Varðandi söluauglýsingar

Hér getur þú auglýst til sölu eða óskað eftir fiskum og fiskavörum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Varðandi söluauglýsingar

Post by Vargur »

Það hefur borið mikið á því að söluauglýsingar vilja fara út íi vitleysu. Fólk er að pósta allskyns óþarfa fyrirspurnum og gera tilboð út í bláinn osf.

Ég vil minna fólk á að nota einkapóstinn í tilboð og ýmsar fyrirspurnir svo auglýsingar fari síður í rugl.

Þeir sem vilja ekki að söluauglýsin fari í vitleysu geta sent mér póst og þá læsi ég auglýsingunni þannig einungis er hægt að senda fyrirspurnir og annað í einkapósti, læstu auglýsingarnar yrðu "límdar" þannig þær eru alltaf efst á síðunni. Þeir sem vilja nota sér þetta þurfa þó að vanda auglýsinguna þannig sem mestar upplýsingar komi fram.

Þeir sem ekki vilja læstar auglýsingar geta sent mér póst og beðið um að hreinsað sé til í auglýsingunni ef þráðurinn er kominn út í vitleysu.
Last edited by Vargur on 18 Feb 2008, 09:13, edited 1 time in total.
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

ég vil fyrst biðjast afsökunar á því að pósta inn í annara manna söluþráð áðan en vill bara segja það að mælirinn fylltist og ég einfaldlega er kominn með ælu upp í kok af þessum endalausu eiðileggingu söluþráða og niðrandi commenta á nýja sem gamla notendur þessa vefs eins og t.d notendur af erlendum uppruna og jafnvel lesblindum einstaklingum fá skyndilega skítkast og hraunað yfir þá vegna stafsetninga villna (ekki eru allir fullkomnir) vissulega ætti fólk að vanda sig við stafsetningu eða hreinlega leita sér aðstoðar í stafsetningu en það er sýniþörf vissra einstaklinga sem brýst út í vissum þráðum sem fer sem mest í taugarnar á mér, sem einfaldlega eru niðrandi "comment" og persónubundnar árásir á fólk sem póstar fyrirspurnum í vissa þræði sem jaðar við einelti, sérstaklega þegar fólk tekur undir viðkomandi og fram fer opin viðræða um hvort notandin sé fífl eða útlendingur... þetta er leiðinleg framkoma og ég tek ekki þátt í svoleiðis og fól ætti ekki að láta bjóða sér þetta. :evil:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég tek undir þetta. framvegis verður þannig innleggjum eytt úr söluþráðum.
Þeir sem hafa eitthvað út á söluþræði eða aðra þræði að setja vinsamlega sendi stjórnendum einkapóst.

Stjórnendur munu samt hugsanlega koma með einhverjar ábendingar inn í þræði ef það getur talist öðrum til góðs eða leiðbeinandi varðandi framtíðina.
Aðrir notendur eru vinsamlega beðnir að halda sig á mottunni.
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

mætti líka hafa að það ætti að breyta bara titlinum á auglýsingunni en ekki að pósta í auglýsinguna: selt eða álíka og þar að leiðiandi að "uppa" auglýsingunni.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

6) Sölu lokið
Þegar hluturinn er seldur settu þá (selt) í nafn þráðarins. Ekki eyða eða breyta textanum á auglýsingunni þar sem við hér viljum endilega halda gömlum auglýsingum til að fólk átti sig betur á verðmæti og framboði hluta. Vinsamlega athugið að það er óþarfi að bæta innleggi í söluþráðinn til að láta að hluturinn sé seldur, breyting á titli nægir.
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=9
Post Reply