Veikir malawi fiskar

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Tigra
Posts: 42
Joined: 18 Sep 2008, 10:40

Veikir malawi fiskar

Post by Tigra »

Við erum með 95 lítra búr með 5 malawi fiskum, tveim ryksugum og einum humri.
Við erum með frontósu, johannii og maingano og svo tvo fiska sem ég veit ekki alveg hvað heita, en líta svona út:

Image

Annar þessara fiska byrjaði að synda í hringi í gærkvöldi, synda á hlið og "krassa" á hluti. Lenti t.d. í eitt skiptið á humrinum, hvorugum til mikillar gleði.
Hann lá svo á botninum og synti örlítið áfram hægt og hægt, en við náðum þá að veiða hann upp úr og setja hann í dollu með vatni í og þar dó hann.
Síðan í morgun var hinn svona fiskurinn dáinn.

Við erum búin að leita að öllum fjandanum sem getur verið að, og ég fann rækjubita á botninum á búrinu sem voru svona eiginlega "púffaðir".
Við neyðumst til að gefa þeim það mikið svo eitthvað detti á botninn handa humrinum (lentum í því fyrst að humarinn var svangur og kleip mikið í frontósuna) en getur verið að þetta sé að menga búrið?

Það er ekki langt síðan við skiptum um vatn, - eða bara núna á mánudaginn, um svona 30-40%.

Hinir fiskarnir veigra sér núna við að vera í miðjunni á búrinu og eru allir útí horni hjá dælunni.
Humarinn var þar líka lengst af, en er núna búinn að færa sig í hinn endann á búrinu.

Er nóg fyrir okkur að kaupa ryksugu og ryksuga upp botninn?
Eða gæti þetta verið einhver sjúkdómur?
Hvernig gefum við svo humrinum að éta ef við ryksugum allt upp af botninum?

Með fyrirfram þökk
Tigra
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta eru julidochromis

Það má alls ekki láta rækjur liggja í búrum því þær menga mjög fljótt. Mjög líklegt að fiskarnir hafi bara verið viðkvæmari en hinir fyrir menguninni og drepist útaf því. Skiptu um vatn asap og fylgstu með hinum fiskunum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Tigra
Posts: 42
Joined: 18 Sep 2008, 10:40

Post by Tigra »

Ég skipti um vatn í dag og í gær.
Var sagt í gæludýrabúð að þetta væri nitrat eða ammoniak eitrun eða e-ð.
Var látin fá lyf og setti smá salt líka.

Núna er Johannii fiskurinn fárveikur og orðinn grásvartur í framan.
Heldur engu sund-jafnvægi og liggur núna á botninum, næstum á hliðinni.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Skipta um allt að 50% af vatninu næstu dagana og sjá hvort þetta lagist ekki. Henda líka salti í, 1-2gr á lítra.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Re: Veikir malawi fiskar

Post by Hrafnkell »

Tigra wrote: Er nóg fyrir okkur að kaupa ryksugu og ryksuga upp botninn?
Skil ég rétt að þú sjúgir aldrei drullu upp úr botninum?
Ef það er rétt skaltu drífa þig í næstu gæludýrabúð, fá þér botn ryksuguslöngu og drífa í því að skipta um vatn með henni og sjúga upp úr botninum. Þetta skaltu gera nokkru sinnum næstu daga.

Þú þværð aldrei síuna er það heldur?
User avatar
Tigra
Posts: 42
Joined: 18 Sep 2008, 10:40

Post by Tigra »

Þarf ég að leysa saltið upp fyrst eða get ég sett það beint í búrið?
User avatar
Tigra
Posts: 42
Joined: 18 Sep 2008, 10:40

Re: Veikir malawi fiskar

Post by Tigra »

Hrafnkell wrote:
Tigra wrote: Er nóg fyrir okkur að kaupa ryksugu og ryksuga upp botninn?
Skil ég rétt að þú sjúgir aldrei drullu upp úr botninum?
Ef það er rétt skaltu drífa þig í næstu gæludýrabúð, fá þér botn ryksuguslöngu og drífa í því að skipta um vatn með henni og sjúga upp úr botninum. Þetta skaltu gera nokkru sinnum næstu daga.

Þú þværð aldrei síuna er það heldur?
Ég er nú bara búin að eiga búrið í 2 vikur. Hefur ekki komið til þess að við höfum þurft að þrífa mikið.
Höfum þrifið síuna samt einu sinni.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Re: Veikir malawi fiskar

Post by Hrafnkell »

Tigra wrote: Ég er nú bara búin að eiga búrið í 2 vikur. Hefur ekki komið til þess að við höfum þurft að þrífa mikið.
Höfum þrifið síuna samt einu sinni.
Til hamingju með búrið. En þú skalt ekkert vera að þrífa síuna.
Það gerir illt verra. Bara skola hana 1 sinni í mánuði úr vatni sem þú tókst úr fiskabúrinu.

