Spurningar um gróður og fiska

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Geitin
Posts: 28
Joined: 13 Jul 2013, 17:26
Location: Hafnarfjörður

Spurningar um gróður og fiska

Post by Geitin »

Ég var að kaupa 140L búr og ætla að hafa í því mikin gróður og fiska sem eru rólegir og fjölga sér auðveldlega.
Búrið er 80*35*50cm

Hvaða perur væru bestar?
hvaða fiskar henta best?
hvaða gróður er auðveldur og þarfnast ekki co2 kerfi.
nesquick
Posts: 76
Joined: 17 Sep 2008, 18:13
Location: Reykjavík

Re: Spurningar um gróður og fiska

Post by nesquick »

ef þú ert að pæla í fiskum sem fjölga sér auðveldlega myndi ég fara í gotfiska, guppy, sverðdraga, platy, molly t.d.
annars er alltaf hægt að fara í skalana (angelfish) þeir fjölga sér mikið ef þeir parast, þarf bara að passa að taka hrognin frá þegar þú sérð að þau eru orðin frjó svo þeir éti þau ekki.

varðandi plöntur þá myndi ég fara í anubias (þarf alls ekki mikið ljós og þarf eiginlega að passa að það sé ekki mikið af því heldur því það er þá dálítil hætta á blettaþörugni sem er ekki gaman að ná í burtu, þaf ekki co2)
ég hef verið með hana og vallisneria sem er mjög fljót að stækka og fjölga sér. (skýtur niður afleggjara eins og keðju). hún er geggjuð ef það er mikið af henni í búrinu því þær eru háar og mynda ákveðið "landscape". Getur líka fengið hana í krullaðri útgáfu sem ég kann ekki alveg nafnið á.
Geitin
Posts: 28
Joined: 13 Jul 2013, 17:26
Location: Hafnarfjörður

Re: Spurningar um gróður og fiska

Post by Geitin »

Takk fyrir þetta nesquik

hver er harðgerðastur af sverðdrögum, molly og platy?

En regnbogafiskar eða dannar eru þeir auðveldir og fjölga sér auðveldlega?
User avatar
mundi74
Posts: 48
Joined: 03 Apr 2012, 10:18

Re: Spurningar um gróður og fiska

Post by mundi74 »

Þekki ekki platy, en hjá mér hafa Molly bæði verið harðari af sér og duglegri að fjölga sér en Sverðdragararnir.

Anubias plönturnar mínar dafna vel, en þær vaxa afar hægt. Kannski gott að hafa það bak við eyrað...
_________________

90l Fluval Roma
54l Rena
Geitin
Posts: 28
Joined: 13 Jul 2013, 17:26
Location: Hafnarfjörður

Re: Spurningar um gróður og fiska

Post by Geitin »

Takk fyrir svarið mundi74
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Spurningar um gróður og fiska

Post by Vargur »

Platy eru taldir harðgerðastir en persónulega þykja mér molly og sverðdragarar skemmtilegri.
Sverdragarar eru samt skæðir í að éta seiðin.

Regnbogafiskar og danio fjölga sér auðveldlega en þú þarft að færa annað hvort fullorðnu fiskana eða hrognin í sér búr eftir hrygningu.
Geitin
Posts: 28
Joined: 13 Jul 2013, 17:26
Location: Hafnarfjörður

Re: Spurningar um gróður og fiska

Post by Geitin »

Takk fyrir þetta Vargur

kannski maður byrji bara á gotfiskunum :)
Post Reply