Salt vs. ferskt

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Salt vs. ferskt

Post by Vargur »

Tekið úr þessum þræði
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=450&start=30
gudnym wrote:afhverju ferskvatn? ég er komin með nóg af því hef verið með ferskvatns frá því ég var 11 ára semsagt 9 ár mér fynst sjávar mykklu flottara en ég er reynda mér ferskvatn líka bara í 50 L búri. en mér fynst svo mikklu meiri persónuleiki í sjávarfiskunum heldur en ferskvatn ég er mjög spes einu fyskarnir í ferskvatninu eru gúbbí og neon tetrurnar. en það eru fullt af flottum sjávarfiskum:P Þetta er nátla bara smekksatriði.
gudnym wrote:mér fynst þetta bara ég hef aldrey séð neinn ferskvatns fisk sem mér fynst eikkað flottur. enn já eins og ég seiji allir hafa sinn smekk og ég er mjög spes bara í öllu þannig já. :D ég hef kanski bara ekki séð alla ferskvatn fiska sem er verið að selja hérna...
Ég vildi ekki halda áfram að skemma myndaþráðinn okkar fína þannig ég bý nýjan þráð.

Eitt af því sem fer hvað mest í taugarnar á mér er þegar fólk seigir að ekki séu til fallegir ferskvatnsfiskar og saltið sé eina leiðin til að eiga fallega og litríka fiska.
Ég hef ekkert á móti salti þó það heilli mig ekki, mér þykja fiskarnir óspennandi en annað lífríki heillar mig samt, td. krabbar og allskyns furðuskepnur.
Ferskvatnsfiskar þykja mér miklu meira spennandi, meiri karakterar og almennt skemmtilegri.
Ég hef aldrei átt saltvatnsbúr en hef séð mörg, mér þykja þau í flestum tilfellum einhæf og lík hvort öðru og í nánast öllum tilfellum eru sömu fiskarnir í þessum búrum.

Mér þykir með ólíkindum að einhver sem hafi verið með fiska í 9 ár kannist ekki við annað en guppy og neon tetrur. Reyndar er neon tetran að mínu mati einn fallegasti fiskur sem til er.

Image Image

Image Image

Image

Hér eru nokkrar myndir af ferskvatnsfiskum úr minni eigu sem ég tel standa flestum sjávarfiskum jafnfætis í útliti og sannarlega í karakter.
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

Mér finnst saltið alveg flott en alveg til í því sem vargur segir að salt búrinn séu öll nánast eins allavega lítill munur á milli búra og sömu 4-5 fiskarnir í þeim flestum.

Ferskvatnið bíður að mínu mati upp á mikklu fleiri möguleka á útliti og íbúum.

vill taka það fram að ég hef ekki mikið vit á saltinu nema það sem ég hef
séð & heyrt.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Svo sammála, sjávarbúr eru flott og þá er það flotta allir kórallarnir og það allt sem hægt er að hafa, ekki endilega fiskarnir. Finnst flestir vera með Nemó og eitthvað svoleiðis. Einnig þegar maður fer í dýrabúð þá eru alltaf sömu 10 tegundirnar eða eitthvað álíka og lítið úrval. En í ferskvatninu er eitthvað svo mikið úrval af fiskum og í öllum stærðum og gerðum og mikið af tegundum í hverri stærð :P
200L Green terror búr
gudnym
Posts: 142
Joined: 01 Apr 2008, 13:39
Location: Keflavík

Post by gudnym »

já það er reyndar alveg satt að það eru flest allir með nemo dory og þá en það sem mér fynst mest spennandi að það eru rækjurnar krossfiskanir krabbarnir og það allt saman. eins og þessar myndir hér ofar sem vargu sendi inn mér fynst furstu 2 alltí lagi enn restin ekkert spes þannig er ég bara. :P ég fletti í geggnum ferskvatn og sjávarfiska inná síðunni hjá tjorva og skoðaði öll spjöll sem ég veit um áður enn ég skipti yfir í sjávar og mér fanst sjávarf bara mikklu flottari þannig ég skelti mér bara í þetta og er mjög sátt með útkomunina.
repp
Posts: 58
Joined: 07 Dec 2006, 19:09

mitt álit

Post by repp »

....verð að segja að ..þetta með karakterinn og fegurðina, meiri í salti en fersku....arg.. vinkona min átti óskar sem hét Kopernikus og hann var ekki bara handmataður heldur hagaði hann sér nánast eins og hundur.. honum var klappað og strokið ...það var nánast fáránlegt hvað hann var gæfur og hændur að eiganda sínum.. ég sé ekki mikinn kaakter í sæfiflum en ég þekki ekki saltið af eigin raun ...og langar ekki að skipta, er algjörlega, yfir mig, heltekin af sikliðum :lol:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er eitt sem veldur þessari fáfræði að það hefur alveg vantað almennileg ferskvatns sýningabúr í verslanir, yfirleitt eru búðirnar með flott sjávarbúr og því eðlilegt að fólk sem er ekki mikið inn í þessu haldi að einu fallegu fiskarnir séu sjávar þegar í sölubúrunum eru bara hálfvaxnir litlausir smáfiskar meðan allt iðar af lífi og litagleði í sjávarsýningabúrinu og ekki skemmir lýsingin þar heldur.

Þegar ég var í Fiskabur.is kom stundum fólk inn sem vildi bara sjó vegna þess að það hélt að það væri eini möguleikinn til að eignast fallega og sérstaka fiska og þegar að maður leiddi það í gegnum sýningasalinn þar héldu margir að þar væri bara sjór en þegar maður upplýsti um að einungis væri ferskvatn í búðinni urðu margir undrandi enda ekki vanalegat að sjá í verslunum alvöru Malawi mbuna og utaka búr, 800 lítra búr með fullvöxnum frontosum, hálfsmetra langa arowönu, pacu sem gæti mettað heila fermingaveislu og risastóran pangasius sem gleypir 15cm piranha í einum bita.

Ég er nokkuð sannfærður um að ef aðal sýningabúrin í verslunum væru gullfalleg og vel hirt gróðurbúr væri saltáhuginn mun minni.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Vargur wrote:Það er eitt sem veldur þessari fáfræði að það hefur alveg vantað almennileg ferskvatns sýningabúr í verslanir, yfirleitt eru búðirnar með flott sjávarbúr og því eðlilegt að fólk sem er ekki mikið inn í þessu haldi að einu fallegu fiskarnir séu sjávar þegar í sölubúrunum eru bara hálfvaxnir litlausir smáfiskar meðan allt iðar af lífi og litagleði í sjávarsýningabúrinu og ekki skemmir lýsingin þar heldur.

Þegar ég var í Fiskabur.is kom stundum fólk inn sem vildi bara sjó vegna þess að það hélt að það væri eini möguleikinn til að eignast fallega og sérstaka fiska og þegar að maður leiddi það í gegnum sýningasalinn þar héldu margir að þar væri bara sjór en þegar maður upplýsti um að einungis væri ferskvatn í búðinni urðu margir undrandi enda ekki vanalegat að sjá í verslunum alvöru Malawi mbuna og utaka búr, 800 lítra búr með fullvöxnum frontosum, hálfsmetra langa arowönu, pacu sem gæti mettað heila fermingaveislu og risastóran pangasius sem gleypir 15cm piranha í einum bita.

Ég er nokkuð sannfærður um að ef aðal sýningabúrin í verslunum væru gullfalleg og vel hirt gróðurbúr væri saltáhuginn mun minni.
Þetta er svo satt, alltaf voðalega falleg sjávarsýningarbúr :S afhverju hafa verslanir ekki líka ferskvatnasýningarbúr, svona til að sýna muninn. Ferskvatnið getur verið svo flott og fiskarnir alveg hrikalega fallegir margir hverjir. Eina sem að ég sé við saltvatn að þá getur maður haft Nemó :P annars er þetta oft dýrara og meira vesen með saltvatnið enda ekki hægt að skrúfa frá krananum og komið fínasta vatn í búrið :P En ég er hrifin af ferskvatninu og nóg um að velja í það af allskonar litríkum og flottum fiskum :D maður þarf ekki salt til að hafa fiskana litríka og fallega :) það hefur maður séð hérna á spjallinu hehe :P
200L Green terror búr
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

saltið er dyrt.það er ástæðan.þetta geingur út á sölu.
gudnym
Posts: 142
Joined: 01 Apr 2008, 13:39
Location: Keflavík

Post by gudnym »

eins og vargur er að tala um þessa stóru fiska mér langar ekki að hafa eithverja ísu í búrinu mínu mér langar að hafa svona 10-15 cm stóra fiska mest og líka já mér langar í nemó :P ef ég færi út í ferskvatnið aftur þá myndi ég öruglega filla búrið af pirana :D mér fynst þeir geggt töff líka enn ég myndi ekki þora að þrífa búrið þeir myndu éta mig eða eikkað. ég er skít hrædd við ryksuguna sem er í ferskvatnbúrinu og hún ert aðeins 5-7 cm :D mér fynst líka að hafa alla þessa kórala og það allt sem kemur eftir sumarið til mín vera geðveikkt flott æji ég veit ekki ég er bara svona
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Ef að þú hefur horft á Nemó myndina eins og ég hef uþb hundrað sinnum (ég á 3ja ára og 5 ára) þá er pínulítið kjánalegt að finnast það eftirsóknarvert að vera með fanga sem hafði barist í gegnum klóakið til að komast í frelsið í sjónum! (Ég held mig við ferskvatnið!) :rosabros: "Nei sjáðu Nemó! Við náðum honum aftur!!)
Last edited by gudrungd on 13 May 2008, 23:50, edited 1 time in total.
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Ég sjálf er voðalega hrifin af bæði salti og ferskvatns fiskum :)

Er með ferskvatns núna því ég einfaldlega treysti mér ekki í saltið því það virðist vera eitthvað flókið..skilst mér, hef ekki einu sinni þorað að gá hversu flókið.
En kannski í framtíðinni 8)
Maður minn vill hafa saltið og við vitum um einn fisk sem okkur langar rosalega í sem yrði þá fyrsti fiskurinn.
Ég því miður veit ekki hvað hann heitir en ég skal lýsa honum eins og ég get.

Hann er eldrauður með svarta grímu...já búið hehe
Hann felur sig og það er eins og hann fylgist með mannfólkinu þegar þau labba framhjá og það er eins og hann standi. Svo eins og sand...oh..sand..úps..eitthver sandfiskur :?
En svo þegar maturinn kemur skýst hann eins hratt og hann getur upp, ef hann er á miðri leið og finnst tækifæri ekki gott skýst hann niður á ný og bíður eftir góðu tækifæri til að næla sér í mat, og hann er nú ekki lengi að því.
Það er fyndinn karakter. En annars eins og er, finnst mér allir saltvatnsfiskar(sem eru fáir hér á íslandi þannig að ekki veit maður mikið) voðalega eins.
Og auðvitað er planið að fá finding nemo liðið :shock: plúss einn humar sem ég sá í fyrsta sinn í dýraríkinu í dag þar sem blómaval er. Hann er rosalega flottur og duglegur að þrífa sandinn!

En ferska liðið. Er voða hrifin af mest öllum tegundum og þá meina ég þessi smærri. Ekki hrifin af þessum stóru.
Eins og t.d. langar mér í black gosth minnir mig að hann heitir. með hvolpa haus hahaha svooooo sætur.

En með sýningarbúr.
Bæði í Dýraríkinu á miðhrauni og Skútuvogi eru falleg ferskvatnsbúr með fullt af fallegum fiskum....þessu litlu enga stóra, nema stóra stóra ryksugan.
Dýraríkið á miðhrauni hefur líka saltvatns sýningar búr og Dýraríkið á Grensásvegi er með eitt ferskvatn sýningar búr með óskurum, catfish og fleirum, en það er út í horni. lélegur staður.

En ég styð þetta allt :D
Og eins og venjulega skrifaði ég of mikið :oops: 8)

p.s. gudrungd hefur góðan punkt hehehe
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég segi það sama og Rós:
einfaldlega treysti mér ekki í saltið því það virðist vera eitthvað flókið..skilst mér, hef ekki einu sinni þorað að gá hversu flókið.
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Ég er bæði með saltvatns- og ferskvatnsbúr og saltið er ekki það flókið þegar að maður er kominn út í þetta. Það er dýrara og öðruvísi rútínur í kringum það en alveg svipað mikið mál.
Það sem að mér finnst saltið hafa fram yfir ferskvatnið eru kórallar. Mér finnst ekkert fallegra en að sjá stórt búr troðfullt af vel upp settum kóröllum. Og mér er þá alveg sama hvort að það séu fiskar í því eða ekki :)
Svo er sama hvað fólk segir, það er hægt að fá fiska í saltinu sem að eru með miklu afgerandi litum en í ferskvatninu. Auðvitað eru til ótrúlega litamiklir og fallegir fiskar í ferskvatninu, en ekki eins fáránlega sterkir litir.
Á móti kemur að það er hægt að fá svo marga skemmtilega fiska í ferskvatninu fyrir svo tiltölulega lítinn kostnað, og auðvelt að fá marga hverja til að fjölga sér (sem að hjá mér er aðalhobbýið hjá mér, ekkert skemmtilegra en að koma upp seyðum) :P Og auðveldara að nálgast plöntur í ferskvatninu, fátt jafn fallegt og vel upp sett gróðurbúr með fallegum fiskitorfum :)
gudnym
Posts: 142
Joined: 01 Apr 2008, 13:39
Location: Keflavík

