http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=450&start=30
gudnym wrote:afhverju ferskvatn? ég er komin með nóg af því hef verið með ferskvatns frá því ég var 11 ára semsagt 9 ár mér fynst sjávar mykklu flottara en ég er reynda mér ferskvatn líka bara í 50 L búri. en mér fynst svo mikklu meiri persónuleiki í sjávarfiskunum heldur en ferskvatn ég er mjög spes einu fyskarnir í ferskvatninu eru gúbbí og neon tetrurnar. en það eru fullt af flottum sjávarfiskum:P Þetta er nátla bara smekksatriði.
Ég vildi ekki halda áfram að skemma myndaþráðinn okkar fína þannig ég bý nýjan þráð.gudnym wrote:mér fynst þetta bara ég hef aldrey séð neinn ferskvatns fisk sem mér fynst eikkað flottur. enn já eins og ég seiji allir hafa sinn smekk og ég er mjög spes bara í öllu þannig já. ég hef kanski bara ekki séð alla ferskvatn fiska sem er verið að selja hérna...
Eitt af því sem fer hvað mest í taugarnar á mér er þegar fólk seigir að ekki séu til fallegir ferskvatnsfiskar og saltið sé eina leiðin til að eiga fallega og litríka fiska.
Ég hef ekkert á móti salti þó það heilli mig ekki, mér þykja fiskarnir óspennandi en annað lífríki heillar mig samt, td. krabbar og allskyns furðuskepnur.
Ferskvatnsfiskar þykja mér miklu meira spennandi, meiri karakterar og almennt skemmtilegri.
Ég hef aldrei átt saltvatnsbúr en hef séð mörg, mér þykja þau í flestum tilfellum einhæf og lík hvort öðru og í nánast öllum tilfellum eru sömu fiskarnir í þessum búrum.
Mér þykir með ólíkindum að einhver sem hafi verið með fiska í 9 ár kannist ekki við annað en guppy og neon tetrur. Reyndar er neon tetran að mínu mati einn fallegasti fiskur sem til er.
Hér eru nokkrar myndir af ferskvatnsfiskum úr minni eigu sem ég tel standa flestum sjávarfiskum jafnfætis í útliti og sannarlega í karakter.