Verðmunur Dýrabúða
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Verðmunur Dýrabúða
Er svona að spá með verðmun
Ég sá T.d Poly Ornatipinnis í dýraríkinu og hann kostaði rétt um 25 þús kr,
Svo sá ég í Fiskó Ornatipinnis í sömustærð á 6900 kr.
Mér finnst þetta ekkert enginn smá verðmunur, getur þetta verið svona mikill verðmunur hjá byrgjum úti eða eru þeir að leggja svoldið vel á þetta hjá sér hérna heima hjá dýraríkinu.
Þetta er bara svona vangaveltur hjá mér.
Ég sá T.d Poly Ornatipinnis í dýraríkinu og hann kostaði rétt um 25 þús kr,
Svo sá ég í Fiskó Ornatipinnis í sömustærð á 6900 kr.
Mér finnst þetta ekkert enginn smá verðmunur, getur þetta verið svona mikill verðmunur hjá byrgjum úti eða eru þeir að leggja svoldið vel á þetta hjá sér hérna heima hjá dýraríkinu.
Þetta er bara svona vangaveltur hjá mér.
Ég var í dýraríkinu í dag og þar kostaði ornatipinnis rúmlega 32þús. Og gúbbí 1300-1500kr.. Stórkostleg skemmtun að skoða verðskránna hjá þeim
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Það versta er að það er allt of mikið af fólki sem er að byrja og kannast bara við Dýrastaríkið og fer þangað í startið og eiðir þar með mestu peningunum.
Annað er að svo nennir fólk oft ekki að gera verðsamanburð, td er ég búinn að selja fóður sem er 20-50% ódýrara en í verslunum en sárafáir nýta sér það, bara örfáir snillingar eins og Pippi.
Ég held að Dýraríkisverslunin í hrauninu hverfi fljótlega eftir áramót, það getur ekki verið raunhæft að halda úti svona stórri verslun og aldrei fleiri þar inni en í hinum litlu búðunum.
Annað er að svo nennir fólk oft ekki að gera verðsamanburð, td er ég búinn að selja fóður sem er 20-50% ódýrara en í verslunum en sárafáir nýta sér það, bara örfáir snillingar eins og Pippi.
Ég held að Dýraríkisverslunin í hrauninu hverfi fljótlega eftir áramót, það getur ekki verið raunhæft að halda úti svona stórri verslun og aldrei fleiri þar inni en í hinum litlu búðunum.
Þegar ég byrjaði að fá áhugann aftur á þessu fyrir um ári síðan, þá gat ég bara ekki ímyndað mér það að stærsta búðin væri með dýrustu fiskana. Ef ég hefði ekki farið á fiskaspjall og séð að fólkið hér var að fara mikið í fiskabúr, þá hefði ég ábyggilega farið í dýraríkið og keypt þar, en ákvað að kíkja líka í fiskabúr og skoða, og fékk bara sjokk þegar ég sá að allt var miklu ódýrara þar.
Svona er þetta með fólk eins og mig sem á heima útá landi, maður veit ekki neitt Ég held að dýraríkið fái mestu viðskiptin frá landsbyggðarfólkinu.
Svona er þetta með fólk eins og mig sem á heima útá landi, maður veit ekki neitt Ég held að dýraríkið fái mestu viðskiptin frá landsbyggðarfólkinu.
jæajæa
-
- Posts: 160
- Joined: 13 Nov 2006, 19:13
- Location: Akureyri - norðan við á
- Contact:
Svo er líka stórt vandamál þegar ríkið er eina dýrabúðin á svæðinu
Þekki nokkra sem hafa alveg gefist uppá fiskastússi hérna fyrir norðan, 3 síðustu innkaup mín í ríkinu hafa endað sama hátt. Háfurinn til að hirða upp dauða fiska
Verð samt að taka fram að búðin lítur mun betur út núna en hún gerði á tímabili þegar fiskarnir voru greynilega með einhverja veiki og dauðir fiskar á floti í búrunum.
Þekki nokkra sem hafa alveg gefist uppá fiskastússi hérna fyrir norðan, 3 síðustu innkaup mín í ríkinu hafa endað sama hátt. Háfurinn til að hirða upp dauða fiska
Verð samt að taka fram að búðin lítur mun betur út núna en hún gerði á tímabili þegar fiskarnir voru greynilega með einhverja veiki og dauðir fiskar á floti í búrunum.
