myndatöku æfingar Guðmundar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

myndatöku æfingar Guðmundar

Post by Gudmundur »

Þessa dagana er ég mest að reyna að ná myndum af guppy fiskum en þeir eru litlir og snarir í snúningum

ég er bæði að smella af á venjulega guppy og eins fully red slör sem ég er með en þeir láta mig hafa fyrir sér

Image
fully red karl
þetta er besta myndin sem ég hef náð hingað til af karli

Image
kerla, þær eru ljósar og erfitt að ná mynd með flassi það vill alltaf glampa aðeins en ein kerlan er aðeins dekkri og ætla ég að reyna frekar að ná myndum af henni

ég veit að með að setja þá í minna búr og með betri lýsingu væri þetta einfaldara en ég er talsvert að taka myndir út í bæ þannig að ég verð að æfa mig við svipaðar aðstæður

það hefði nú verið betra hefði ég þrifið glerið fyrst :P
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Skil ekki hvað þú ert alltaf að rembast með 3ja augað þitt!! :?

Flottir sérstaklega kallinn og flottar myndir, hvernig fjólubláa slikjan kemur út!!

Er sjálfur að "rækta" gubbý pínu :roll:
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Efri myndin er fín, en eins og þú segir glampar flassið of mikið í kerlunni, svo máttu þrífa glerin maður.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Síkliðan wrote:svo máttu þrífa glerin maður.
Vel mælt! Mér þykir stórkostlegt að Gummi gefi færi á sér þarna þar sem hann skammar mig alltaf fyrir óhreint gler þegar hann er að rembast við myndatöku heima hjá mér :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Ég veit upp á mig skömmina
ég er alltaf að þrífa en fer oftar að taka myndir var að prufa nýjar útfærslur á vélinni og átti ekki von á að ná myndum en ég datt niður á stillingu og í hamaganginum sá ég ekki drulluna á glerinu :shock:

það er með þessa guppy eins og svo marga fiska að neðri hluti fisksins er ljósari og þegar tekið er með flassi þarf helst að taka myndina aðeins niðurá við og ekki beint á búkinn
hér er lítill flass glampi en fókus ekki alveg í lagi
þegar svona litlir fiskar eru syndandi þá er ekkert grín að ætla sér að ná fókus á auga eða munn því ég einfaldlega sé ekki hvar fókusinn er á fisknum

Image
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Þetta eru flottar myndir hjá þér.

Hvernig vél ertu með?
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

stebbi wrote:Þetta eru flottar myndir hjá þér.

Hvernig vél ertu með?
Fuji finpix S602Zoom árgerð 2002

hér eru æfingar frá orginal guppy
þessa tók ég fyrir nokkrum dögum og finnst mér hún skemmtileg

Image

ég var áðan að reyna að ná myndum af ófæddum seiðum og henntaði blond kerla best þótt seiðin sjáist ekki vel
Image

Image
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Hef varla snert vélina á þessu ári en tók nokkrar áðan af Malawi síkliðum
þetta er karl callainos
Image

það er talsvert einfaldara að ná fókus á 10 cm fisk heldur en guppy
þegar fiskurinn er orðinn svona stór og ljós á lit þá er hægt að fókusa beint á fiskinn
en með litla fiska eins og td. guppy er betra að annað hvort vera með manual fókus og festa hann bara á einhverja fjarlægð sem fiskarnir eru mikið í eða taka fókus á ljósan hlut og í svipaðri fjarlægð og hreyfa vélina fram og aftur þar til fókusinn er á réttum stað og reyna að miða á hausinn á fisknum
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
olith
Posts: 74
Joined: 07 Jan 2010, 10:17
Location: 110

Post by olith »

mig langar að fara á biðlista hjá þér þegar rauði guppy stofnin stækkar hjá þér, finnst þetta alveg fáránlega flottir fiskar og væri til í afleggjara af þessum stofni hjá þér þegar og ef þú ert tilbúin að selja smá :)
Rembingur
Posts: 138
Joined: 13 Oct 2007, 15:00

Post by Rembingur »

Það er til photoshop flest allar myndir lagaðar í því á þessari öld....fínar myndir annars
Rembingur
Posts: 138
Joined: 13 Oct 2007, 15:00

Post by Rembingur »

Svona til gamans Gummi hér er fyrsta myndin í þessum þráði löguð...
í photoshop
Image
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

vel gert :-) ég sé samt að það kemur af glerinu svona litur í kringum bláu síkliðuna
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

alveg mergjuð þessi callainos! Flott mynd.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Rembingur
Posts: 138
Joined: 13 Oct 2007, 15:00

Post by Rembingur »

GUðjónB. wrote:vel gert :-) ég sé samt að það kemur af glerinu svona litur í kringum bláu síkliðuna
ekkert mál að taka það úr myndinni
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Lindared wrote:alveg mergjuð þessi callainos! Flott mynd.
Takk
ég var að vanda mig :D
Munar miklu þegar fiskurinn er á réttri leið
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Rembingur wrote:Svona til gamans Gummi hér er fyrsta myndin í þessum þráði löguð...
í photoshop
Image

svona gera alvöru ljósmyndarar
eina sem ég nota er levels :lol: enda ekki alvöru ljósmyndari
þetta gæti sett myndirnar hjá manni í efri flokk ef maður lærði þetta
en þá fer mikill tími í vinnslu á myndum
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þú kíkir bara til mín í hraðnámskeið í photoshop Gummi
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það vantar sálina í Photoshop myndir.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

nei, nei þetta er bara í stðinn fyrir að þrífa glerið :roll:
en annars er ég sammál... það mæa egg gera of mikið af því :)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

það má nú vel nota það í hófi, að croppa mynd til og stilla levels er nú ósköp sakleysislegt sálarkropp :)
Photoshop gerir samt engin kraftaverk, það er ekki hægt að gera lélegar myndir stórkostlegar
-Andri
695-4495

Image
olith
Posts: 74
Joined: 07 Jan 2010, 10:17
Location: 110

Post by olith »

áður en ljósmyndarar fóru að nota photoshop, þá gerðu þeir nánast sömu hluti, notuðu bara myrkraherbergið til þess og flóknari og erfiðari aðferðir.

í þessu sem og öllu þá þurfa menn bara að kunna sér hófs
Rembingur
Posts: 138
Joined: 13 Oct 2007, 15:00

Post by Rembingur »

olith wrote:áður en ljósmyndarar fóru að nota photoshop, þá gerðu þeir nánast sömu hluti, notuðu bara myrkraherbergið til þess og flóknari og erfiðari aðferðir.

í þessu sem og öllu þá þurfa menn bara að kunna sér hófs
sammála
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Er einhver hér sem ekki minnkar myndirnar ?
það er í sjálfu sér breyting á myndinni
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Páll Ágúst
Posts: 63
Joined: 05 Jan 2010, 18:17
Location: Reykjavík

Post by Páll Ágúst »

Ég minnka mínar ekki. Nota bara [img] og Fishfiles.net
Annars þegar ég hef þurft að minnka þær nota ég ColorSync Utility (er á mac)[/img]
Fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur og enn meiri fiskur.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Páll þá minkar myndin ;) (annars ertu miklu fljótari að uploada myndunum ef þú ert búinn að minka þær)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Jæja guppy æfingar í kvöld

Image
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply