Garður á byrjunarstigi !

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Ekki miklar breytingar sosum í gangi hér.
Nema nýjir íbúar:
Image
2 Albinoa Ancistur frá Andra Pogo.
Sem eru alveg skemmtilega spakar. Skjótast sko ekki eins og eldibrandur í burtu þó maður sé að vesenast í búrinu.
Hef marg oft þurft að ýta þeim frá því sem ég er að gera.

Nú svo þar sem mér fannst plönturnar ekki vera að dafna eins og til var ætlast fjárfesti ég í Co2 dæmi í búrið.
Bara þessu einfalda:
Tetra Plant
CO2-Optimat
Svo nú er bara að sjá til hvort að ástandið batni ekki fljótlega.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Farið er að bera á árangri eftir að CO2 var sett upp.
Ekki mikið en þó smá.
Svo var fjárfest í nýrri plöntu (sem auðvitað gleymdist að skrá nafnið á en ég finn það kannski fljótlega)
Svona er búrið í dag.
Image
Nýja plantan er í miðjunni. (Hygrophila difformis)
Ég breytti aðeins til svo þessi nýja kæmist á bakvið bátinn. Færði (sverðplöntuna) 2 sem voru á bakvið framar og snyrti þær og vona að þær fari að dafnabetur núna.

Svo er (væntanlega) fjölgun ?
Image
Albinoa Brúskurinn (fyrri) með hálfa sporðinn er búinn að vera þarna í rúma viku svo nú bíður maður spenntur eftir að sjá eitthvað.

Nú svo þar sem hér eru svo margir sem elska myndir þá er hér smá af plöntunum.
Image
Sverðplantan.

Image
Já veit ekki nafnið á þessari :oops:

Image
Nýja plantan.

Image
Fyrsta plantan og mig vantar nafnið á henni líka :oops:
(kemur á óvart .....not)
Last edited by jeg on 15 Sep 2008, 13:58, edited 2 times in total.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Þessi planta sem að sést á efstu myndinni fyrir miðju gæti verið Hygrophila difformis, er allavega með alveg eins plöntu og einhvern hér á spjallinu sagði að þetta væri líklegast þessi :) En með hina plöntuna hef ég ekki hugmynd :P

En flott búr hjá þér ;)
200L Green terror búr
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Takk Sirius.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

[quote="Sirius Black" En með hina plöntuna hef ég ekki hugmynd :P
[/quote]

Cryptocoryne?
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja Brúskkallinn kom út að borða í dag svo það var hafist handa við að lýsa og lýsa
og upplýstist málið að miklu leiti.
Drengjunum til mikillar gleði þó sér í lagi þess eldri því það er ljóst að það var kellan hans sem er mamman.
Já ég sá í það minnsata 4 brún Ancistruseiði en ekkert ljóst (albinoa)
Svo hér er mikil hamingja með að vera komin með par og það hrygnandi.
Myndir við fyrsta tækifæri.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja 5 lítil ryksugukríli eru farin á stjá um búrið.....öll brún.
Varð nú pínu spæld því foreldrarnir eru sitthvort (albinoi og brún)
En hamingjan er mikil hjá strákunum :wink:
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja þegar mest taldist af seiðum þá taldi ég 11 stk.
En svo virðist sem þau séu annaðhvort horfin eða feli sig megavel.
Þau voru alltaf á vissum stöðum en svo er ekki lengur.
Gæti jú verið að einhver að tetrunum hafi fengið sér snakk en þó virtust þær ekkert vera að pæla í þeim.
Vona að það sjáist eitthvað á lífi.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja svo virðist sem öll seiðin séu bara horfin en þó gæti nú eitthvað leynst í felum.
En þó er ég ekki svo bjartsýn á það þar sem þau héldu sig alltaf sem efst og voru sýnileg.
En þar sem þetta var nú bara fyrsta hrygning þá er maður sosoum ekkert voða niðurbrotinn.
Svo virðist sem að hinn ljósi kallinn sé nú með skipstjóraréttindin því hann er farinn að vera í skipsflakinu.
Svo kannski er að myndast 3ja parið ?
En það eru 2 kk og 2 kvk í búrinu. 3 albinóar og 1 brúnn.

Annars dafna plönturnar nokkuð vel nema blessuð sverðplantan.
Ég færði hana þegar ég fékk stóru plöntuna og taldi það nú eiga að gera henni gott
en svo virðist sem það hafi gersamlega verið hið gagnstæða.
Setti smá næringu í búrið og vona að það lagi eitthvað.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Farið var suður um daginn og auðvitað kíkt í "búð" þar sem vantaði filter í dæluna.
Nú svo var þarna fullt búr af plöntum og það var ekki hægt annað en að láta plata sig til að kaupa eina......!
Var nú ekkert voða sannfærð um hana í fyrstu en svo þegar ég fór að koma henni fyrir
sá ég að þetta væri nú sennilega hin sætasta planta bara.
"Cryptocoryne beckettii"
Myndir fljótlega.
Nú vantar mig bara eina plöntu sem búin er að vera á óskalista lengi.
Og það er lágvaxin þekjandi ....sá eina en féll ekki...... kannski næst.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Grunur leikur á að það sé komin Brúskahrygning.
Væri nú gaman ef rétt reyndist og tækist.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er algjörlega kominn tími að það lukkist hjá þér stórt skot.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja þá ætti ekki að vera langt í seiðin fari að kíkja út.
En það hefur aðeins sést í þau inni skipinu.
En bara brún svo það virðist vera að Albinoa kk sé undan brúnu foreldri.
Ég sem var að vona að fá Albinoa seiði.
Nú er bara að sjá hvort eitthvað lifir.
Ætla að sjá til með fjöldann og ef ég næ að veiða eitthvað þá datt mér í hug
að setja nokkur í búrið hjá Gúbbunum og í flotbúr í þessu búri.
Gera tilraun með að eitthvað lifi af þessu.
En nú er bara að bíða og sjá.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Seiðin byrjuðu að kíkja út 17. jan alveig eins og eftir bókinni :) 2 vikur.
Veiðar hafa staðið yfir og er ég búin að veiða 20 seiði og setja í flotbúr.
Vona að það sé málið.
Öll seiðin eru brún sem segir manni það að kallinn er blandaður.
Seinast sáust bara 12 seiði.

