Grænmeti / Ormar sem fiskafóður

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Grænmeti / Ormar sem fiskafóður

Post by Birkir »

Hvernig er það. Hversu lengi á maður að leyfa því að vera í búrinu áður en það er veitt upp?

Varðandi ormana , er óhætt að sækja orma út í garð og nota þá sem fæðu?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég miða yfirleitt við sólarhring, reyndar reyni ég að setja ekki meira en svo að fiskarnir klári það á innan við sólarhring.

Garðormar og aðrar pöddur eru mesta sælgæti fyrir flesta fiska og eru margir sem segja að fiskarnir taki fallegri liti ef þeim eru gefnir ormar reglulega.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Brúsknefjarnir eru ekki að éta þessa gúrku eins og ég hélt.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

brúsknefurinn minn hefur ekki litið við neinni fæðu í þessa tvo daga sem ég hef átt hann!.. en allir aðrir í búrinu voru vitlausir í kartöfluna sem ég gaf þeim :D
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Brúskarnir eru rólegir fyrstu dagan í nýju búri en svo fara þeir af stað og eru helst í fæðuöflun á nóttinni.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

já ég var að sjá hann að gæða sér á kartöflu sem ég setti ofan í áðan og svo át hann alla rækjubitana sem voru ætlaðir fyrir pictusinn og hákarlana.. :)
Post Reply