ég hef sagt það áður og segi það enn: RTC's don't have tankmates, just meals their saving for later
Hahahaha fer alltaf að hlæja þegar að ég les þetta
Veit að ég hef engan rétt á því að væla útaf þessu, enda gerði ég það ekki
Hann verður ´færður í 140L búrið þegar salamandran fer, svo í 360l þegar það er tilbúið
ég ætlaði að fá hann í tjörnina en það varð fyrir valinu koi, talaði við Jakob of fljótt án þess að spurja eiganda tjarnarinnar og biðst afsökunar á því
400L búrið
1x Frontosa
1x Calvus (gold)
2x Neolamrpologus Tretocephalus
2x Yellow Lab
1x Julidochromis
1x Parachanna Obscura
1x Paroon Shark
2x P. Senegalus
1x Clown Knife
1x Red Tail Catfish
1x Royal Pleco
Óteljandi Ancistrur þar á meðal fullvaxinn kall
1x Common Pleco
1x Candy Stripe Pleco
140L
1x Salamandran
1x Walking Catfish
Fiskar sem að eru til sölu
Salamandran hefur ekki snert fiskana nema Green Terror sem að hún át!
Listinn er orðinn dáldið langur en það eru nokkrir fiskar sem að ég ætla að láta frá mér á næstu mánuðum og nokkrir sem að ég er með í huga
Sem að ég er að hugsa um að láta frá mér
4x 15 cm Pygocentrus nattereri sem að fóru í 140l búrið.
Fékk þá í fötu. Þegar ég ætlaði að háfa þá uppúr með minni háfnum beit sá fyrsti sig í gegnum hann sem betur fer þá var ég yfir búrinu svo að hann fór beint ofaní búrinu.
Ég lagði stóra háfinn yfir fötuna og var svo rosa "gáfaður" að ætla að fara ofaní með höndina í gegnum stóra háfinn og nota hendurnar
það endaði með því að fiskurinn beit mig, ég með risastórann skurð á puttanum sem að fossaði ekkert smá mikið blóð úr hljóp inná bað til að stoppa blæðinguna dettur inná baði og skallar gólfið.
Þessi sanna saga sannar það hvað þessir fiskar eru stórhættulegir og hvað ég er mikill bjáni.
Ég held að það væri þjóðráð að bíða svo aðeins með frekari fiskakaup þangað til að þetta 360L búr verður komið upp. Örugglega ekki sniðugt að stafla stórum fiskum í lítið búr og geyma þá þar þangað til að stærra búr fari einhvern tímann upp Finnst þú mikið vera í því að kaupa og hugsa svo hvað á að gera við fiskana Og svo þarf að selja þá aftur því að það var ekkert pláss fyrir þá.
En annars þú ræður svo sem hvað þú gerir við fiskana þína en hvenær á þetta 360L búr að fara upp? svo að þessi fiskar fái nú ágætt pláss bráðum
WC hefur ekki snert þá ...enn
En pirönurnar fara í kvöld til frænda, frændi býr útá landi en hefur ekki tíma til að fara niðrí kópavog að sækja pírönurnar þangað svo hann stoppar bara við hjá mér. Hann bað mig um að ná í þær þaðan og hafa þær tilbúnar
Lima borðaði á meðan ljósin voru kveikt, í fyrsta sinn.
Borðaði mjög lítið þegar ég fékk hana en þetta er að lagast.
Smá svelting í gangi, rækjurnar búnar og hef ekki gefið síðan á fimmtudag
Fiskarnir ánægðir og borðuðu ekkert smá
Ég verð nú að segja það að ég er alveg orðinn kolruglaður á þessu Þú ert annað hvort að bæta við fiskum eða selja og það virðist varla líða einn dagur sem er annað hvort verið að losa sig við eða fá Ertu aldrei sáttur
Best að koma með smá update. Ég sótti Lapradei og Datnoid áðan og keypti líka einhverja fiska.
Á núna eftirfarandi monster:
400L
3x P. Senegalus
1x P. Ornatipinnis
2x P. Palmas Polli
1x P. Bichir Lapradei
1x Channa Marulioides 7 band
1x Silver Arowana
140L
1x Widebar Datnoid
1x Red Tail Catfish
60L 1x Stór Afríkusíkliða með seiði í kjaftinum. um 15cm
Það er nú ekkert meira í búrunum heldur en eitthvað Plegga pakk.
Er Mega ánægður með búrið eins og það er.
Myndir um leyð og myndavélin mín kemur úr viðgerð (á mrg. eða hinn).
Last edited by Jakob on 15 Jul 2008, 01:13, edited 1 time in total.