Regnbogafiskar Myndir

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Regnbogafiskar Myndir

Post by Gudmundur »

Hér set ég inn eitthvað a þeim myndum sem ég tók í heimsókn hjá Bambusrækjunni
reyni að velja þær skástu af hverri tegund um leið og ég ákveð hverjar ég set inn á síðuna hjá mér

Þetta er Melanotaenia boesemani

Image

Image

Image

Ég tók helling af myndum daginn áður og datt þar niður á frábæra stillingu sem henntaði fyrir búrið ( þær eyðilögðust ) og mig minnti að þetta væri hún en svo var ekki myndirnar voru dekkri og þar af leiðandi minni fókus og augun koma sjaldnast vel út því miður

Það er spurning hvort Bambusrækjan gæti svo svarað þeim spurningum sem þið viljið spurja
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Fleiri frá Bambusrækjunni

Bedoita geayi

Image
Karl

Image
Kerling

Image
seiði
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ágætismyndir hjá kallinum :)
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

..að venju.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Fínar myndir að vanda :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Ég skil ekki ahverju Guðmundur er ekki 100% sáttur. Mér finnst þessar myndir vera frábærar. Það getur verið að fyrri myndirnar hafi heppnast eitthvað betur , en þessar myndir af t.d af Bósunum eru alveg í sérflokki.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ég var með meiri skerpu í hinum myndunum
hefði ég nú getað rambað á rétta stillingu aftur þá hefðu fiskarnir verið bjartari og betur í fókus
og svo er standardinn alltaf að hækka hjá manni :)

Jæja meiri myndir
Hér er Melanotaenia parkinsoni

Image

Image
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Ég tek fram að þessir Parkisonar eru enn ungir og ekki komnir í fullan lit. Þeir eru samt búnir að bæta á sig meira af þessum þessum skær appelsínugula lit síðan ég fékk þá fyrir nokkrum mánuðum. Ég hlakka til að sjá hvernig þeir þróast.. og Yes ! Ég er vel sáttur við þessar myndir af fiskunum mínum :D
User avatar
Hebbi
Posts: 115
Joined: 05 Aug 2009, 18:43
Location: Mosó
Contact:

Post by Hebbi »

flottar myndir, 3 efstu fiskarnir eru asskoti flottir :D
this is mine..
20L
30L
páfagaukar, hundar og kettir....
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Þetta eru allt ungir fiska sem eiga eftir að taka meiri liti er þeir eldast regnborafiskar þroskast hægt og batna stöðugt með aldrinum sumar tegundir verða yfir 20 ára

Chilatherina bleheri

Image

Image

Image

Image
kerlan litlaus
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Þetta verður ands.... flott þegar þeir komast í fullan lit allir þessir regnbogar

Melanotaenia splendida

Image

Image

Bambusrækjan er með eitthvað af tegundum í ræktun þannig að framtíðin er björt fyrir þá sem vilja setja upp flott framtíðarbúr
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

regnbogar

Post by Bruni »

Þetta er glæsilegt, ekki hægt að segja annað. Flottar myndir Gummi og gaman að sjá að regnbogafiskar eru að öðlast þann sess sem þeir verðskulda. Flott hjá Bambusrækjunni.
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Flott pose hjá splendida regnboganum á neðri myndini. Svo er reyndar eitt enn, ekki verða regnbogarnir bara fallegri með aldrinum. Heldur eykst litadýrð þeirra til muna þegar þeir eru í hrygningarhugleiðingum. Og þeir eru í "stuði" allavega tvisvar á dag 8)
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

þetta var eina pósan seinni daginn
þeir pósuðu mikið þegar ég kom fyrst en seinni daginn voru þeir allir að flýta sér eitthvað og syndu alltaf þvert yfir búrið eins og sést á öllum hinum myndunum

Það gerir helling fyrir fiska mynd að það sé eins og fiskurinn sé að gera eitthvað ekki bara þjóta framhjá

en ég get svo sem ekkert kvartað
hef sjaldan komist í að mynda regnbogafiska þannig að ég fæ helling af myndum í safnið og þessar myndir hér ýta öðrum verri myndum út sem eru eldri og alls ekki eins góðar
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Gummi: þú þyrftir síðan að bæta Iriatherina werneri í safnið :wink:

virkilega gaman að taka myndir af þeim

Image
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Já ég þyrfti að kíkja á þá við tækifæri
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Einnig inn á milli var þessi Garra tegund

Image

manstu hvaða tegund þetta er ?

ps.
Fyrir þá sem eru með psoriasis er Garra rufa athyglisverður
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Ég held að þetta sé svoleiðis. Þ.e.a.s Garra Rufa

http://banditosbanditosbanditos.typepad ... 20rufa.jpg
Rembingur
Posts: 138
Joined: 13 Oct 2007, 15:00

Post by Rembingur »

Flottir Regnbogar hjá þér. Alltaf gaman þegar menn eru í alvöru fiskum. Það þarf smá þolinmæði með regnboganna tekur þá tíma að fá lit en ekki alla.
Svona til gamans þá er komið um 100-200 seiði af Melanotaenia boesemani ef ekki meira hjá mér. Gummi þú veist hvar eitt stærsta regnbogasafn er. Verður nú að fara að kíkja á þetta með vélinna....
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Rembingur wrote:Flottir Regnbogar hjá þér. Alltaf gaman þegar menn eru í alvöru fiskum. Það þarf smá þolinmæði með regnboganna tekur þá tíma að fá lit en ekki alla.
Svona til gamans þá er komið um 100-200 seiði af Melanotaenia boesemani ef ekki meira hjá mér. Gummi þú veist hvar eitt stærsta regnbogasafn er. Verður nú að fara að kíkja á þetta með vélinna....
Já ég er vel spenntur að koma og taka myndir hjá þér
Reynum að finna tíma á þessu ári
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Rembingur
Posts: 138
Joined: 13 Oct 2007, 15:00

Post by Rembingur »

já kannski bara milli jóla og nýárs
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

more more more

Image
Melanotaenia herbertaxelrodi

Image
Melanotaenia lacustris

Image
Melanotaenia praecox
Þessi var ný kominn og var í sótthví sem er eitthvað sem maður sér sjaldan því miður

Image
Melanotaenia praecox seiði undan öðrum praecox sem Baldvin á

Er ég að gleyma einhverri tegund ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Bara þessa rauðu, en þeir eru líka í sóttkví og eru frekar litlausir og óspennandi núna. Ég fæ kannski að bjóða þér seinna í heimsókn þegar ég verð kominn með 720 L búrið í gagnið og Regnbogarnir verða orðnir stærri og afslappaðir. Og maður verður kannski komin með nýjar og spennadi regnboga tegundir. Ekki er samt hægt að bjóða þér í kaffi þar sem þú drekkur það ekki :P Varla að maður myndi samt þora að bjóða þér bjór, þar sem það kæmi líklega niður á myndunum :roll:
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Alveg rétt incisus ég tók slatta af myndum af honum fyrri daginn en gleymdi því þann seinni

Það væri gaman að kíkja þegar 720 l verða komnir í gagnið og fiskarnir í blóma
bjór gæti valdið því að engar myndir yrðu teknar :lol:

en til að þessi tegund verði ekki útundan set ég hér inn mynd af fiski sem var í búðinni í denn

Image
incisus karl
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Ég vill þakka þér fyrir greinina á http://www.fiskabur.is. Ég er vægast sagt vel sáttur við heimsókn þína. Ég átti von á 10 red cherry rækjum en fékk grein og myndir af fiskunum mínum í kaupbæti, ekki amalegur díll það 8).
Post Reply