Nú er bara spurning hvað er best að fóðra þau á ?
Er ekki bara málið að setja gúrkusneið í flotbúrið ?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Algjörn snilld.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Vona það :)
Mætti alveg takast núna að halda lífi í þessum krílum.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

er ekki kerlan brún ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jú kellan er brún.
Ræður hún semsagt litavalinu ? (eru móðurgenin ríkjandi?)
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

nei móðurgen kemur engu við í þessu tilfelli
albino genið er víkjandi
en ef seiðin eignast seiði saman færðu 25% albino
ef þú setur karlinn á seiði þá færðu 50% albino

auðvitað getur munað einu til eða frá en í magni er þetta útkomann

Orginal liturinn er AA
albino er aa
seiðin undan þeim verða Aa
og þar sem A er ríkjandi þá verða öll seiðin brún

síðan ef 2 stk Aa eignast afkvæmi þá verður útkoman ( seiðin)
25% AA
50%Aa
25%aa
= 75% original
=25% albino

Síðan ef pabbinn aa og seiði undan honum Aa hrygna
þá kemur
50% Aa = original
50% aa = albino

og sama gerist síðan ef seiðin undan þessum eignast seiði 50/50
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Takk fyrir þennan fróðleik Guðmundur.
Sannarlega skemmtilegt að stúdera svona.
(þetta er nefnilega dáldið öðruvísi hjá rollunum :) )
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ef allar kindurnar væru eins þá væru sömu lögmál í gangi
en íslenska kindin er í mörgum litum og eins er mismunandi hvort hún sé með horn eður ei

Í fiskunum er td. guppy frekar flókinn vegna þess hversu margar útgáfur eru til td. mismunandi litur á búk grár hvítur gulur blár og hálf svartur búkur mismunandi stærð og form á sporði og bakugga
og þar eru formúlurnar miklu flóknari
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja enn er megnið af seiðunum á lífi.
Ekki nema 2 dauð en 6 eru eitthvað skrítin ?
Virðast vera með einhverskonar ruglu ....ráða ekki við sig og eru aðallega á hvolfi.
Gæti verið að vatnsgæðin séu orðin óhagstæð fyrir þau en það er komið að skiptum.
Vona ég að mér takist að gera þau án þess að drepa allt.
Hef verið að gefa þeim gúrku og virðast þau öll kíkja á hana.
2 seiði eru enn í búrinu. Það virðist endalaust hafa verið af seiðum.
En mér telst til að í heildina séu þetta 40 stk. sem komu úr þessari hrigningu.

Er eitthvað annað sem ég ætti að gefa þeim ?
Eitthvað fóður ?
Borgar sig eitthvað að gefa þeim botntöflur ?
Er ekki bara gúrkur málið ?
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Ekki hefur nú verið mikið að gerast í búrinu eftir seiðaævintýrið í vetur.
Bara 1 seiði komst upp .....en það er jú betra en ekki neitt.
Svo eins og kannski hjá fleirrum er maður ekki að slíta sér of mikið út að veseni kringum búrin á þessum tíma.
En tók mig til um daginn og grisjaði vel og ryksugaði og skrúbbaði glerið.
Og auðvitað vatnsskipti.
Núna viku seinna er Brúskakallinn greinilega kominn með hrogn því hann hefur ekki komið út í 3 daga :)
Nú bíður maður bara spenntur.

Ef ég næ nú einhverjum seiðum til að skella í sér búr hvaða hitastig er hentugt ???
25°C ??
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Sama hitastig og er í búrinu
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja gerið allt eins og á að gera ......að ég taldi.
Setti hitara í búrið sem seiðin áttu að fara í og samstillti hitann í búrunum.
Passaði uppá vatnsgæðin og náði að veiða 16 seiði og setti í litla búrið (30L)
Núna hálfum mánuði seinna sést ekki neitt einasta seiði.
Sá að þau voru ekki öll dugleg að koma í gúrkuna og voru því innfallinn en önnur voru með matarbumbu.
Mikil spæling í gangi.
Næst ætla ég ekki að gera neitt :?
Bara að láta það ráðast hvernig fer.
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

ég prufaði síðast þegar ég var með svona seiði að veiða þau þegar þau eru rétt farinn að dökkna og setti í netabúr og hafði gúrkubita í því það lifðu öll hjá mér síðast. þar á undan gerði ég ekkert og þá drapst allt. Veiddi þau með því að nota slöngu og sjúga þau yfir í netabúr.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
rauðbakur
Posts: 35
Joined: 07 Jun 2010, 10:04
Location: álftanesi

Post by rauðbakur »

glæsileegt hjá þér :D
Post Reply