Post by gudnym »

ég er alveg sammála garbríel mér fynst bara geðveikt að sjá búr mðe fullt af kórulum og já þetta er ekkert það mikið vesen þegar maður er komin inn í þetta ég hélt að þetta yrði mikklu meiri vinna
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Mínu mati eru 3 flokkar í salti.þeir sem hallast að kórullum og eru eingaungu með kóralla.svo skraut sjávarbúr er kanski með nokra kóralla en mikið af litskrúðum litlum sjávar fiskum.svo sá flokkur sem mér finst skemtilegastur er fish only.ég reyndar var að rembast að hafa kórala méð minum sea Monsters og gek það ágætlega.þetta er ekkert ósvipað ferskvatninu í sambandi við flokka.skrautfiskabúr/friðsamar sicliður.Gróðurbúr.svo eru monster búrinn.eina sem tildæmis grouperannir sem ég var með höfðu framm yfir þessi ferskvatns monster voru litinnir skuggalega flottir sumir hverjir og jafvel eins hændir og gáfaðir og óskar.eða kanski að það sé bara matar ást :lol:

en það er bara svo miklu meira í kringum þessi sjávar búr þú ert alltaf að finna nýjar lífverur.tld að lísa vasaljósi inní sjávarbúr um nóttu er magnað hvað maður getur fundið skryðandi eftir botninnum.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ulli wrote:en það er bara svo miklu meira í kringum þessi sjávar búr þú ert alltaf að finna nýjar lífverur.tld að lísa vasaljósi inní sjávarbúr um nóttu er magnað hvað maður getur fundið skryðandi eftir botninnum.
það er margt rétt í þessu og eins er rétt að benda fólki á að prufa að lýsa með vasaljósi inn í gamlar innréttingar og skápa að nóttu og sjá hvað margt spennandi skríður þar um hehe
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

ehem silfurskottur þrifast mjög vel í raka tld í kringum fiskabúr :twisted:
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Post by Cundalini »

Ég hef verið með sjávarfiska tvisvar sinnum, fyrst 96-98 og seinna skiptið 03-05. Í fyrra

skiptið var ég með monstera, hákarl, múrenu, engla, grúpper, trigger, tanga, lionfish og

svo framvegis. Það lifði ekkert nonfish í búrinu, þeir bókstaflega drápu allt, ja nema

einhvern krossfisk. Þetta voru rosalega flottir fiskar, ég eyddi svoleiðis fúlgu fjár í

þetta, litirnir í englunum voru æðisleggir, ég er viss um að þetta hafi verið flottasta búr

á landinu 96(hehe smá grobb). En án gríns, ef að við berum samman liti í sjávarfiskum og

ferskvatnsfiskum, þá eru sjávarfiskar miklu flottari. Það eru aðalega malawi fiskar sem

geta keppt við þá í litum en vandamálið með þá er að sumar tegundirnar eru alls ekkert

flottar og eða að kerlingarnar eru bara plain brúnar. Oft vilja þessir fiskar missa litina

t.d. Aulonacörur.
Í seinna skiptið var ég með minni fiska, trúða, triggera, damsela, tanga og eitthvað

fleira. Ég var samt áfram með ferskvatnsfiska í það skiptið, í fyrra skiptið var ég bara

með sjávarfiska.
Margir af þessum fiskum eru æðislegir karektarar, t.d. triggerarnir og harlequin tusk. Ástæðan

fyrir því að ég hætti með þá er að ég einfaldlega varð leiður á þeim. Þetta er eins og með

monster-fiskanna sem sumir hérna eru með, risastórt búr en bara hægt að hafa ákveðið marga

fiska og þarf að fækka þeim eftir sem að þeir stækka. Ekki er nú hægt að hrópa húrra fyrir

