3 pleggar látnir á jafnmörgum dögum

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

3 pleggar látnir á jafnmörgum dögum

Post by guns »

Ég keypti mér í liðinni viku 4 plegga í ónefndri gæludýrabúð á höfuðborgarsvæðinu. Fór svo að á fimmtudaginn, þegar ég kom heim úr vinnu sá ég einn þeirra dáinn. Veiddi ég hann uppúr strax og ég sá það. Átti ég leið í sömu verslun í gær í öðrum erindagjörðum og minntist á þetta við verslunarmanninn í leiðinni og stökk hann til og lét mig fá nýjann plegga fyrir þann sem hafði látið lífið.

Svo í gær varð ég tvisvar var við annan dauðan plegga og þeir því orðnir 3 í heildina, í seinna skiptið var ég orðinn verulega angistarfullur yfir þessu öllu og skoðaði kvikyndið almennilega, og það voru eins og augun á honum væru bara sprungin... mér fannst hann líka einkar veiklulegur áður en ég sá hann svo bara á hliðini í sandinum.

Dettur einhverjum ykkar í hug einhver skýring á því að þeir séu að deyja svona hjá mér? Þeir eru með afríkusiklíðum í búri, en ættu að vera látnir í friði af þeim... svona að mestu leiti. Einu fiskarnir sem eru eitthvað veiklulegir eru þessir nýju...

Allar ráðleggingar um eitthvað sem ég ætti að skoða væru vel þegnar.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er ekkert sérstakt sem mér dettur í hug, hugsanlega viðbrigði við að koma í nýtt búr og önnur vatnskilirði eða hátt nitrat hjá þér.
Hvernig litu þeir út í búðinni, hafði fækkað mikið í hópnum þegar þú komst í seinna skiptið ?
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Þeir voru ennþá 2 eftir af 5 í gær. Þeir litu samt vel út.... Ég þarf þá að næla mér í eitthvað dót til að mæla nítratið. Geri það í kvöld eða í fyrramálið.
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Það sem mér dettur í hug er Nítratið sé of hátt hjá þér, eins gæti þetta verið snögg breiting á Ph gildi. eins er það smuga að um costiu eða jafnvel Tálknorm sé að ræða en það getur farið íllilega úr böndunum ef fiskarnir myssa jafnvægið á einhvern hátt eins og við umhvervisbreitingu.

En byrjaðu á að tjekka vatnsgæðin hjá þér.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

No3 var aðeins yfir 0inu... á svona öðrum litarreit á þessu testi, eða þar rétt fyrir neðan... Þetta eru þá kannski 20mg á líterinn. Ph stigið var rétt tæplega 8 sem ætti að vera gott fyrir Áfríkana, en kannski ekki eins gott fyrir pleggana.

Skýringin þá væntanlega komin.... Þarf ég eitthvað grugg til að ná niður þessu Nítrati ?
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Þetta með pH og pleggana er meira spurning úr hvaða Ph þeir komu og síðan í hvað þeir fóru þar að segja pH sjokk en það er ekkert víst að það sé málið, vatnsgæðin virðast vera í lagi hjá þér þannig að ég er pínu pass.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Ef einhver af sjeníunum hérna inni gæti sagt mér hvað ég á að gera, og hvort það sé þá rétt hjá mér að Nítratið sé of hátt, og hvernig ég næ því niður... þá væri ég mjög þakklátur.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef þú vilt ná nitratinu niður þá eru regluleg vatnsskipti besta leiðin. :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Vargur wrote:Ef þú vilt ná nitratinu niður þá eru regluleg vatnsskipti besta leiðin. :)
Regluleg vatnsskipti eru í raun eina leiðin. Efnin sem eiga að taka nítrat úr vatninu eru misgagnleg og endast stutt.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Var þetta Nítratmagn að drepa þessa fiska ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er erfitt að svara því, sérstaklega ef ekki liggur fyrir hve mikið nitratið er hjá þér. :)
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

guns wrote:No3 var aðeins yfir 0inu... á svona öðrum litarreit á þessu testi, eða þar rétt fyrir neðan... Þetta eru þá kannski 20mg á líterinn. Ph stigið var rétt tæplega 8 sem ætti að vera gott fyrir Áfríkana, en kannski ekki eins gott fyrir pleggana.

Skýringin þá væntanlega komin.... Þarf ég eitthvað grugg til að ná niður þessu Nítrati ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég sá ekki þetta svar hjá þér.
Þetta er nú ekkert skelfilega hátt no3 og ætti ekki að hafa drepið fiskana.
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Fékk tvær ankistur í búðinni... þær eiga vonandi að þola hærra Ph gildi... og ég tók mér líka góðan tíma í að leyfa þeim að aðlaðast vatninu.

Alltaf gaman að læra nýtt. Vil þakka ykkur reynsluboltum fyrir aðstoðina :) Þeir í versluninni hjálpuðu líka helling :)
Post Reply