Ömurlegt að standa í þessu en flestar verslanir hér senda vörur út á land þó þær standi sig misjafnlega vel í því. Ég hef heyrt að Trítla standi sig hvað best.Rúnar Haukur wrote:Svo er líka stórt vandamál þegar ríkið er eina dýrabúðin á svæðinu
Þekki nokkra sem hafa alveg gefist uppá fiskastússi hérna fyrir norðan, 3 síðustu innkaup mín í ríkinu hafa endað sama hátt. Háfurinn til að hirða upp dauða fiska
quote]
Norðanmenn þyrftu að hafa meira samband sín á milli til að geta skiptst á fiskum eða öðru innan hópsins og nýtt bæjarferðir betur. Group-buy væri líka fínn kostur, ég mundi alveg nenna að standa í að smala saman fiskum osf og koma í flug ef nokkrir tækju sig saman.
-
- Posts: 207
- Joined: 03 Jan 2008, 20:55
- Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára
Sá líka eheim 2080 á 100-110þús... Eðal dæla, en vá hvað þetta er rugl hátt verð.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gúbbí 1300-1500.hvaða djöfulsins rugl er þetta.allveg fáranlegt verð.keli wrote:Ég var í dýraríkinu í dag og þar kostaði ornatipinnis rúmlega 32þús. Og gúbbí 1300-1500kr.. Stórkostleg skemmtun að skoða verðskránna hjá þeim
mætti halda að þeir væru gull húðaðir.fyrir svona 10 árum var þetta nánast gefins..fara þarna og seija þeim að troða þessu öfugu upp í #"$%&&/ á sér
Bara þvæla
-
- Posts: 207
- Joined: 03 Jan 2008, 20:55
- Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára
já sá það líka og kassin leit nú ekki út fyrir að vera nýr þannig eflaust var þetta keypt inn á allt öðru gengi. Það er alveg fáranlegt hvað fólk er að nýta sér þetta gengisruglkeli wrote:Sá líka eheim 2080 á 100-110þús... Eðal dæla, en vá hvað þetta er rugl hátt verð.
Ég skil svo sem með vörur sem eru mikið að fara af eins og þar sem ég vinn seljum við varahluti í bíla og fl. og við greiðum ekki fyrir vöruna fyrr en 90 eftir að hún er keypt og þá þarf að sjálfsögðu að fylgja gegninu mjög stíft en með vörur sem lítið fer af og standa jafnvel í nokkra mánuði eða ár þá er ekki verið að hækka þá mikið en það er samt gert
en það sem ég er að reyna að segja er að ef þú átt vöru til á lager og búið að greiða byrgjanum fyrir hana hvernig er þá hægt að réttlæta verð hækkun á henni.
Birgir Örn
396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
Gæti vel trúað að þetta ævintýri hjá dýraríkinu í Garðabænum setji þá á hausinn, verður erfitt að losna undan skuldum vegna þessarar risaverslunar. Það hlýtur hver maður að sjá að fólk er ekki að fara að spreða 1200 kalli í gúbbí og tugum þúsunda í hreinsidælur.
Ef dýraríkið fer, þá verður það samt örugglega gott fyrir hinar verslanirnar og bjargar þeim vonandi í gegn um ástandið. Good ridance segi ég nú bara.
Ef dýraríkið fer, þá verður það samt örugglega gott fyrir hinar verslanirnar og bjargar þeim vonandi í gegn um ástandið. Good ridance segi ég nú bara.
Aðrar búðir hafa svosem verið að selja bæði eheim og arcadia, en vöruúrval dýraríkisins slá fáir út..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Minnsta mál fyrir búðir að panta þessa hluti, það er bara lítið sem enginn markaður fyrir þessu og fáir sem vilja kaupa aukahluti sem sitja lengi í hillunum
Þarft bara að leggja inn beiðni um að láta panta þetta fyrir þig með næstu pöntun sem verslunin tekur til landsins
Þarft bara að leggja inn beiðni um að láta panta þetta fyrir þig með næstu pöntun sem verslunin tekur til landsins
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Oftast vantar manni varahluti nú aðein fljótar en eftir 1-3 mánuði
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Já það er alveg rétt að manni vantar vara hlutina strax ef eitthvað bilar en ég skil líka að búðirnar vilja ekki liggja með þetta á lager
Mér hefur heldur ekki verið boðið það, ég spyr bara hvort það sé hægt að panta fyrir mig ef mig vantar eitthvað
Mér hefur heldur ekki verið boðið það, ég spyr bara hvort það sé hægt að panta fyrir mig ef mig vantar eitthvað
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
mig vantaði nú svona plast-sigti á inntakið á eheim dælu, endaði í dýraríkinu, þar sem þetta kostaði um 1200 kall!!! og það var áður en krónan fór til andskotans. Ég sleppti því að kaupa þetta og setti net af háfi yfir inntakið.
