Jæja þá er maður kominn aftur :)

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Jæja þá er maður kominn aftur :)

Post by mixer »

Ég er að smitast aftur af fiska dellunni, er með 54L og langar að gera það að fallegu gróðurbúri. Hverju mæla menn og konur með í svona sýnishorn af búri??

Ætla að vera með svartann fjörusand í botninum og það sem fer í búrið af lifandi kvikyndum er allavega, Ancistru par og svo var ég að spá í rækjum eða einhverju sem þarf ekki að hafa of miklar áhyggjur af ef maður er bara heima aðrahvora viku :)

Kv. Einar Vignir
er að fikta mig áfram;)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Jæja þá er maður kominn aftur :)

Post by Elma »

gætir haft t.d rækjur og dvergregnboga eða fallega endler.
Litla corydoras eins og Pigmy Cory, þeir vilja vera samt
ekki færri en fimm saman, en mjög fallegir og skemmtilegir fiskar,
og/eða Hvítfjallabarba. Flottir saman nokkrir saman í hóp.
Spurning hvort að ljósið bjóði upp á nema einfaldan gróður.
ertu með einhverjar hugmyndir sjálfur hvað þú vilt hafa?
Gætir haft t.d Vallisneria nana eða V.spiralis, anubias,
javamosa, hygrophila polysperma, einhverjar Crypto...
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Jæja þá er maður kominn aftur :)

Post by keli »

Það er líka mjög skemmtilegt að vera með rækjur í svona litlum búrum, þær njóta sín vel þar, og eru gríðarlega duglegar að spæna í sig allan þörung. Möst í gróðurbúr finnst mér. Búrið er í minna lagi fyrir ancistrupar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Jæja þá er maður kominn aftur :)

Post by Frikki21 »

Ef þú ert með svona litlar rækjur í búrum eru þær ekki étnar af fiskunum eins og gotfiskum ef þú ert með gotfiska í búrinu? Og borða rækjurnar svo black alagea af gróðri ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Jæja þá er maður kominn aftur :)

Post by Elma »

ef hann er með litla fiska eins og t.d endler eða dvergregnboga
þá sleppa rækjurnar alveg.
Ég hef t.d haft rækjur með corydoras og kuli álum (ála bótíum, eel loach)
og það var allt í lagi.
Ég er núna með rækjur og Congo tetrur saman og þær eru enn í búrinu allavega :)
Aðal malið er að vera með einhvern gróður í burinu til að rækjurnar
geti falið sig ef þær vilja.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Jæja þá er maður kominn aftur :)

Post by Frikki21 »

Er red cherry rækjur þá málið og þarftu ekki að fá sitthvort kynið ? Er auðvelt að kyngreina þær og fjölga þeim ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Jæja þá er maður kominn aftur :)

Post by Elma »

þurfa ekkert endilega að vera cherry rækjur.
en jú það þarf að vera kk og kvk til að þær fjölgi sér.
Karlarnir eru mjóir um sig ef þú horfir á
þá á hlið til en kerlingarnar eru breiðar.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Re: Jæja þá er maður kominn aftur :)

Post by mixer »

Jæja þá er ég kominn með smá gróður og 4 litlar rækjur í búrið.
er að fikta mig áfram;)
Post Reply