Lestu þetta hér.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þú getur sett saltið beint í búrið.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Tigra
Posts: 42
Joined: 18 Sep 2008, 10:40

Post by Tigra »

Johannii-inn er dauður.

Maingano-inn og humarinn eru að fela sig saman, en virðast sprækir, amk miðað við aðstæður.

Frontoósan er svo líka að fela sig þannig að það er erfitt að fylgjast með þeim, en hún virðist líka vera í lagi... án þess þó að ég viti það. Johannii virtist í lagi í gær.

Hvenær get ég búist við að þau fái matarlyst aftur og komi úr felum? (þ.e. ef þau verða ekki dauð fyrst)
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Ammóníum í hámarki eftir hálfan mánuð frá uppsetningu búrs. Fiskarnir hjá þér veikjast eftir hálfan mánuð!!!

Svo kemur nítrit hámarkið eftir mánuð frá uppsetningu.

Búrið á eftir að ná jafnvægi.

Skipta ört um vatn eða fá vatn frá eldri búrum, ég held að saltaustur skipti engu máli.

Image

Heimild af grafi:

http://images.google.com/imgres?imgurl= ... soft:en-US
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ef þú verður dugleg við vatnsskifti ætti allt að komast í lag aftur
þrífðu dæluna því flóran er eflaust dauð eftir eitrunina og eflaust drullug því þú virðist vera að gefa allt of mikið í búrið og þú ert því að drepa fiskana á því
humarinn finnur alltaf eitthvað sem til fellur á botnin þannig að ekki hafa miklar áhyggjur af honum

meiri hlutinn af fiskunum þínum var úr Tanganyika vatni

sá sem seldi þér lyf við eitruninni veit varla meira um fiska heldur en þú
og þú ættir að fá það endurgreitt

því miður er mikið af starfsfólki í gæludýrabúðum ekki með fiska og er því oft að giska á rétt svar sem er ekki gott
reyndar er það stundum líka hér á spjallinu en það er oftast leiðrétt af þeim sem hafa meiri reynslu
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Tigra
Posts: 42
Joined: 18 Sep 2008, 10:40

Post by Tigra »

Takk æðislega.
Fiskarnir virðast vera hraustir, þeir tveir sem eftir lifðu, og humarinn er sprækur líka.
Frontósan er eldhress en maingano-inn er enn frekar taugaveiklaður og feiminn og felur sig mikið.

Þetta lyf sem ég fékk heitir Safe Water (veit nú ekki hvort það er hægt að kalla þetta lyf) en á því stendur "Removes harmful ammonia and nitrite"

Hvenær haldiði að það sé óhætt að kaupa fleiri fiska?
Get ég ekki keypt einhverstaðar svona eiturefnamæli til að sjá ástandið á vatninu?

Hvað þarf ég svo að skipta oft um vatn þessa dagana?
Er búin að skipta á hverjum degi síðan þetta gerðist, nema í dag, en ætla örugglega að skipta á morgun.
Hvað er svo ráðlegt að skipta oft í framtíðinn, þegar búrið hefur náð jafnvægi?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

það er hægt að kaupa svona:
Image

eða sambærilegt í fiskabúðum. kostar svona 2-4þ og sýnir hver staðan er á vatninu.

Annars er ágætt að miða við 30-50% vatnsskipti, vikulega til mánaðarlega... fer eftir stærð búrs, fjölda fiska, hreinsibúnaði...
ég skipti sjálfur aldrei um minna en 50% í mínum búrum og reyni að gera það vikulega, stundum dregst það í 2 vikur.
En ef þú gefur hóflega ættu 2vikur að vera fínt.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Tigra wrote:Takk æðislega.
Fiskarnir virðast vera hraustir, þeir tveir sem eftir lifðu, og humarinn er sprækur líka.
Góðar fréttir! Þér virðist vera að takast að bjarga þessu.
Tigra wrote: Hvenær haldiði að það sé óhætt að kaupa fleiri fiska?
Það er talað um að það taki að minnsta kosti 6 vikur fyrir góð bakteríuflóru að ná sér á strik. Leyfðu þeim að líða núna og bættu svo rólega fiskum í búrið.
User avatar
Tigra
Posts: 42
Joined: 18 Sep 2008, 10:40

Post by Tigra »

Hvað ætti ég að gefa þeim oft á dag?
Ég las einhverstaðar að maður ætti að gefa þeim lítið 2-3 á dag, en ef ég er að gefa þeim of mikið, þá er spurning hvort ég er að gefa þeim of oft, eða bara of mikið í einu?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

það á frekar að gefa fiskum sjaldnar og minna í einu, heldur en oft og mikið. minna er betra. 1-2 á dag, morgnanna og kvöldin er nog. of mikill matur mengar bara vatnið, passaðu að mikill matur falli ekki á botninn og nái að rotna og valda mengun.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply