Malawi Bloat

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Satan
Posts: 204
Joined: 31 Dec 2007, 16:10
Location: Breiðholt

Malawi Bloat

Post by Satan »

Var að sjá að fiskurinn minn er með malawi bloat veikinna og var að spá hvort það sé einhver leið til að bjarga henni ?
Virðingarfyllst
Einar
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

kannski þetta hjálpi tók mig 0,20sek

http://www.allcichlids.com/diseases/how ... at_10.html
Satan
Posts: 204
Joined: 31 Dec 2007, 16:10
Location: Breiðholt

Post by Satan »

hefur einhver lent í þessu sama og ég og náð að lækna ef svo endilega segðu frá því.

var búin að sjá þetta og veit ekkert hvort þessi lyf fást sem hann talar um.
Virðingarfyllst
Einar
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

hef ekki lent í þessu en kannski setja hann í einangrun og salta veit sammt ekki :?
Last edited by sirarni on 27 May 2009, 21:22, edited 1 time in total.
Satan
Posts: 204
Joined: 31 Dec 2007, 16:10
Location: Breiðholt

Post by Satan »

ok..
Virðingarfyllst
Einar
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þegar ég hef lent í þessu þá drepast fiskarnir nánast alltaf.
Einhverja 2 eða 3 sem ekki voru alveg útbelgdir hef ég náð að laga með því að setja þá í salt og einangrun á rólegum stað.
Satan
Posts: 204
Joined: 31 Dec 2007, 16:10
Location: Breiðholt

Post by Satan »

er þetta smitandi eða get ég bara leyft henni að vera í friði???

skrýtna er að hún hefur ekkert breyst í hegðun ennþá að borða og allt eina sem er, er að hún er með rautt eins og blóð á sporðinum á henni
Virðingarfyllst
Einar
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er ekki smitandi.
Þetta rauða gæti bent til lélegra vatnsgæða.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

epsom salt og grænar baunir (frosnar, ekki niðursoðnar) gætu virkað hægðarlosandi og minnkað bloatið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Satan
Posts: 204
Joined: 31 Dec 2007, 16:10
Location: Breiðholt

Post by Satan »

epsom salt ?? hvar fæ ég það ?
Virðingarfyllst
Einar
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Heilsubúðum og apótekum.
Satan
Posts: 204
Joined: 31 Dec 2007, 16:10
Location: Breiðholt

Post by Satan »

var að pæla með rauða dæmið á sporðinum þú heldur að þetta sé útaf vatsngæðum en hún er samt sú eina sem sýnir einhver einkenni, svo ég fór að pæla, ég er með mikið af grjóti í búrinu og inntakið í tunnudæluna er bakvið steinanna og síðkastið hef ég séð mikið af skít á botninum,
helduru að ég þurfi að fjarlægja alla steinanna svo það komist skítur inní hana ?
Virðingarfyllst
Einar
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú ættir að geta blásið drullunni upp með powerheadi eða ryksugað það mesta með malarryksugu.
Satan
Posts: 204
Joined: 31 Dec 2007, 16:10
Location: Breiðholt

Post by Satan »

Er til ryksuga sem ég get notað á skeljasand, hann er svo fínn.
Virðingarfyllst
Einar
User avatar
Österby
Posts: 106
Joined: 11 Apr 2009, 18:26
Location: HFJ

Post by Österby »

Ég er með skeljasand í saltbúrinu mínu, ég bjó til heimatilbúna sandsugu sem virkar ótrúlega vel:

-Tekur slöngu sem er nógu löng til að þú getir búið til sog uppúr búrinu og ofan í fötu/bala sem er staðsett fyrir neðan búrið...
-Skerð botninn af 1/2L gosflösku og límir annann enda slöngunar við stútinn á flöskunni
- Byrjar sog eða "siphon" með kókflöskuendann ofan í búrinu og sýgur ofan í sandinn með flöskuna, ætti að taka allan skít úr skeljasandinum en skilja sandinn samt eftir

Hjá mér fer stundum smá af sandinum með en það er svo fínn sandur að ég tel hann sem ryk :D

P.s. Passaðu að taka eftir hvað fer mikið af vatni í fötuna, ég lenti í því að vera svo upptekinn að þrífa sandinn að það flæddi á gólfið :P

Vona að ég hafi hjálpað :roll:
.-Ívar
130L Sjávarbúr
Satan
Posts: 204
Joined: 31 Dec 2007, 16:10
Location: Breiðholt

Post by Satan »

takk kærlega
Virðingarfyllst
Einar
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Getur reynt Flagyl (Lyfseðilsskylt) eða lyf við hexmitu, minnir að þetta geti verið útaf óloftháðum bakteríum, sem geta náð sér á strik vegna lélegra vatnsgæða og stress.
Ace Ventura Islandicus
Post Reply