Bleikjur

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Bleikjur

Post by Bob »

ég er með smá pælingu. ég hef rosalega gaman af stangveiði og fer mjög reglulega í fluguveiði í hin ýmsu vötn og ár. bæði í silung sem og lax.

Einn sá staður sem ég fór hvað oftast á í fyrra var Þingvallavatn og veiddi ég þar á flugu.
Þar kemur fyrir að maður veiði svokallaða dverkbleikju. sem er fullvaxin um 8-10 cm. (þetta er ekki murta, heldur er þetta enn einn stofninn af bleykju) eða svo var mér allavega sagt af vönum veiðimönnum þarna

þannig að. mín pæling er sú. geta svona smábleikjur lifað í venjulegu fiskabúri með hitastig 24-27°c? hefur einhver reynslu af því? eða er þetta of mikill hiti fyrir þær? bleikjur eru nátturulega ránfiskar og lifa í köldum vötnum íslands. spurning hvort hún fengi ekki bara sjokk og dauðinn kæmi í heimsókn? any ideas?

væri nefnilega gaman að vera með 1-2 svona í 180l+ búri með fleiri fallegum fiskum :)
Ekkert - retired
Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

Post by Steini »

þeir eru með svona dvergbleikjur í verinu en þar eru þeim með það í 12-14 gráðum.
efa það að þær geti verið í svona heitu
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

eru þær ekki líka svo miklir sóðar? þá þyrfti mjög gott hreinsikerfi.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Urriði
Posts: 78
Joined: 10 Oct 2008, 15:30
Location: Rvk

Post by Urriði »

Fiskurinn sem að þú ert að tala um er murta. Er að veiða 80 daga á sumri og hef mikið vellt þessu fyrir mér.

Bleikjan er mikill kaldvatnsfiskur og stendur víða höllum fæti á Íslandi vegna hlýnandi loftlags. Ég tel miklu líklegra að þetta virki með urriða. Auk þess sem að bleikja úr Þingvallavatni yrði að vera vondur kostur sökum þess að Þingvalla vatn er 4-6 gráður allan ársins hring.

Urriði hefur verið fluttur inn og braggast úr um allan heim. Hann þolir heitara vatn. T.d. er mikið af urriða í Varmá í Hveragerði sem að er mjög heit á. Ætla pottþétt að láta á þetta reyna þegar að maður fær sér auka búr.

Varðandi að verða sér út um smávaxinn urriða er auðvelt að fara í Hafravatn að vori með flugustöng og nobbler og tína upp nokkra. Eru alveg við land að elta hornsíli þar sem að flugan er ekki komin almennilega á stjá.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

urriði. Fiskurinn sem ég er að tala um er ekki murta :) murta getur orðið allt í 15-20cm stór. dvergbleikja getur ekki orðið stærri en 8-10cm max og líta öðruvísi út. hef skoðað þetta og spurst mikið fyrir og þetta er það sem mér hefur oðið vitneskja um

en það væri já gaman kanski að hafa urriða í búri en hann verður bara of stór og er meiri ránfiskur heldur en bleikjan :)

Lindared: jú ættli það sé ekki rétt hjá þér :) bölvaðir sóðar þessir fiskar.

steini: hvaða veri?
Ekkert - retired
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Af öllum lax fiskum er Bleikja versti kosturinn til að láta reyna á þetta.
oft yfir áhveðin hitastig hættir hún að éta og legst á botnin..

enda oft kölluð Artic salmon.

uriði og lax koma til greina.en þú þyrftir að byrja með seiði og svo hækka hitan um sirka hálfa gráðu á dag,ég hef náð laxa seyði uppí 23-4 gráður.

ef þú ætlar að hafa þetta í lokuðu kerfi(ekki sírensli)þá þarftu mjög góða dælingu og mjög öfluga súrefnismettun á vatninu.það má ekki fara undir 5 mg per lt annars fer fiskurinn í svo kallaða stress öndun og í lokuðu kerfi er það Game Over,þar sem hann klárar allt súrefnið ú vatninu þótt hann níti það ekki allt.

