða hvernig lokið verður smíðað, ál kannski? Jafnvel smíða það bara úr sama timbri og ég verð með í skenknum. Allar hugmyndir/ábendingar vel þegnar :-)

Byrjaði í gær að sjóða saman grindina, ætla henda inn myndum af henni og reyna vera duglegur að updatea með myndum næstu daga. Veit ekki hvenar ég klára þetta verkefni, en ég er ekki að stressa mig of mikið.
Panaði mér plötu í dag í botninn sem er 1 meter x 2 meter hjá Metal, tekur 10daga að fá hana, svo ég get farið að byrja á botninum um leið og skenkurinn er tilbúinn.

Hvernig líst mönnum á og endilega komið með ábendingar. :)

19.2.2010
Hérna er ég byrjaður á grindinni undir búrið.
[img]http://www.fishfiles.net/up/1002/varqtu ... ði_060.JPG[/img]
Eins og sést á ég eftir að setja lappirnar á milli og stífurnar á milli. En kominn af stað þó :-)
Last edited by thorirsavar on 18 Feb 2010, 20:36, edited 2 times in total.
Jetski
Posts: 246
Joined: 18 Sep 2009, 20:16
Location: keflavik
Contact:

Post by Jetski »

mynda ferllið :mynd: :wink:
673,5l afrika
simi7702916 og 4212916
thorirsavar
Posts: 126
Joined: 19 Jan 2010, 21:38
Location: Sandgerði/Reykjanesbær

Post by thorirsavar »

Jetski wrote:mynda ferllið :mynd: :wink:
Reyni að henda inn fyrstu myndum á morgun :D
Jetski
Posts: 246
Joined: 18 Sep 2009, 20:16
Location: keflavik
Contact:

Post by Jetski »

673,5l afrika
simi7702916 og 4212916
svanson
Posts: 178
Joined: 03 Feb 2010, 23:33

Post by svanson »

Jetski wrote:ertu búnn að skoða þessa
http://www.theaquatools.com/building-your-aquarium
Virkilega sniðug síða :góður:
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hljómar vel þetta verkefni, bíð spenntur eftir myndum :)

Sniðug síða en vantar samt val um hvort gerið sitji ofan á botninum eða hliðina á, sem ég er frekar hlynntari heldur en ofan á botninn
Kv. Jökull
Dyralif.is
svanson
Posts: 178
Joined: 03 Feb 2010, 23:33

Post by svanson »

þarna er sýnt þegar glerið er ofan á botninum, tekur eftir því að lengdin á hliðarglerinu er styttri. :wink:
thorirsavar
Posts: 126
Joined: 19 Jan 2010, 21:38
Location: Sandgerði/Reykjanesbær

Post by thorirsavar »

Jetski wrote:ertu búnn að skoða þessa
http://www.theaquatools.com/building-your-aquarium
Takk fyrir þetta, flott síða vissi ekki af henni.

Gleymdi að taka það fram að ég verð með stál í botninum sem ég beygi 2,5-3cm upp alla kanta sem verða svo soðnir í hornin uppá styrk, svo fellur glerið ofaní botninn :)
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Þetta hljómar vel hjá þér Svavar og verður gaman að fylgjast með. Að beygja botninn upp og láta glerið ofaní á eftir að veita alveg hellings auka styrk.
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

[quote="thorirsavar]

Gleymdi að taka það fram að ég verð með stál í botninum sem ég beygi 2,5-3cm upp alla kanta sem verða svo soðnir í hornin uppá styrk, svo fellur glerið ofaní botninn :)[/quote]

Ég hef aldrei orðið vitni af farsælum enda á riðfríum botnum!
þegar stálið oxiterast og myndar krómhúðina þá mínkar viðloðunin við silikonið og búrið lekur.
Ég hef að vísu ekki séð botninn beigðan upp til þess að halda við glerið en myndi ekki binda miklar vonir við það.
fyrir utan það, þá hljómar þetta vel! þegar ég smíðaði mitt búr þá setti ég 3 umferðir af svartri hammerite málingu á undirstöðurnar og það kom fínt út
en ekki nota málma í lokið út af útleiðslu!!! :shock:
það þarf ekki nema smá sár á köplunum úr dælu, power head eða úr ljósunum sjálfum og búrið mun verða að óskemtilegri slisagildru! :P
þú ættir líka að fá þér litla plötu til þess að mæla a-mál á suðum til að draga úr silikoninu (fæst í klif), kemur best út þannig. :wink:
thorirsavar
Posts: 126
Joined: 19 Jan 2010, 21:38
Location: Sandgerði/Reykjanesbær

Post by thorirsavar »

