Góð kaup í Fiskabúr.is í dag...

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Góð kaup í Fiskabúr.is í dag...

Post by Brynja »

jæja hverjir gerðu góð kaup í dag?

Við keyptum búr sem var í rekka og alla fiskana sem voru í búrinu.... fullt af Convictum og einhverjir 2 til viðbótar...

Hlakka til að sækja þetta og koma þessu upp heima.
User avatar
Mozart,Felix og Rocky
Posts: 409
Joined: 03 Jan 2008, 17:33
Location: 116 Kjalarnes
Contact:

Post by Mozart,Felix og Rocky »

já ég fór í dag og keypti 2 gubby fiska,1 mini-skala og eikkern annan sem ég man ekki hvað heitir .. hann er blár með svörtum doppum .. en þetta var ekkert smá hlægilegt verð á þessu :lol: endilega skelltu inn myndum af fiskabúrinu í bráð :D
Kv.Dízaa og Co. ;)
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Var að vinna og komst þessvegna ekki :evil: Frábært að heyra að þið gerðuð svona frábær kaup :D
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Mozart,Felix og Rocky wrote:já ég fór í dag og keypti 2 gubby fiska,1 mini-skala og eikkern annan sem ég man ekki hvað heitir .. hann er blár með svörtum doppum .. en þetta var ekkert smá hlægilegt verð á þessu :lol: endilega skelltu inn myndum af fiskabúrinu í bráð :D
hmm ætli ég hafi ekki afgreitt þig? ef svo er, þá var þetta 3spot blágúrami. ég kom aðeins við síðustu klukkutímana og það var fjör í búllunni :-)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Mozart,Felix og Rocky
Posts: 409
Joined: 03 Jan 2008, 17:33
Location: 116 Kjalarnes
Contact:

Post by Mozart,Felix og Rocky »

já takk :wink: steingleymdi hvað þeir hétu en já ég er rosalega ánægð með fiskana :D hehe fyrirgefðu Brynja að ég er að troðast upp á þráðinn þinn :oops:
Kv.Dízaa og Co. ;)
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Já ég var þarna um 3 leitið og það var mikið fjör,það er farið að minka af úrvalinu af fiskum þannig að ég hvet alla endilega til að fara og gera góð kaup.
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Ég gerði mjög góð kaup :D 2 tiny SAE á 400 kall, nýr hitamælir, nýtt gotbúr og svo skraut í gullfiskabúrið :-)

Virkilega ömurlegt þó að svona frábær búð skuli vera að hætta :?
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ég keypti einmitt þetta:

6x danio (fékk óvart 7)
1x bardagakall (afmælisgjöf)
1x lítill skali (svartur)
2x gullgúrami
2x sverðdragakellur (ein dó á leiðinni heim :( )
1x fiðrildasíkliða (ramirezi)

:D og ég er ekkert smá ánægð :D

Takk fyrir :wink:
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Hey þú verður að fara og borga fyrir auka fiskinn og svo verður þú að borga meira fyrir dauða kvikindið þeir eru dýrari :lol:
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

það hlaut að vera, úrvalið var orðið soldið lítið þegar ég mætti á svæðið rétt eftir 5
En ég nældi mér þó í 3 "agazzazi" dvergsíkliður 1 panda (minnir mig) dvergsíkliðu og 8 corydoras aenus.
Ég var búinn að ýminda mér að versla fleiri fiska, en þetta sleppur
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég kom heim með um 50 fiska og dót - tígrisbarba, sítrónutetrur og humra :)

Og var þarna að afgreiða í um 2 tíma í geðveikinni, gummi var enganvegin að ná að afgreiða allt liðið sem var þarna :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Kaja wrote:Ég keypti einmitt þetta:

6x danio (fékk óvart 7)
1x bardagakall (afmælisgjöf)
1x lítill skali (svartur)
2x gullgúrami
2x sverðdragakellur (ein dó á leiðinni heim :( )
1x fiðrildasíkliða (ramirezi)

:D og ég er ekkert smá ánægð :D

Takk fyrir :wink:
Ég gleymdi að ég keypti líka dælu, bakgrunn og 2 stk. gerfigróður (einn lítill og hinn stór, stóri fer í mitt búr en litli er líka afmælisgjöf (með bardagakallinum + 6L búr))
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

pípó wrote:Hey þú verður að fara og borga fyrir auka fiskinn og svo verður þú að borga meira fyrir dauða kvikindið þeir eru dýrari :lol:
Haha, voða fyndið :lol: :wink:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég var einmitt að afgreiða þig þarna áðan Kaja :)

