Þrif á dælu í Juwel Rekord 800

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
moez
Posts: 22
Joined: 26 Dec 2008, 21:54

Þrif á dælu í Juwel Rekord 800

Post by moez »

Sæl öll

Nýverið fjárfesti ég í Juwel Rekord 800 búri sem ég ætla að hafa sem gróðurbúr. Mig langar að vita hvernig ég á að þrífa svampana í dæluni. Á ég að þrífa þá eða kaupa nýja?


Kveðja

MoeZ
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þrífa þá bara. Á endanum geta þeir samt orðið aflagaðir og hleypt drullunni fram hjá og þá er ágætt að kaupa nýja.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

skipta um hvíta þunna filterinn, svampana getur þú skolað þar til að þér finnst þeir ekki verða hreinir eða að þeir fara að verða kramdir/aflagaðir. það er hægt að fá grind fyrir keramik kúlur til að hafa í neðri körfunni sem heldur bakteríuflórunni við, það er sniðugt þar sem það þarf ekki að skipta um. þú þarft ekki svartan/kola filter nema þú sért að sýja í burtu lyf eftir lyfjagjöf.
moez
Posts: 22
Joined: 26 Dec 2008, 21:54

juwel

Post by moez »

Takk fyrir þetta en á ég þá að taka svarta filterinn úr búrinu? Á ég að þrífa græna og bláa á sama tíma eða bara einn í einu?

Kveðja

Moez
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Re: juwel

Post by Gudmundur »

moez wrote:Takk fyrir þetta en á ég þá að taka svarta filterinn úr búrinu? Á ég að þrífa græna og bláa á sama tíma eða bara einn í einu?

Kveðja

Moez
Svarti filterinn tekur allskyns óhreinindi úr búrinu þannig að fínt er að hafa hann þetta er kolafilter sem tekur minnstu agnir
ef þú ert ný búin að kaupa búr þá eru mánuðir þar til þú þarft að fara að hreinsa svampana og þá bara annan í einu
eina sem þú verður að passa er að hvíti filterinn liggji alveg ofan á svömpunum og þrífa hann reglulega og skifta honum út þegar hann fer að eyðileggjast
hvíti filterinn tekur í sig óhreinindi og ef þú fylgist vel með honum ætti dælan að virka fínt
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
moez
Posts: 22
Joined: 26 Dec 2008, 21:54

takk

Post by moez »

Takk fyrir upplýsingarnar.

Kveðja

MoeZ
Post Reply