Hvítir blettir :/

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
mohawk_8
Posts: 76
Joined: 08 Mar 2009, 23:22
Location: Akureyri

Hvítir blettir :/

Post by mohawk_8 »

Er með 3 Gúbbý fiska og það eru komnir slatti af svona pínulitlum hvítum blettum á sporð og ugga á annari kellingunni og það er aðeins komið á sporðinn á hinni kellunni og kallinum :shock:
allir helst að svara því að ég hef ekki hugmynd hvað þetta er og vill helst komast fyrir þetta ef að þetta er alvarlegt :!:
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

:)
Mörðurinn
Posts: 133
Joined: 25 Feb 2009, 17:19

Post by Mörðurinn »

Hvítblettaveiki, saltmeðferðin held ég að sé við hæfi
mohawk_8
Posts: 76
Joined: 08 Mar 2009, 23:22
Location: Akureyri

Post by mohawk_8 »

oki snilld :) á maður að salta á hverjum degi þangað til þetta fer eða bara einu sinni?
Mörðurinn
Posts: 133
Joined: 25 Feb 2009, 17:19

Post by Mörðurinn »

Kemur allt vel fram í þræðinum hans Vargs:

"Salt er í flestum tilfellum besta ráðið gegn veikinni. Setjið 1-2 matskeiðar af joðlausu salti á hverja 5-10 lítra af vatni. Í gróðurlaus búr er óhætt að setja tvöfalt meira magn af salti. Gott er að hækka hitan um 2-3° og auka loftun í búrinu, td. bæta við loftdælu eða gæta þess að hreinsidælur gári vatnsyfirborðið vel.
Í flestum tilfellum ættu einkennin að minka eftir sólarhring og hverfa alveg á 3-4 dögum. Ef einkennin minka ekki er ráð að bæta salti í búrið eða athuga með lyfjagjöf. Þegar fiskarnir hafa verið einkennalausir í 2-3 daga er gott að gera 30-50% vatnskipti og gæta þess aðhitastigið á nýja vatnið sé það sama og í búrinu.
Ath. að sniglar og plöntur þola illa salt."
mohawk_8
Posts: 76
Joined: 08 Mar 2009, 23:22
Location: Akureyri

Post by mohawk_8 »

já var búin að lesa þetta...þannig að ég held þessu áfram í 3-4 daga ekki satt?
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

:)
:)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Hvítir blettir :/

Post by Elma »

mohawk_8 wrote:Er með 3 Gúbbý fiska og það eru komnir slatti af svona pínulitlum hvítum blettum á sporð og ugga á annari kellingunni og það er aðeins komið á sporðinn á hinni kellunni og kallinum :shock:
allir helst að svara því að ég hef ekki hugmynd hvað þetta er og vill helst komast fyrir þetta ef að þetta er alvarlegt :!:

Hvítbletta veiki getur leitt fiska til dauða ef ekkert er að gert en hún getur líka farið jafn fljótt og hún kom.

Ertu nýbúinn að fá þessa fiska eða varstu að fá einhverja nýja fiska í búrið eða bæta einhverju í búrið sem kom frá öðrum? Hvað er hitastigið í búrinu núna? Hvítbletta veiki kemur oftast út af köldu vatni, lélegum vatnaskilyrðum og stressi.

Þetta er auðvelt að lækna, með því að hækka hitan um 2-3 gráður og salta. Salt og hiti drepur snýkjudýrið sem veldur white spot.

"Salt er í flestum tilfellum besta ráðið gegn veikinni. Setjið 1-2 matskeiðar af joðlausu salti á hverja 5-10 lítra af vatni. Í gróðurlaus búr er óhætt að setja tvöfalt meira magn af salti. Gott er að hækka hitan um 2-3° og auka loftun í búrinu, td. bæta við loftdælu eða gæta þess að hreinsidælur gári vatnsyfirborðið vel. Í flestum tilfellum ættu einkennin að minka eftir sólarhring og hverfa alveg á 3-4 dögum. Ef einkennin minka ekki er ráð að bæta salti í búrið eða athuga með lyfjagjöf. Þegar fiskarnir hafa verið einkennalausir í 2-3 daga er gott að gera 30-50% vatnskipti og gæta þess aðhitastigið á nýja vatnið sé það sama og í búrinu. Ath. að sniglar og plöntur þola illa salt."

farðu eftir þessum leiðbeiningum, ekki seinna en í gær.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
mohawk_8
Posts: 76
Joined: 08 Mar 2009, 23:22
Location: Akureyri

Post by mohawk_8 »

var að fá 2 nýja fiska og eina plöntu en það eru alveg 2-3 vikur síðan held ég og ég keypti þá bara í dýrabúðinni, er búin að setja sirka 1 og hálfa matskeið af salti (er með 21l.) og hækkaði hitann úr tæpum 26 gráðum í 27 gráður
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er heldur ekkert að því að fara strax og kaupa lyf við hvítblettaveikinni.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
mohawk_8
Posts: 76
Joined: 08 Mar 2009, 23:22
Location: Akureyri

Post by mohawk_8 »

eru þau samt ekki heavy dýr:S prufa saltið allavega fyrst og sé svo til... en ég var að spá..kéllan sem er meira "sýkt" er held ég seiðafull...hefur þetta einhver áhrif á það ef að ég kemst fyrir þetta?
rabbi1991
Posts: 221
Joined: 10 May 2009, 03:23
Location: Reykjavik, 112

Post by rabbi1991 »

ekkert það dýr. man ekki nákvæmlega en ég keypti mer bara lyf og þetta mun endast alveg í 50 skipti eftirá sko.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

það fer allt eftir stærð á búri hvað lyfið endist lengi...
rabbi1991
Posts: 221
Joined: 10 May 2009, 03:23
Location: Reykjavik, 112

Post by rabbi1991 »

EiríkurArnar wrote:það fer allt eftir stærð á búri hvað lyfið endist lengi...
veit það en það þarf svo rosalega lítið að Það endist allavega marg oft
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

EiríkurArnar skrifaði:
það fer allt eftir stærð á búri hvað lyfið endist lengi...
veit það en það þarf svo rosalega lítið að Það endist allavega marg oft
Ég keypti mér lyf í 120l búrið mitt og það tugði í svona tvö og hálft skipti.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

ekkert mál að losna við þetta án lyfja. Farðu aðeins hærra með hitann, fínt að fara í 29°c.
Þegar ég fékk síðast hvítblettaveiki þá losnaði ég við hana bara með hærri hita, hafði vatnið 30°c í nokkra daga, held 5, og loftaði bara vel á meðan.
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Ég saltaði ekki einu sinni á dag heldur bara eitt skiptið oh hækkaði hitann um 3-4 gráður °C. Einkennin minnkuðu eftir 3-4 daga og svo var þetta horfið á 7-10 dögum.
Fylgja leiðbeiningunum sem Vargur setti upp og þá gengur þetta vel.
M
Posts: 34
Joined: 23 May 2009, 23:23

Post by M »

tengt efni.....
vinkona mín var að kaupa gullfisk handa mér í blómaval á AK.
hann er hvítur með rauðann haus, en það vantar á hann svona einsog eitt og eitt "roð" á líkamann og svolítið mikið ofaná bakinu.... er þetta þessi hvítbletta veiki.. sé nefnilega ekki hvíta bletti þar sem hann er hvítur.....
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það vantar á hann hreisturflögu en það ætti að vera í lagi, hún vex aftur.
Post Reply