vesen vesen
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
vesen vesen
Sælir/sælar
ég set þetta hér en ég ætlaði aðeins að fá að pústa um fiskavesen.
Ég keypti í september 63L búr og er með í því hreinsidælu, hitara, loft-stein, gervigróður og smá skraut.
Í þetta setti ég 3 litar tetrur, 3 fiska sem eru einhversskonar hawaii týpa, 6 týgrisbarbar, pictus og ryksuga.
ég fór í dag í ákveðna verslun og keypti fiska til viðbótar fyrst ég var á ferðalagi og á leiðinni heim þar sem ég bý ekki nálægt gæludýraverslun.
Mér var sagt að í þetta búr gæti ég alveg sett neon tetrur svo ég keypti 6 stk, mér var einnig sagt að ég gæti haft BALA HÁKARL! svo ég keypti einn þannig...
Svona um tveim klukkustundum eftir að ég skellti þeim í búrið var pictusinn búinn að éta allar neon tetrurnar og liggur nú á botninum og er að springa af ofáti. Þá athugaði ég veraldarvefinn og sá að pictus á ekki að vera með litlum fiskum, pictus á að vera í fjórum sinnum stærra búri og einnig að bala hákarlinn minn þarf sirka 10 sinnum stærra búr en hann er í nú þegar... djöfull er ég pirraður núna að henda svna frá mér peningum...
er pictusinn að fara að drepast?
er söluaðilli að einhverju leiti ábyrgur hér?
ég set þetta hér en ég ætlaði aðeins að fá að pústa um fiskavesen.
Ég keypti í september 63L búr og er með í því hreinsidælu, hitara, loft-stein, gervigróður og smá skraut.
Í þetta setti ég 3 litar tetrur, 3 fiska sem eru einhversskonar hawaii týpa, 6 týgrisbarbar, pictus og ryksuga.
ég fór í dag í ákveðna verslun og keypti fiska til viðbótar fyrst ég var á ferðalagi og á leiðinni heim þar sem ég bý ekki nálægt gæludýraverslun.
Mér var sagt að í þetta búr gæti ég alveg sett neon tetrur svo ég keypti 6 stk, mér var einnig sagt að ég gæti haft BALA HÁKARL! svo ég keypti einn þannig...
Svona um tveim klukkustundum eftir að ég skellti þeim í búrið var pictusinn búinn að éta allar neon tetrurnar og liggur nú á botninum og er að springa af ofáti. Þá athugaði ég veraldarvefinn og sá að pictus á ekki að vera með litlum fiskum, pictus á að vera í fjórum sinnum stærra búri og einnig að bala hákarlinn minn þarf sirka 10 sinnum stærra búr en hann er í nú þegar... djöfull er ég pirraður núna að henda svna frá mér peningum...
er pictusinn að fara að drepast?
er söluaðilli að einhverju leiti ábyrgur hér?
Re: vesen vesen
Sæll
Já sumir eru ekki að vinna vinnuna sina.
Held nú að pictusinn sé ekki að drepast. Hann er frekar ör fiskur og þarf stórt búr og eins með balahákarlinn og hann verður stór lika.
60 litra búr er alltof litið fyrir þessa fiska
Ég myndi allavega prófa að tala við sölumannin um þetta klúður.
Kv
Ólafur
Já sumir eru ekki að vinna vinnuna sina.
Held nú að pictusinn sé ekki að drepast. Hann er frekar ör fiskur og þarf stórt búr og eins með balahákarlinn og hann verður stór lika.
60 litra búr er alltof litið fyrir þessa fiska
Ég myndi allavega prófa að tala við sölumannin um þetta klúður.
Kv
Ólafur
Re: vesen vesen
má ég giska.... dýraríkið?
Re: vesen vesen
jæja pictusinn er að ná sér, þeir hjá versluninni vilja halda því fram að pictusinn minn sé bara ruglaður og að þeir eigi ekki að borða neon tetrur... en eru tilbúnir að viðurkenna að mér var rangt sagt til með hákarlinn og munu endurgreiða mér hann þegar ég skila honum
annars fæ ég 160 lítra búr til viðbótar um helgina og mun þá rúmast betur um þá sem þurfa meira pláss
siggi86 ég var nú ekki að fara nafngreina verslunina en eftir svör þeirra í framhaldinu af mikið af röngum upplýsingum er mér alveg sama þó ég geri svo, þetta var í dýraríkinu.
Sé líka að cherry tetrurnar mínar sem hafa verið þrjár frá upphafi hafa það best í 8-10 fiska torfum.