Pointið er, að á þeim verðum sem varahlutirnir eru á í dýraríkinu, þá er það varla til nokkurs að hafa þá aðgengilega þarna. Það er þó etv annað mál þegar vantar eitthvað stykki í mótorinn eða álika þannig að dælan virkar ekki án þess.
En ég held að brotthvarf dýraríkisins verði gott skref á gæludýramarkaðinum hérlendis. Þá þurfa allir þeir sem hafa ekkert velt fyrir sér hvert þeir ættu að fara að finna sér nýjan aðila til að versla við, það bjargar þá vonandi minni búðunum.
Pointið er, að á þeim verðum sem varahlutirnir eru á í dýraríkinu, þá er það varla til nokkurs að hafa þá aðgengilega þarna. Það er þó etv annað mál þegar vantar eitthvað stykki í mótorinn eða álika þannig að dælan virkar ekki án þess.
En ég held að brotthvarf dýraríkisins verði gott skref á gæludýramarkaðinum hérlendis. Þá þurfa allir þeir sem hafa ekkert velt fyrir sér hvert þeir ættu að fara að finna sér nýjan aðila til að versla við, það bjargar þá vonandi minni búðunum.
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Úff þessi dýraríkisbúð er alveg í ruglinu hvað varðar verðlagningu :S ég fer samt stundum þangað bara til að kíkja á úrvalið og þá vel ég Garðabæjarverslunina En ég kaupi aldrei neitt þarna og ef það gerist þá er það algjör undantekning og ekki einhverjir fokdýrir gúbbýjar
En ég fór þarna bara á föstudaginn og sá þá 37 lítra svona fimmkanta eða sexkanta búr með loki og dælu á 40 þús ég bara missti andlitið smá. Fannst það svona frekar mikið fyrir ekki stærra búr :S Þorði ekki að kíkja hvað stærri búrin kosta þá :S kosta örugglega uppundir milljón
En ég fór þarna bara á föstudaginn og sá þá 37 lítra svona fimmkanta eða sexkanta búr með loki og dælu á 40 þús ég bara missti andlitið smá. Fannst það svona frekar mikið fyrir ekki stærra búr :S Þorði ekki að kíkja hvað stærri búrin kosta þá :S kosta örugglega uppundir milljón
200L Green terror búr
Dýraríkið hefur alltaf verið í dýrari kantinum eins og ég man eftir henni þegar ég var að byrja. Ég get þó sagt það að þegar ég var að byrja í bransanum þá voru þarna góðir og fróðir strákar sem gátu leiðbeint manni í rétta átt og verð ég sérstaklega að þakka þeim það þeim ( Kidda og Gunnsa ) sem gera alltaf það besta fyrir mann og taka á móti manni með bros á vör. Dýragarðurinn er stutt frá Dýraríkinu á Grensás og beini öllum mínum viðskiptum oftast þangað enda bara fyrsta floks menn þar á ferð.
reyndar má nú ekki gleyma einu smáatriði þessa dagana að evran er okkur ekki í hag
ég var að skoða pöntunar lista frá mínum heildsala og ef ég væri að flytja inn fiska núna væri guppy á 1000-1400
platy á 1300-2000 eftir lit
því miður held ég að allar búðir eigi eftir að verða mun dýrari vegna þessa þegar nýjar sendingar koma inn
en ljósið í myrkrinu er það að núna ætti að vera komin markaður fyrir heimaræktun
ég var að skoða pöntunar lista frá mínum heildsala og ef ég væri að flytja inn fiska núna væri guppy á 1000-1400
platy á 1300-2000 eftir lit
því miður held ég að allar búðir eigi eftir að verða mun dýrari vegna þessa þegar nýjar sendingar koma inn
en ljósið í myrkrinu er það að núna ætti að vera komin markaður fyrir heimaræktun
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
skemmtileg heimasíða