Bara eitt seiði!

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
skurdur
Posts: 53
Joined: 20 Dec 2008, 20:51

Bara eitt seiði!

Post by skurdur »

Gúbbý kerlingin mín er búinn að vera í sérstöku gotbúri hjá mér í um það bil viku og hefur liðið bara mjög vel það... Hefur verið mjög spræk, étið vel og bara mjög hress. Svo í gær tók hún uppá því að fara að gjóta. Hún gaut einu seiði sem var reglulega sprækt og stórt.

En svo kom nú eitthvað fát á hana. Hún hékk bara á einum stað í búrinu og andaði gífurlega hratt! Ég leitaðist ráða og mér var ráðlagt að henda bara einhverjum flotgróðri í búrið fyrir seiðin og slökkva svo bara ljósin og leyfa henni að mixa þetta sjálf. Það var það sem ég gerði... slökkti ljósin og fór sjálfur að sofa.

Svo þegar ég vakna í morgun er bumban hennar alveg farin og aðeins þetta eina seiði eftir á lífi. Ætli hún hafi fætt hin seiðin dauð eða bara étið þau öll með tölu um leið og hún fæddi þau?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það er hugsanlegt að hún hafi étið þau. Er mögulegt að seiðin hafi getað sloppið úr gotbúrinu?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
skurdur
Posts: 53
Joined: 20 Dec 2008, 20:51

Post by skurdur »

Nei ég er með sér 25l búr þar sem einungis þessi kerling var í búrinu...
Post Reply