ég í sakleysi mínu hélt að maður gæti verslað við svona fyrirtæki og fengið góðar upplýsingar og að það væri hugsað eitthvað um hvernig fiskarnir munu hafa það en ekki bara hversu mikið er hægt að taka úr veskinu mínu
en það þýðir ekkert að væla það lengur, nú er bara að safna sér upplýsinga sjálfur og versla við þá sem hafa eitthvað vit á þessu
annars fæ ég 160 lítra búr til viðbótar um helgina og mun þá rúmast betur um þá sem þurfa meira pláss
siggi86 ég var nú ekki að fara nafngreina verslunina en eftir svör þeirra í framhaldinu af mikið af röngum upplýsingum er mér alveg sama þó ég geri svo, þetta var í dýraríkinu.
Sé líka að cherry tetrurnar mínar sem hafa verið þrjár frá upphafi hafa það best í 8-10 fiska torfum.
ég í sakleysi mínu hélt að maður gæti verslað við svona fyrirtæki og fengið góðar upplýsingar og að það væri hugsað eitthvað um hvernig fiskarnir munu hafa það en ekki bara hversu mikið er hægt að taka úr veskinu mínu
en það þýðir ekkert að væla það lengur, nú er bara að safna sér upplýsinga sjálfur og versla við þá sem hafa eitthvað vit á þessu
Re: vesen vesen
ég hef átt nokkra pictusa og þeir hafa allir verið ótalegir vargar og éta allt sem kemst upp í þá og meira til
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
- Alí.Kórall
- Posts: 131
- Joined: 02 Jul 2012, 16:35
- Location: Garðabær
Re: vesen vesen
Ég hélt tvo pictusa lengi og þeir voru með skemmtilegri fiskum sem ég hef haft. Mjög ofvirkir og spes, en það er alveg ljóst að þeir fara ekki með einhverjum smá fiskum. Það er einfaldlega helber vitleysa að blessaðir pictusarnir fari með einhverju sem er ekki mjög stæðilegt og þolir lætin.
Einföld lausn, eftir að þú ert búinn að fá endurgreitt þá skiptiru einfaldlega ekki við þá framar. Ítrekaðu kröfuna með vísun í umsagnir um fiskinn af síðum.
Þráðarhöfundur hefði nú getað farið betur að ráði sínu en engu að síður eru þessir viðskiptahættir alveg ólíðandi.
Einföld lausn, eftir að þú ert búinn að fá endurgreitt þá skiptiru einfaldlega ekki við þá framar. Ítrekaðu kröfuna með vísun í umsagnir um fiskinn af síðum.
Þráðarhöfundur hefði nú getað farið betur að ráði sínu en engu að síður eru þessir viðskiptahættir alveg ólíðandi.
mbkv,
Brynjólfur
Brynjólfur
Re: vesen vesen
Sammála Alí-Kórall, mjög skemmtilegur pictusinn, varðandi að fara betur að ráði sínu þá er mjög erfitt fyrir byrjenda að versla frá Dýraríkinu... Engar upplýsingar um vöruúrval eða vörur er að finna á netinu hjá þeim og svo mætir maður á staðinn til að skoða og versla og maður fær ekkert nema rangar upplýsingar með vörunni...
Ég á von á sendingu frá Tjörva í kvöld og kem sennilega til með að halda mínum viðskiptum þar
Ég á von á sendingu frá Tjörva í kvöld og kem sennilega til með að halda mínum viðskiptum þar
- Alí.Kórall
- Posts: 131
- Joined: 02 Jul 2012, 16:35
- Location: Garðabær
Re: vesen vesen
Til þess er nú síðan. Ég hefði allavega getað sagt þér þetta. En engu að síður er þetta lélegt.Heidarr wrote:Sammála Alí-Kórall, mjög skemmtilegur pictusinn, varðandi að fara betur að ráði sínu þá er mjög erfitt fyrir byrjenda að versla frá Dýraríkinu... Engar upplýsingar um vöruúrval eða vörur er að finna á netinu hjá þeim og svo mætir maður á staðinn til að skoða og versla og maður fær ekkert nema rangar upplýsingar með vörunni...
Ég á von á sendingu frá Tjörva í kvöld og kem sennilega til með að halda mínum viðskiptum þar
Ég verð hinsvegar að segja að ég fatta ekki svona viðskiptahætti. Þeir verða einfaldlega af þér.
Tjörvar er nú duglegur að selja mér hitt og þetta, en ráð um hvað fer saman og svona hafa alveg verið solid, en ég hef líka tjékkað vel á þessu sjálfur.
mbkv,
Brynjólfur
Brynjólfur
Re: vesen vesen
Við hvern talaðir þú við í Dýraríkinu?
Man ekki eftir þér?
Einnig þegar þú komst aftur og keyptir tetrunar mintistu á að þú ættir pictus
Man ekki eftir þér?
Einnig þegar þú komst aftur og keyptir tetrunar mintistu á að þú ættir pictus