Rúmmeterinn

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Rúmmeterinn

Post by mixer »

Var að spá í að smíða mér búr þegar tími og peningar gefast :P


það á að vera 1 rúmmeter= 1000L og bara akkúrat einn rúmmeter semsagt ein meter á hvern kant og sv á að vera 50cm skápur undir því sem ég ætla að smíða líka þannig að heildar hæðin á þessu yrði semsagt 1,5m og svo plássið sem þetta tæki 1 fermeter...


hvernig líst fólki á þessa hugmynd


léleg hugmynd eða góð hugmynd???


frábær hugmynd eða semi???


þakka öll svör :P
er að fikta mig áfram;)
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Já þetta er alveg ágæt hugmynd. En ég myndi hafa búrið 200x70x70 =980 Lítra ef ég væri að þessu en auðvitað gæti hitt komið sterkt út eins og flest annað. Þetta fer bara eftir hversu mikið pláss hver einn hefur.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

mér líst bara mjög vel á það, sérstaklega ef það fengi að vera frístandandi og aðgengilegt frá öllum hliðum.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Post by skarim »

Ágætis hugmynd en það gæti orðið erfitt að búa til lok sem passar.
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

já mér var að detta í hug að hafa það frístandandi og mað glerloki og bara flúor ljós hangandi yfir :P
er að fikta mig áfram;)
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

eina sem ég sé að þessu er að það gæti orðið leiðinlegt að vinna í botninum á búrinu.
Kannski er ég bara svona handstuttur en mitt búr mætti ekki vera mikið dýpra en 60-70 cm
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

maður verður bara að stilla því upp eins og maður vill hafa það þegar maður setur það upp og svo bara láta það vera þannig :P
er að fikta mig áfram;)
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Ég myndi lækka búrið og gera botnin stærri það er ekkert með dyptina að gera i svona hobby :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

já ég var nú samt búinn að hugsa mér að gera svona steinvörðu í mitt búrið þannig að það sé nóg af hellum og felustöðum og bara svona flott look bara ef ég vel alla steinana spes :P
er að fikta mig áfram;)
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Mér list bara vel á þetta.hvað á svo að vera í því?.
ég myndi skélla mbúnum henta vel fyrir þessa vörðu sem þú ert að tala um
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

mér fannst hugmyndin um 100% rúmmeter skemmtileg, þ.e. að hann væri meter á alla kanta.
En það er rétt að það væri pain að vinna við búrið og ef þú myndir íhuga að fara út frá rúmmetershugmyndinni myndi ég gera búr sem væri 130x130x60cm sem er líka 1000L en myndi bjóða uppá aðeins stærri fiska :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Sniðug hugmynd af hafa svona tenging, en svo fór ég að hugsa um 1 meter á hæð og varð litið á mitt búr sem að er 1 meter á lengd og fannst ansi langt að komast ofan í búrið :P En sniðug hugmynd engu að síður ;)
200L Green terror búr
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

maður verður bara að standa á stól þegar maður er að vesenast í því og lítið vatn :P
er að fikta mig áfram;)
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

svo geturu feingið þeingur ef þú er eithvað að vesenast í því
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

þeingur??? ef þú ert að meina tengur þá já :lol:
er að fikta mig áfram;)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er snilldar stærð fyrir discusa - þeir elska hæðina.

Hinsvegar er þetta frekar ópraktísk stærð fyrir flesta aðra fiska og aðgengi að búrinu ekkert frábært.. Þarf líka að kaupa rándýrt gler þegar búrið er svona hátt.

Búrið niðrí vinnu hjá mér er 90cm og maður gerir ekkert í því án þess að fara ofaní það - maður bara nær ekki ofaní.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

seiji og meina þeingur:P
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

viltu þá ekki vera vænn og útskýra fyrir okkur hinum hvað þeingur er fyrst þú seijir og meinar það :-)
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er frábær hugmynd ef búrið passar sérstaklega vel einhversstaðar.
Annars held ég að búr sem er nálægt 2 metrum að lengd eins og Andri talar um sé skemmtilegasti kosturinn. Sú stærð bíður sennilega upp á flesta möguleika.
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

þeingur er svona krókur sem er í loftinu og maður fer í svona uhhhhh klifur thing og hangir yfir búrinu svo það er hægt að hérna vinna í því svona ofan frá meina þetta er meter á alla kannta.

en hvað veit ég? kannski er hann að tala um þveng (g-string) sem ég tel vera frekar ósennilegt :D
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

ok þeingur og hvar fengi maður svoleiðis :P :lol: en já mér langar að prófa þetta... hvað haldiði að ég þyrfti þykkt gler í þetta??
er að fikta mig áfram;)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

amk 15mm í hliðarnar og 20mm í botninn (það er miðað við 90cm hátt búr)

http://www.thekrib.com/TankHardware/gla ... kness.html
http://saltaquarium.about.com/cs/aquari ... omtank.htm



ps
Ég held að maður fái ekki þykkara en 12mm hérna..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

http://www.string-emil.de/Seiten/Heimar ... l_0099.jpg

þarf að seija eithvað meira? :lol:

annars átti þetta að vera töng
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

ok önnur pæling... ef búrið er L=1m B=0,5m H=0,5m og þá 250L hvað stórar síkliður gæti ég haft í því ??? bara svona eitthvað af þeim vinsælustu :P
er að fikta mig áfram;)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ættir að geta haft næstum allar síkliður, t.d. 2 óskara eða 2 midas eða eitthvað svoleiðis.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

ok eru 250L nóg fyrir það???
er að fikta mig áfram;)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

já, 2 stórar síkliður ættu að hafa það fínt í 250l - ekki stærri en 30cm eða svo samt.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

ok það er svalt...
er að fikta mig áfram;)
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Post by Eyjó »

Þetta er fín hugmynd að gera svona kassa ef þú átt plássið en ég sé þann galla við hana búrið kemst ekki inn um venjulegar dyr sem eru flestar undir meter á breidd annars er ég með búr sem er meters hátt s.s. 200x100x70 og það er ekkert auðvelt að komast á botninn í því.
Slepptu þessum 250l pælingum go big or go home og fáðu þér tonn.
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

hehehe já það er sjónarmið útaf fyrir sig en það er ekki alltaf pláss á hótel mamma :P
er að fikta mig áfram;)
Post Reply