staðsetning molly í búri

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Finzy
Posts: 12
Joined: 11 Feb 2009, 17:11

staðsetning molly í búri

Post by Finzy »

sælt veri fólkið
hvernig er það með black molly, eiga þessi kvikindi bara að mara í yfirborðinu? var að fá par, og finnst þau ekkert svakalega skemmtileg, en djöfull er svarti liturinn á þeim fallegur :D með því svartasta sem maður hefur séð 8)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Molly þvælast vanalega um allt búrið en það er ekki óvanalegt að þeir séu mest við yfirborðið.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Hvernig "mara" þeir við yfirborðið? Hanga þeir þar og gera ekki neitt, eða synda þeir hægt um með munninn við yfirborðið, stoppa á einum stað og virðast vera að "lepja" af yfirborðinu?
Ef þú varst að fá þá (í gær) þá gætu þeir bara verið stressaðir annars ef þeir eru að japla á einhverju við yfirborðið þá er eitthvað þar sem þeir eru að sía úr vatninu.
Hvað ertu með þá í stóru búri og með hvaða fiskum? Þau ættu að ná sér fljótlega og byrja að synda út um allt búr. Svo ættiru að fá þér aðra molly kerlingu fyrir hann, jafnvel tvær, til að dreifa álaginu.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
BryndisER
Posts: 61
Joined: 01 Sep 2009, 17:00

Post by BryndisER »

Lindared wrote:Svo ættiru að fá þér aðra molly kerlingu fyrir hann, jafnvel tvær, til að dreifa álaginu.

Finzy wrote:var að fá par
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

BryndisER wrote:
Lindared wrote:Svo ættiru að fá þér aðra molly kerlingu fyrir hann, jafnvel tvær, til að dreifa álaginu.

Finzy wrote:var að fá par
Það borgar sig að vera með fleiri en bara eina kerlingu per karl
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

keli wrote:
BryndisER wrote:
Lindared wrote:Svo ættiru að fá þér aðra molly kerlingu fyrir hann, jafnvel tvær, til að dreifa álaginu.
Finzy wrote:var að fá par
Það borgar sig að vera með fleiri en bara eina kerlingu per karl
Nákvæmlega Keli 8)

Bryndís: veit ekki hvernig var hægt að misskilja þetta hjá mér, en ég meinti að hann ætti að bæta við annari molly kerlingu, jafnvel tveimur, því hann væri bara með eina, til þess að dreifa álaginu af þessari einu, því að molly karlar eru mjög ágengir og ef það er bara ein, þá gæti karlinn gert útaf við hana og hún gæti veslast upp og drepist.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
rabbi1991
Posts: 221
Joined: 10 May 2009, 03:23
Location: Reykjavik, 112

Post by rabbi1991 »

ég er í augnablikinu bara með eina kerlu á 2 karla. hinar kerlurnar fengu sporðátu og drápust eftir að hinar fóru eru karlarni MIKLU rólegari hvað að hamast á kerlum varðar. En þetta er að ganga svona fint þar til ég fæ mér fleiri kerlur.
Post Reply