Ég hef aldrei orðið vitni af farsælum enda á riðfríum botnum!
þegar stálið oxiterast og myndar krómhúðina þá mínkar viðloðunin við silikonið og búrið lekur.
Ég hef að vísu ekki séð botninn beigðan upp til þess að halda við glerið en myndi ekki binda miklar vonir við það.
fyrir utan það, þá hljómar þetta vel! þegar ég smíðaði mitt búr þá setti ég 3 umferðir af svartri hammerite málingu á undirstöðurnar og það kom fínt út
en ekki nota málma í lokið út af útleiðslu!!! :shock:
það þarf ekki nema smá sár á köplunum úr dælu, power head eða úr ljósunum sjálfum og búrið mun verða að óskemtilegri slisagildru! :P
þú ættir líka að fá þér litla plötu til þess að mæla a-mál á suðum til að draga úr silikoninu (fæst í klif), kemur best út þannig. :wink:
Held að 316 rústfrítt stál oxiterist lítið sem ekkert í svona útaf því að það þarft súrefni ásamt vatninu svo það gerist. Mikill munur að hafa líka 304 og 316 efni.
En ég held að það sé allt í lagi að gera lokið úr málm ef maður jarðtengir ljósabúnaðinn og annað ásamt lokinu. Þá ætti öllu að slá út áður en það getur valdið eitthverjum skaða ef það leiðir eitthvað. Svo myndi maður nátturlega sprauta lokið að innan sem utan uppá að hafa smá húð.

En þakka þér fyrir ábendingarnar, ætla skoða þetta betur og reyna fræðast meira um þetta, um að gera að hugsa allt til enda áður en ég fer að framkvæma hlutina :)[/quote]
thorirsavar
Posts: 126
Joined: 19 Jan 2010, 21:38
Location: Sandgerði/Reykjanesbær

Post by thorirsavar »

Ætla að nota sílikon í botninn eins og glerið allt, en utaná glerinu neðst þar sem ég beygi 2,5-3cm upp verð ég með gúmmíþéttikant til að stoppa silikonið / Leka. Svo ætti glerið að þrýstast vel að köntunum þegar vatnið er komið í.
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

316 stál myndar meiri krómhúð þegar það oxiterast en 304 stál, 304 stál riðgar oft undir álagi eins og t.d. við sjó, enda er það ekki notað í matvælaiðnaði eða fiskabúr.
það er einmitt þessi krómhúð sem kemur í veg fyrir viðloðun.
Kannski að þessi kantur geri eitthvað, þó ég sé hrifnari af hefðbundnum aðferðum sem hafa ekki klikkað hingað til...
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

En að epoxymála botnplötuna þá bara? verður það ekki grand?

Annars hef ég heyrt það líka að það gangi illa að kítta á stál
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
thorirsavar
Posts: 126
Joined: 19 Jan 2010, 21:38
Location: Sandgerði/Reykjanesbær

Post by thorirsavar »

linx wrote:316 stál myndar meiri krómhúð þegar það oxiterast en 304 stál, 304 stál riðgar oft undir álagi eins og t.d. við sjó, enda er það ekki notað í matvælaiðnaði eða fiskabúr.
það er einmitt þessi krómhúð sem kemur í veg fyrir viðloðun.
Kannski að þessi kantur geri eitthvað, þó ég sé hrifnari af hefðbundnum aðferðum sem hafa ekki klikkað hingað til...
Ok, þakka þér kærlega fyrir ábendinguna. En aðal bónusinn við að hafa stálbotn sem ég sé er að það er engin hætta á að botninn brotni þó að maður sé að vesenast með grjót og allann fjandann í búrinu, en ég ætla að skoða þetta betur, held að það sé samt alveg hægt að þétta þetta þannig að ég verði ekki að berjast við leka vandamál í framtíðinni.
Nú þarf ég að fara fá upplýsingar hjá tengdapabba þar sem hann var með öll sín búr með stálbotn á sínum tíma :-)
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Post by pjakkur007 »

þú þarft ekki að hafa miklar áhyggjur af crome húðini sem myndast á 316 stáli það sem þú gerir áður en þú ferð að vinna með plötuna er að hella yfir hana olíuhreinsi og ferð svo með juðara og 120 gr sandpappír á hana og mattar hana mjög vel alla hliðina sem á að snúa inn svo skerðu úr hornunum það sem þarf til að geta beigt upp hliðarnar.

