Stjórnlaus fiskur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Einar
Posts: 63
Joined: 09 Apr 2007, 01:04

Stjórnlaus fiskur

Post by Einar »

Nú er einn fiskurinn hjá mér farinn að haga sér vægast sagt furðulega. þetta er Apistogramma cacatuoides, fyrir nokkrum dögum fór hann að halda sig til hlés, í eða við helli sem er í búrinu. meira og minna hreyfingarlaus á botninum. í dag er hann búinn að vera að synda mjög furðulega, afturábak kollhnísar, á hvolfi og til hliðar. Er mikið lóðréttur í vatninu (hausinn upp). Það er eins og hann sé stjórnlaus eða eigi í vandræðum með þetta. hann er kannski örlítið dekkri en venjulega en annars einkennalaus. Getur einhver látið sér detta í hug hvað gæti verið að...? Á ég að taka hann úr búrinu?
Post Reply