litunum í ferskvatnsmonster fiskunum. Svo er líka að maður verður hreinlega leiður á að

horfa alltaf á þessu sömu fáu fiska aftur og aftur, tala nú ekki um það ef að maður er búinn að vera með þá í mörg ár.
Annað sem var að er að það eru ekki til neinar sugur í sjónum þannig að maður þarf að vera

að skafa glerið í tíma og ótíma.
Svo er það verðið sem er náttúrulega fáránlegt og í seinna skiptið fékk ég einhvern

djöfulsins hárþörung í búrið sem að óx eins og versta pest og ég komst aldrei yfir.

Það er jafn misjafnt með sjávar og ferskvatnsfiska með karakter í fiskum, siklíður hafa karakter en t.d. tetrur og gullfiskar ekki, í sjávarbúri fannst mér triggerinn skemtilegur en t.d. lionfish og hákarl enginn karakter
Nokkrir fiskar sem ég var með:
Image
Harlequin tusk
Image
Pomacantus imperator
Image
echidna nebulosa
Image
Blue face
Image
Lactoria cornuta
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég ætla ekki að hafa neina skoðun á þessu, mér finnst bara að fólk geti prófað bæði og dæmt svo um sjálft hvort því finnst skemmtilegra.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Cundalini wrote: En án gríns, ef að við berum samman liti í sjávarfiskum og ferskvatnsfiskum, þá eru sjávarfiskar miklu flottari.
Hvað er flott er smekksatriði.
Flest sjávarbúr minna mig á Gay-pride og það er nóg að sjá það einu sinni á ári.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Vargur wrote:
Cundalini wrote: En án gríns, ef að við berum samman liti í sjávarfiskum og ferskvatnsfiskum, þá eru sjávarfiskar miklu flottari.
Hvað er flott er smekksatriði.
Flest sjávarbúr minna mig á Gay-pride og það er nóg að sjá það einu sinni á ári.
he he he
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Vargur wrote:Flest sjávarbúr minna mig á Gay-pride og það er nóg að sjá það einu sinni á ári.
:rofl:
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Yawn :roll:
User avatar
Herra Plexý
Posts: 208
Joined: 11 Jan 2007, 13:17
Location: Vogar.
Contact:

Post by Herra Plexý »

Þið eruð allir klikk og viljið ekki viðurkenna að sjórinn rúlar, bara afþví að þið kunnið ekki og getið ekki haft sjávarbúr. :P

Ég er á leiðinni í saltið aftur, bara spurning hvenar, ekki hvort.
Svo mikið til að gera, svo lítill tími.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Er sammála herra plexý, ég var ekkert svo spenntur fyrir saltinu fyr en ég prufaði það og núna er ég alveg hooked! Þannig að lykilatriðið er að try it be fore you judge it ;)

Fiskar, kóralar og allt lífríkið í búrinu, allt saman of spennandi
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég læt saltbúrið niðrí vinnu bara duga.. :)
Last edited by keli on 28 Sep 2008, 12:22, edited 1 time in total.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

keli wrote:Ég læt saltdúrið niðrí vinnu bara duga.. :)
bara duga já hmhm.hvenar ætlaru að pósta myndum af þessu?
User avatar
Herra Plexý
Posts: 208
Joined: 11 Jan 2007, 13:17
Location: Vogar.
Contact:

Post by Herra Plexý »

Svo mikið til að gera, svo lítill tími.
User avatar
Herra Plexý
Posts: 208
Joined: 11 Jan 2007, 13:17
Location: Vogar.
Contact:

Post by Herra Plexý »

Og fyrir þá sem ekki hafa Reefcentral aðgang:

http://www.flickr.com/photos/ccpaquarium/
Svo mikið til að gera, svo lítill tími.
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Post by Cundalini »

Vargur wrote:
Cundalini wrote: En án gríns, ef að við berum samman liti í sjávarfiskum og ferskvatnsfiskum, þá eru sjávarfiskar miklu flottari.
Hvað er flott er smekksatriði.
Flest sjávarbúr minna mig á Gay-pride og það er nóg að sjá það einu sinni á ári.
Ég persónulega sleppi því bara að fara á Gay-pride.
En ef að þér finnst neontetran einn fallegasti fiskur sem til er, þá ertu bara búinn að finna þinn sess í fiskabransanum
Post Reply