það sem á eftir að vera vandamál er afturámóti er að þétta meðfram hliðunum og að halda botninum beinum án þess að hann dragi sig!!!
þó að þú verðir með grind undir botninum og plötuna úr 3 mm þá er svo mikil innbyggð spenna í ryðfríu stáli að það hleipur allt til andskotans um leið og maður sýður í það ég myndi ekki mæla með að sjóða gegnumtökin eins og þú talar um nema að hafa aðgang að mjöggóðum suðumanni og góðri TIG suðu ég vann meira og minna með þetta efni í 7 ár og það tók langan tíma að ná tökum á þessu

en gangi þér annars vel og farðu svo að setja inn myndir af grindini :D
20L humarbúr

54L guppy og tetru

120L lemon tetru, SAE og Ancirstur

54L Siklíðu bastarðar

450L Gullfiskabúr
thorirsavar
Posts: 126
Joined: 19 Jan 2010, 21:38
Location: Sandgerði/Reykjanesbær

Post by thorirsavar »

pjakkur007 wrote:þú þarft ekki að hafa miklar áhyggjur af crome húðini sem myndast á 316 stáli það sem þú gerir áður en þú ferð að vinna með plötuna er að hella yfir hana olíuhreinsi og ferð svo með juðara og 120 gr sandpappír á hana og mattar hana mjög vel alla hliðina sem á að snúa inn svo skerðu úr hornunum það sem þarf til að geta beigt upp hliðarnar.

það sem á eftir að vera vandamál er afturámóti er að þétta meðfram hliðunum og að halda botninum beinum án þess að hann dragi sig!!!
þó að þú verðir með grind undir botninum og plötuna úr 3 mm þá er svo mikil innbyggð spenna í ryðfríu stáli að það hleipur allt til andskotans um leið og maður sýður í það ég myndi ekki mæla með að sjóða gegnumtökin eins og þú talar um nema að hafa aðgang að mjöggóðum suðumanni og góðri TIG suðu ég vann meira og minna með þetta efni í 7 ár og það tók langan tíma að ná tökum á þessu

en gangi þér annars vel og farðu svo að setja inn myndir af grindini :D
Takk fyrir þetta, en já ég hef aðgang að mjög öflugum tig suðumanni :-) hef unnið mikið með rústfrítt stál sjálfur og veit hvernig þetta dregst, þarf lítinn hita svo að platan fari öll til fjandanns þessvegna þarf að fara varlega í þetta :-)

En líst mjög vel á þetta með að olíuhreinsa plötuna og pússa kantana sem fer inn. Eins og ég segi hef ég mestar áhyggjur af suðunni, en það þarf bara þolinmæði í hana, sjóða lítið í einu og kæla með lofti á milli.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Er ekki bara málið að sleppa þessu suðurugli og fá sé bara gegnumtök úr plasti ? Það er nú ekki flókið mál ef botninn er bara 2-3mm.
...reyndar myndi ég bara sleppa stálinu og fá mér bara gler í botninn, það er líka örugglega ódýrara. :)
thorirsavar
Posts: 126
Joined: 19 Jan 2010, 21:38
Location: Sandgerði/Reykjanesbær

Post by thorirsavar »

Vargur wrote:Er ekki bara málið að sleppa þessu suðurugli og fá sé bara gegnumtök úr plasti ? Það er nú ekki flókið mál ef botninn er bara 2-3mm.
...reyndar myndi ég bara sleppa stálinu og fá mér bara gler í botninn, það er líka örugglega ódýrara. :)
Nýti mér aðstöðuna uppá verkstæði, svo það er ódýrara fyrir mig að gera stálbotn, stálið gefur frekar eftir en glerið springur ef það yrði eitthver ójafna undir sem mun nátturlega ekki vera, en samt sem áður kostur, og ef maður missir grjót í botninn brotnar glerið en ekki stálið. Hefur nátturlega sína kosta og galla kannski en ég veit ekki :D

En annars er svipað dýrt að hafa gler og stál í botninn held ég. Kaupi plötu á 25k(með vsk) sem ég nota bæði í botninn og allann rammann, afganginn get ég svo notað í annað stuff sem ég er að vesenast í utan fiskabúrsins :D

En er ekki búinn að negla neitt niður samt, kannski á maður ekkert að vera að þessu og fá sér bara gler/plast í botninn, veit ekki.

En gegnumtökin úr plasti á ég eftir að skoða betur líka, kannski ekkert vitlaust ef það er 100% þétting
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

pvc gegnumtök eru þrælsterk, reynar hægt að fá ræfilslegt gegnumtök, en sch. 80 pvc gegnumtök eru mjög solid, ég er með 5 slík í búrinu hjá mér og treysti þessu 100%
thorirsavar
Posts: 126
Joined: 19 Jan 2010, 21:38
Location: Sandgerði/Reykjanesbær

Post by thorirsavar »

