Ég á svarta Molly kerlingu sem átti c.a. 30 seiði fyrir mánuði síðan.
Flest öll seiðin eru svört, alsvört en það eru nokkur sem eru svört að aftan og silfur toppótt á haus og að miðjum búk, þar sem svart tekur við.
Getur einhver skýrt þetta út fyrir mér ?
Er þetta eiittvert annað litafbrigði af Molly ?
bara alveg eins og þegar svartir kettir eignast flekkótta kettlinga
þessi flekkóttu eru bara flekkótt. Þó að kvk mollyin sé svört þá gæti verið að einhvern tima hafi annað hvort hún parast við salt og pipar molly t.d í búðinni.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Takk fyrir svarið, ég fór að pæla meira.
Geyma Molly kerlingar svona sæði í sér eins og Gubbí kerlingar gera ?
Eða ertu að meina að kerlingin eigi einhverja ættinga, þar að segja mömmu/pabba eða afa/ömmu sem hefur ekki verið hreinn svartur Molly ?
Hafa kannski verið pipar eða eitthvað annað sem er að koma fram í seiðunum hjá mér núna ?
Þakka ykkur fyrir svörin.
Mér finnst þetta bara voða spennandi að sjá hvernig þessir skrýtnu munu líta út þegar þeir verða stærri.
Eru núna c.a. cm á stærð.
Gleðilegt sumar.
Ég var bara tala um ungviðið, ungar hjá mér eru bara þeir sem eru ungir, hvort sem það er fiskur, kisa, hundur eða barn, skiptir engu máli fyrir mig, ungar skulu það vera.
Var Gulli Gullfiskur en er að spá í að halda þessu nikki bara.