Ekki skil ég hvaðan þessi auka danio kom :roll: :lol:
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

hahaha ertu viss?? :wink:
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég kom um 12:10 og fór heim með 1 óskar, 1 Walking Catfish og svo 1 stykki 400l Juwel :D :D :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Síkliðan wrote:Ég kom um 12:10 og fór heim með 1 óskar, 1 Walking Catfish og svo 1 stykki 400l Juwel :D :D :D
Haha, til hamingju með búrið :D langar svo í svona búr, ætli maður fá sér ekki stórt og flott búr þegar maður flytur að heiman :wink:
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

takk má samt ekki setja það upp fyrr en í mars því að þetta er fermingargjöf
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Mozart,Felix og Rocky wrote:já takk :wink: steingleymdi hvað þeir hétu en já ég er rosalega ánægð með fiskana :D hehe fyrirgefðu Brynja að ég er að troðast upp á þráðinn þinn :oops:
Ég stofnaði þennan fyrir okkur öll.. ekkert mál :D

Ég vona bara að Gummi hafi ekki selt neitt úr búrinu sem við keyptum í öllum látunum í dag... :shock:
Búðin var stöppuð þegar við vorum þarna..

Innilega til hamingju með fyrirfram fermingargjöfina þín Jakob... Frábær gjöf!!! synd að þú megir ekki koma því strax í gang.. og hafa það fínt á fermingardaginn :wink:
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

já það væri gaman en nú hef ég allavega eitthvað til að hlakka til :D
það kemur strax þráður um búrið og ameríkanana sem eru að æfa siga að stækka í 128l.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

ég spyr bara var eitthvað eftir í búðinni :lol:
ég komst EKKI :roll: :cry: :cry:
User avatar
María
Posts: 92
Joined: 27 Jun 2007, 12:09
Location: Hafnarfjörður

Post by María »

Jæja, eru ekki e-h sem fóru í dag?
Allavega fór ég í dag, keypti 2 dollur af fiskamat, plöntu (gervi), 2 snigla (sem hafa fengið nafnið Ólafur og Dorrit) og malarryksugu.
Svo fengum við þessa fínu sýnikennslu hjá Guðmundi, hvernig á að nota malarryksuguna.
María
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

eru allt selt? eru e-h búr eftir sem væri hægt að kaupa seinna?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Já það hefði verið gaman að kíkja en svona er lífið maður getur ekki allt sem mann langar
og heldur ekki keypt allt :P
En hefði óneitanlega verið gaman.
User avatar
Hafrún
Posts: 173
Joined: 18 Jun 2007, 18:41
Location: Mosfellsbæ

Post by Hafrún »

ég fór í dag og keypti Talking catfish (mig minnir að hann heitir það :oops: ).
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

ertu viss um að hann héti ekki walking catfish því að það var ekki neinn talking minnir mig allavega :?
þetta er walking catfish :D
[img]http://www.fishfiles.net/up/0801/tf7zoi ... 911[1].jpg[/img]
og þetta er talking catfish
[img]http://www.fishfiles.net/up/0801/t4ncid ... ras[1].jpg[/img]
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég fór í dag og keypti Mídas og Flowerhorn :D
þeir eru geðveikir í skapinu og eru alltaf að kíta eitthvað :rífast:
en samt finnst mér Mídasinn ekki alveg jafn aggressívur og í búðinni sem er bara gott mál finnst mér :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Síkliðan wrote:ertu viss um að hann héti ekki walking catfish því að það var ekki neinn talking minnir mig allavega :?
þetta er walking catfish :D
[img]http://www.fishfiles.net/up/0801/tf7zoi ... 911[1].jpg[/img]
og þetta er talking catfish
[img]http://www.fishfiles.net/up/0801/t4ncid ... ras[1].jpg[/img]
Það var bæði til hjá þeim þegar ég var þar.. Þannig að bæði kemur til greina :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Hafrún
Posts: 173
Joined: 18 Jun 2007, 18:41
Location: Mosfellsbæ

Post by Hafrún »

já ég keypti talking catfish, alveg eins og á neðri myndinni. Það kom líka geðveikt fyndið hljóð frá honum þegar það var verið að setja hann í pokann :lol: .
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Re: Góð kaup í Fiskabúr.is í dag...

Post by Brynja »

Brynja wrote:jæja hverjir gerðu góð kaup í dag?

Við keyptum búr sem var í rekka og alla fiskana sem voru í búrinu.... fullt af Convictum og einhverjir 2 til viðbótar...

Hlakka til að sækja þetta og koma þessu upp heima.
jæja við sóttum búrið á miðvikudaginn síðasta.. við breitum aðeins um, hættum við alla þessa Convicta.. og bættum við skáp undir búrið og rótum og fullt af ameríkönum.. sjá nánar í þræðinum um búrið okkar.

En við erum ofsalega ánægð með kaupin og frábært að versla við Guðmund.
Post Reply