Ekki vitlaust, þá losnar maður við spennuna sem myndast þegar þetta verður soðið í. Hvar er best að skoða þessu PVC fittings, vatnsvirkjanum eða jafnvel húsasmiðjunni(Ekki alveg inní þessu) ? :roll:
Last edited by thorirsavar on 17 Feb 2010, 23:42, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það þarf að fara að aftengja Tilvísun hnappinn hjá þér. :)
Vatnsvirkinn á núna gegnumtök en þeim fer fækkandi.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

linx wrote: Ég hef aldrei orðið vitni af farsælum enda á riðfríum botnum!
þegar stálið oxiterast og myndar krómhúðina þá mínkar viðloðunin við silikonið og búrið lekur.
Ef það er engin krómoxíð húð á stálinu þegar silíkonið fer á það þá ætti hún ekki að myndast eftir á. Eins og nafnið krómoxíð felur í sér þarf súrefni til að mynda þessa húð. Ef sílikonið er þétt þá ætti ekkert súrefni að komast að stálinu. Eða hvað?

Það að viðloðunin fari með tímanum ætti því að hafa aðra skýringu. Ég þekki þó þennan effekt ekki af reynslu.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

linx wrote: 304 stál riðgar oft undir álagi eins og t.d. við sjó, enda er það ekki notað í matvælaiðnaði eða fiskabúr.
Off topic en...
304 er mikið notað í matvælaiðnað.
En það er rétt... það stendur sig verr við mjög tærandi aðstæður en 316 stál, s.s. í sjó í heitum suðurhöfum.

Ryðfrítt er gallaorð. Ryðfrítt stál ryðgar séu aðstæður réttar.
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

Hehe kannski full djúft í árinna tekið þetta með matvælaiðnaðinn! Ég fór að hugsa þetta betur og það eru víst flest öll færibönd og fiskikör/trog úr 309 stáli. :oops:
Það er smá tími síðan ég var í skipasmíðinni, hef aðalega verið í verkefnum teingt reykjanesvirkjun og áli þar á eftir...

Ég er ekki að segja að það sé ekki hægt að nota krómstál í botn á fiskabúrum! Ég er eingöngu að benda á að ég þekki ekki nein dæmi um farsælan endi á þess háttar smíðum...
Á tímabili komu fram nokkur svona búr þegar ég var að vinna hjá Tjörva og þau láku öll! (ég smíðaði þau ekki)
Einnig var diskusa ræktandi á Sauðárkróki, Svavar Sigurðsson. Hann smíðaði sér 1000l. búr og ætlaði að hafa stál botn en eftir ítrekaðar tilraunir
og þar á meðal að síruþvo yfirborðið á stálinu áður en hann límdi það saman, hann gafst upp á því á endanum.
http://www.tritla.is/forum/viewtopic.ph ... sc&start=0
Á hinn bóginn þá trúi ég því að allt sé hægt ef vilji er fyrir hendi og það væri gaman að sjá farsælan endi á þess háttar hönnun þar sem hún býður upp á mikla möguleika.

En nóg um það það eru áræðanlega mjög margar mismunandi skoðanir á riðfríu stáli í botna á búrum og mín er ekkert endilega réttari en önnur.

Það væri hinsvegar mjög áhugavert að fá að sjá tekningar af fyrirhugaðri smíð! hvað segir þú um það thorirsavar. :D
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ég er með tvö búr 800 og 1200 ltr sem eru með ál eða stál botni og hafa yfir 20 ára reynslu í að halda vatni án vandræða
þannig að þetta er hægt
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
thorirsavar
Posts: 126
Joined: 19 Jan 2010, 21:38
Location: Sandgerði/Reykjanesbær

Post by thorirsavar »

linx wrote:Það væri hinsvegar mjög áhugavert að fá að sjá tekningar af fyrirhugaðri smíð! hvað segir þú um það thorirsavar. :D
Ég er einmitt að fara rifja upp AutoCAD :D Sjá hvort ég geti ekki komið þessu á blað, en ég er að fara vinna aðeins í stálgrindinni í kvöld og tek myndavélina með mér þó að ég sé nú ekki langt kominn, kannski betra en ekkert. :-)
thorirsavar
Posts: 126
Joined: 19 Jan 2010, 21:38
Location: Sandgerði/Reykjanesbær

Post by thorirsavar »

Setti inn eina mynd af grindinni, byrjaður að punkta hana saman.
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

cool! 8)
thorirsavar
Posts: 126
Joined: 19 Jan 2010, 21:38
Location: Sandgerði/Reykjanesbær

Post by thorirsavar »

Sorglegur kannski en ég teiknaði þetta upp svona SIRKA eins og þetta mun vera og lét svo kærustuna lita :D , skápurinn gæti samt verið ALLT auðruvisi svo ekkert að marka þetta :D Og ekki búinn að ákveða með lokið heldur 100%

[img]http://www.fishfiles.net/up/1002/de6o5g ... ði_005.JPG[/img]
Post Reply