um að gera að safna bara fyrir aqarium chiller.þeir eru mjög dýrir en verð fer eftir stærð og gæðum.ég er sjálfur að safna og ætla nýta eithvað af orlofs peningnum í það project.
Urriði
Posts: 78
Joined: 10 Oct 2008, 15:30
Location: Rvk

Post by Urriði »

Ef að þú ert ekki að tala um murtu þá ertu að tala um það sem að kallað er gjábleikja og kemur mjög sjaldan fram í afla veiðimanna. Allar líkur á að þetta sé murta. Annars væri frábært að geta verið með eins svona í búri mjög fallegir fiskar.

Urriða stofnar eru mismunandi stórvaxnir og stækka að miklu leiti í samfloti við fæðuframboð. Ætti að vera spennandi að prófa með 300-500 lítra búr
Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

Post by Steini »

steini: hvaða veri?
Fiskrannsóknarstofa Hólaskóla
kallað Verið

eru með það í mjög háum hita og gefa oft til að ná fram hraðari vexti
(þeir eru bara með seiði)
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Annað sem ég ætla minnast á er að þetta verður alltaf erfiðara eftir stærð á fisknum.getur nánast gleymnt því að reyna þetta með fisk yfir 500gr.


Því meiri hiti því hraðar étur hann og stækkar.sóðar einnig meira út
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ok. :) flott er. hugsa að þetta nái þá ekkert lengra.

langaði bara að hafa svona dvergbleikju en þar sem það gengur víst ekki þá nær það ekki lengra hehe

Takk fyrir svörin :)

-------------------------------

Hugsa samt að ef maður ætli sér að ná laxaseiði eða urriðaseiði upp í góða stærð þá þurfi maður að hafa ágætis búr undir þá með góðum straum. og já eins og þú segir ulli góðu súrefni hehe. væri gaman að sjá svona project hjá einhverjum :)

Sá úti í mallorca þegar ég var lítill á einum veitingastað svona ca. 300L fiskabúr með u.þ.b. 10-15 Bleikjum í. voru ca. 4-5 pund hver. búrið var alveg troðið. og svo þegar einhver pantaði sér fisk þá var bara farið ofaní fiskabúrið og sótt eitt stk.... :roll:
Ekkert - retired
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

ég prófaði þetta um daginn fékk um 20 stk laxaseyði og 20 stk urriðaseyði frá 4-8 cm og var með þau í 21°C.
en ég hækkaði ekki hitann á einhverjum tíma heldur vandi þá bara við hitann á hálftíma úr c.a 15 °C,
var líka með nokkur hornsíli og litla flatfiska sem ég man ekki hvað heitir og mig minnir að það sem lifði lengst var eitt hornsíli í svona 50 tíma.

annars fóru laxarnir fljótt og urriðinn sem lifði lengst var í svona 46 tíma.
hins vegar þá hef ég haldið lífi í 3 stórum hornsílum við 24°C í 3-4 mánuði áður en ég prófaði þetta og þau þolas einnig saltvatn
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Aðal vandamálið er skortur á súrefni og hitinn
Kv. Jökull
Dyralif.is
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

ef maður er flinkur gæti maður pússlað saman einhverju kerfi með því að taka kælikerfið úr ískáp
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég sé fyrir mér einföldustu leiðina í kælingu vera að setja sump undir búrið og vera með sírensli af köldu vatni í gegnum spíral í sumpnum.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Eða bara sírennsli í búrið, kranavatnið er oftast í kringum 8 gráður :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
bonita
Posts: 87
Joined: 01 May 2007, 17:57

Post by bonita »

Ég var með 4 bleikjur í búrinu mínu um daginn. Með Síkliðunum mínum. Þetta gékk vel fyristu dagana enda búrið kalt átti ekki hitara þá..
Svo var hitarinn loksins kominn skellti honum í og ættlaði að hita búrið aðeins upp en gleymdi að lækka á hitanum yfir nóttina og þær láu með magan upp daginn eftir..haha smá klúður en alveg pottþétt að maður prufi þetta aftur:)
Post Reply