Project Barbapabbi

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
siggi86
Posts: 639
Joined: 27 Mar 2008, 19:39
Location: Húsavík

Post by siggi86 »

Ég er nú alveg til í 2-4 stk þegar þetta er farið að stækka hjá þér...
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

keli wrote:... eða einhverjar miklar sveiflur verið í ph?
Til skjalfestingar:
pH mælist 7-7.5 (erfitt að dæma af einföldum testum)
KH mælist 2 gráður
GH mælist 2.5 gráður.

Allt eins og við er að búast úr íslensku kranavatni (blanda af heiti og köldu úr krananum), steinefnasnautt.

Kannski er skynsamlegt að hafa matarsóda í vatninu (fá carbonat) til að reyna að halda pH stöðugu.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Það er ljóst að veruleg afföll hafa orðið af seiðafjöldanum. Ég giska á að það séu í mesta lagi 20 seiði eftir í búrinu.

Gerði vatnsskipti áðan til að öll dauðu seiðin eyðilegðu ekki vatnsgæðin.

Þau sem eftir eru virðast spræk og borða vel og vera orðnir öflugri "sundmenn". Maður sér vel með berum augum hvort þau eru með eitthvað í maganum eða ekki.

Vonandi er svartadauða lokið í búrinu.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ertu með einhverjar getgátur um hvað hafi valdið faraldrinum.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Það kemur ýmislegt til greina:

Sýrustigsfall: Þegar ég fór að gefa fóður fór það að rotna. Í kjölfar þess gæti hafa fallið sýrustig í búrinu þar sem íslenskt vatn er svo lágt á KH skalanum að það þarf lítið til að hreyfa við sýrustiginu.
Það sem mælir gegn þessu er að fóðrið var auðvitað mjög lítið að magni.
Næst mun ég hugsanlega bæta matarsóda eða kalsíumkarbónati í vatnið til að ná KH upp til að halda aftur af pH sveiflum. Einnig fylgjast betur með pH.

Sultur: Verulegur hluti fóðursins hefur verið Sera Micron seiðaduft. Hugsanlega er kornastærðin í því bara ekki nægjanlega lítil fyrir nýklakin seiði. Allaveganna sá ég ekki að neitt væri í maga allra þeirra dauðu seiða sem ég hef hreinsað uppúr. Næst þarf ég að stúdera infusoriu gjöf betur.

Léleg vatnsgæði: Rotnandi fóður (og rotnandi seiði) gefa af sér ammóníu sem er eitur fyrir fiska og sér í lagi seiði. Það sem mælir gegn þessu er lítið fóður svo og þroskuð filterdæla og slatti af lifandi gróðri. Ég er með javamosa svo og þónokkrar afklippur af Limnophila Sessiliflora sem ég hef krækt í netið í botninum. Gróðurinn ætti að nærast á niðurbrotsefnum og bakteríuflóra í dælu og á gróðri ætti að brjóta þau niður í skaðlausari efni.

Sýking, snýkjudýr og fleira kemur auðvitað líka til greina. En ég er dáldið að hallast bara að sultinum.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Leiðinlegt hvað hafa orðið mikil afföll. En vonandi lifir restin hjá þér ;)
200L Green terror búr
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Seyði að synda:

<object><param></param><embed src="http://www.youtube.com/v/58gdC9DrwYw" type="application/x-shockwave-flash" width="425" height="350"></embed></object>

Ormakvikindi í seiðabúrinu, þekkir þetta einhver?

<object><param></param><embed src="http://www.youtube.com/v/JHTh390sBI8" type="application/x-shockwave-flash" width="425" height="350"></embed></object>
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Mikill stærðarmunur á seiðunum. Sum eru orðnir "litlir fiskar", þe augljóslega farin að líkjast fullorðnum fiskum. V laga sporður, bakuggi osfr. Önnur eru pínu lítil og litlu stærri en rétt eftir að þau urðu frísyndandi.

Hvað skildi valda? Ég giska aftur á fóðrið: Það sé ekki nógu fínt fyrir fyrstu stig tilveru þeirra og þau sem eru orðin stór fundu í upphafi lífdaga sinna eitthvað til að tóra á.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Jæja seiðin stækkka. Engar fréttir eru góðar fréttir í þessu :)

Image
Matartími, seiðin eru fleiri en sjást hér, ég giska á um 20

Image
Seiðin hafa margfaldað sig af stærð og eru orðin eins og fiskar í útliti
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Flott.
Hafa engin teljandi afföll verið síðan um daginn ?
Hvernig hefur rútínan við búrið verið að undanförnu ?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Nei engin teljandi afföll, ég veit ekki til þess fækkað hafi síðan þá.

Ég skipti um vatn 1x í viku, 50% og ryksuga botninn í leiðinni.

Ljósatíminn er um 12 tímar, kveikt og slökkt af 300kr IKEA tímarofa.

Ég reyni að gefa 3 svar á dag. Gef Sera micron, mulda frostþurrkaða artemí og mulið Tera Pro Colour flögur fínmuldar. Ekkert ákveðið kerfi er í gangi með það. Ég slekk stundum á dælunni á meðan en ég held reyndar að þess sé ekki lengur þörf, sérstaklega ef ég passa að setja matinn í það horn í búrinu þar sem vatnið hreyfist minnst. Seiðin koma orðið upp og sækja sér mat.

Seiðin halda sig milli máltíða mikið inn í og við javamosann góða.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Bara láta vita að Project Barbapabbi lifir góðu lífi. Góðir hlutir gerast þó hægt. Það eru um 20 unglingar í búrinu í þvottahúsinu.

<embed id="VideoPlayback" allowFullScreen="true" src="http://video.google.com/googleplayer.sw ... is&fs=true" type="application/x-shockwave-flash"> </embed>
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Massíft. Fínustu fiskar. Þú hefur ekki komið annarri hrygningu af stað?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Glæsilegt hjá þér
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Eitthvað var Google Video að koksa. Þetta er vídeóið eins og það átti að vera.

<embed id="VideoPlayback" allowFullScreen="true" src="http://video.google.com/googleplayer.sw ... is&fs=true" type="application/x-shockwave-flash"> </embed>

Nei ég hef ekki komið annari hrygningu af stað.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þú verður að gefa linkinn á videoið - spjallið leyfir ekki svona embed kóða.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Ertunú alveg viss um...

Image

Skjámynd frá mér. Lítur vel út hér í bæði Firefox3 og IE7.

Slóðin á vídeóið er annars
http://video.google.com/videoplay?docid ... 5675&hl=en
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta virkar amk ekki hjá mér - hvorki í linux né windows... Og þetta á ekki að virka, öryggisstillingar í spjallinu :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Alveg stórglæsilegt hjá þér.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

virkar hjá mér
Minn fiskur étur þinn fisk!
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

greinilegt að tölvan hjá kela er eitthvað að flippa virkar stórfínt hjá mér

stórglæsilegir "unglingar" hjá þér
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

keli wrote:Þetta virkar amk ekki hjá mér - hvorki í linux né windows... Og þetta á ekki að virka, öryggisstillingar í spjallinu :)
Minnir ég hafi kvabbað í einhverjum að gera undanþágu fyrir þetta einmitt einhverntíman :)
Flash spilarinn uppsettur hjá þér?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Ég var að taka eftir því að eitt af seiðunum sem nánast ekkert hefur vaxið er á lífi! Ég var lengi framanaf búinn að sjá að eitt seiðið stækkaði mjög lítið, hafði svo ekki séð það í nokkurn tíma. Nú nýlega sá ég það á lífi.
Það heldur sig inn í javamosanum og kemur aldrei út úr honum. Stærðin er svona eins og á 2-3ja vikna seiði trúlega. Það nær trúlega ekki mörgum vikum í viðbót. Stærstu "unglingarnir" fara sjálfsagt að girnast það sem mat :)
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Unglingarnir eru greinilega orðnir kynþroska! Slatti af hrognum sem virðast vera frjóvguð á botni búrsins.

Nú eru flutt inn í búrið eplasnigill og 8 ancistruseyði (1-2cm að stærð, frá Pípó) í búrið. Spurning hvort þetta nær að klekjast út og þá hvort að unglingarnir éta ekki afkvæmi sín.

Kannski er þetta tákn um að tími sé komin til að fyrsta kynslóð af Project Barbapabba flytji að heiman.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Svona er lífið! Það verður að hleypa þessu gelgjum að heiman!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Er ekki málið bara að setja næsta holl í gang.
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

hvað er þetta kh,gh og ph?
kristinn.
-----------
215l
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

kiddicool98 wrote:hvað er þetta kh,gh og ph?
Þetta er mæling á ýmsum gildum í vatninu.

KH = Carbonate hardness
GH = Total hardness
pH = súrgildi

Góð lesning:

http://is.wikibooks.org/wiki/PH-gildi#H ... 0_er_pH.3F

Skyldulesning:

http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=456
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

ok, takk. ég er nefninlega bara rétt að byrja í fiskum.
kristinn.
-----------
215l
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Vargur wrote:Er ekki málið bara að setja næsta holl í gang.
Betra er seint en aldrei.

Í þetta sinn fóru Danioarnir í hrygningarbúrið, 5 zebra og 1 pardus (doppóttur). Fóru í seinnipart dags. Í búrinu er slurkur af javamosa, falskur botn, Eheim aquaball dæla, eplasnigill.
Búið að ala daníóana vel á þurrkaðir artemíu í um viku.
Búrið (reyndar allt þvottahúsið) myrkvað yfir nótt. Að morgni voru ljósin kveikt. Fjörið hófst strax.

Í dag, 3 sólarhringum eftir hrygningu, eru seiði á kviðpokastigi skriðin úr öllum eggjum og má sjá þau hanga á glerinu og botninum.

Ein mynd af seiði fylgir. Takið eftir doppunum. Svona var þetta á þeim öllum sem ég skoðaði. Doppótti daníóinn verið duglegur!?

Image
Post Reply