Piranha

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Piranha

Post by Piranhinn »

Einn byrjaður að synda skringilega... saltaði...
Hvað er hægt að gera þegar það virðist stefna í instant death?
Vatnsskipti hafa verið góð, gæti verið um bakteríu að ræða eða hvað er
málið?
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

hvernig syndir hann skringilega?

er ekki málið að skipta um vatn til að byrja með
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

skipti nýlega um vatn, vika síðan, hann synti eins og hann væri að tapa jafnvæginu ef þú skilur? á hlið og e-ð bull... Braggaðist helling þegar ég saltaði... Vona bara að það sé nóg, kemur í ljós við næstu vatnsskipti.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Aftur farinn að synda í hringi (á hvolfi og fleiri til þrif). Hvað er hægt að gera? Þarf ég að salta aftur eða á ég að skipta um filtera? Hvað gæti verið að þegar að þeir láta svona, hann er bara eins og hann sé í hrærivél? :S :shock:
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Hversu oft skiptiru um vatn?
Hvað ertu að gefa oft?

Ég skipti um 50-70% vikulega.. og það er að gera góða hluti.
gef fiskunum oftast bara einu sinni á dag.
Við skiptum sjaldan um hvítu fílterana.. tökum þá bara úr og skolum og setjum þá bara aftur í, ef þeir eru farnir að tapa löguninni þá hendum við þeim.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Ég er að gefa þeim að éta með 2-3 daga millibili og skipti um ca 30-40% á viku. Er séns að þetta sé einhver veira/ormar eða e-ð þannig? :shock:
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Afhverju ertu ekki að gefa þeim á hverjum degi ?
User avatar
siggi86
Posts: 639
Joined: 27 Mar 2008, 19:39
Location: Húsavík

...

Post by siggi86 »

Það er miklu meira sport að geyma það að gefa þeim að borða í smá tíma.. :D er það ekki ástæðan?
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

nei, það er ekki ástæðan, þeir hundsa bara matinn ef ég gef þeim á hverjum degi, alveg sama hvað ég gef þeim lítið daginn áður.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ránfiska eða fiska sem eru fóðraðir með krafmiklu fóðri er alger óþarfi að fóðra daglega. Piranha eru sérstaklega miklir sóðar og þess vegna er fínt að fóðra þá sjaldnan til að halda vatnsgæðum góðum, sumir gefa fullorðnum fiskum bara vikulega.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Hefur einhver heyrt um það að þessir fiskar syndi bara út um allt, eins og það væri ekkert jafnvægisskyn í þeim? Þannig lítur það út hjá mér með þennan tiltekna fisk, hann tekur svona köst og er svo eðlilegur þess á milli. Er einhver sem veit hvað þetta gæti verið og hvernig eigi þá að meðhöndla það?

Vantar svör ASAP vegna slæms ástands á fisknum. Með fyrirfram þökk, kv Piranhinn.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

það eru líklega fáir hér sem þekkja piranha mjög vel, þessvegna ætla ég að leyfa mér að benda þér á að fljótlegra væri að fá skjót svör hérna:
http://www.monsterfishkeepers.com/forum ... y.php?f=21
-Andri
695-4495

Image
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

hvað er hitinn á vatninu hjá þér?
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

20-24°c...
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

hækkaðu hitann uppí 27° og sjáðu hvort þeir hressist ekki
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

ok prufa það, en það er bara einn þeirra sem að er með þessa stæla, og þá bara stöku sinnum ... en prufa hitann.
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Það var allavegana mín reynsla að í 27 gráðum líður þeim best og eru aktívastir
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Meðalhiti í búrinu er 23-25°. Það er ágæt stemmning hjá þeim eins og er.
Hef aldrei heyrt talað um það áður, né fundið grein um það, að piranhafiskar taki svona "sirkus-sund" og syndi bara út um allt á hvolfi og hlið og 360° og name it.. mjög skrítið að sjá það.
Vona bara að þetta hafi verið e-ð flipp hjá honum.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

23 gráður er í lægra lagi fyrir piranha, ég myndi reyna að halda því í 25 gráðum.

Það er þó líklega ekki það sem hefur verið að hrjá hann þegar hann tók þetta sirkussund.. Mér þykir líklegast að það hafi komið upp einhver ammóníu- eða nítríttoppur og þessvegna hafi hann verið svona. Bara spurning um að halda vatninu góðu og þá ætti ekkert svona að koma upp.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

já ok, þetta gerðist bara viku eftir að ég skipti um vatn síðast... held mig við 30-40% skipti vikulega bara...?
Post Reply