Vantar Kol í tunnudælu ( Activated Carbon )

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Zenwork
Posts: 39
Joined: 02 Dec 2012, 22:15
Location: Rvk
Contact:

Vantar Kol í tunnudælu ( Activated Carbon )

Post by Zenwork »

Veit einhver hvar hægt er að fá kol sem sett er neðst í Tunnu dælur.
Er búinn að fara á nokkra staði án árangurs.
Fisko á reyndar von á þessu einhvern timann.
Mér var sagt að ég gæti notað hvað kol sem ef þau eru örugglega viðarkol.
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Re: Vantar Kol í tunnudælu ( Activated Carbon )

Post by RagnarI »

er til í gæludýr.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Vantar Kol í tunnudælu ( Activated Carbon )

Post by keli »

Athugaðu samt að það er ekki æskilegt að nota kol í dælur nema í einstaka tilfellum, t.d. eftir lyfjagjöf. Þau eru aðeins virk í 1-2 vikur og eftir það er ekkert gagn í þeim.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Zenwork
Posts: 39
Joined: 02 Dec 2012, 22:15
Location: Rvk
Contact:

Re: Vantar Kol í tunnudælu ( Activated Carbon )

Post by Zenwork »

Takk fyrir commentin...

Fór áðan og keypti þetta hjá gæludýr.is en þegar heim var komið kemur í ljós að þetta er fyrir Marina Aquarium ( sem sagt saltvatn ).
Er ekki viss um að ég geti notað þetta í ferskvatnsbúr
Vita nú ekki alveg hvað þau eru að selja.
Seldu mér svo líka poka með en þegar ég opnaði pakkann voru kolin í poka.
Samkv. upplýsinum á pakkanum á þetta að duga í c.a. 6 mánuði.

Ástæðan fyrir því að mér datt þetta í huga var að vatnið hjá mér er mun gulara eftir að ég tók kola-pokann úr dælunni sem var ónýtur.
Er með Drift-wood í búrinu og hann gefur nú alltaf smá lít...

Annað:
Þetta er Am-Top 1200L dæla og þessi poki kom með dælunni þegar hún var ný. Samkv. leiðbeiningum átt að hafa þenna poka í dælunni. Samkv. Tjörva sem selur þessar dælur eru þetta Kol.

Ef það er varasamt að hafa þetta í dælunni sleppi ég þessu og skila því...

Product information :
Removes strobnger organic pollution, residues of medication and clears the water discoulourations

B.kv.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Vantar Kol í tunnudælu ( Activated Carbon )

Post by Vargur »

Þú getur vel notað þessi kol.
Settu þau í dæluna og athugaðu hvort liturinn fer úr vatninu. Ég mundi þó ekki hafa þau í dælunni í 6 mánuði.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Vantar Kol í tunnudælu ( Activated Carbon )

Post by Squinchy »

Eins og keli bendir á þá er ekki þörf á þessu á íslandi, nema eftir lyfla gjöf og til að fjarlæga ólykt og lit í vatninu, erlendis er þetta notað til að fjarlægja alskonar efni sem eru í vatninu þar
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Zenwork
Posts: 39
Joined: 02 Dec 2012, 22:15
Location: Rvk
Contact:

Re: Vantar Kol í tunnudælu ( Activated Carbon )

Post by Zenwork »

Takk fyrir greinargóð svör :góður:
Post Reply