Nýir notendur!

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Hrannar E.
Posts: 98
Joined: 18 Jan 2007, 06:27
Location: Grindavík

Post by Hrannar E. »

[quote="Hrannar E."]Ég heiti Hrannar og er 13ára ég er með eitt 54l búr 8)

Image
Guppy kvk

Image
Guppy kk og Platty

Image
Barbarnir


Image
Glowlight Tetrur

Image
Guppyseiðin

Image


Image


Image


Image
Neon

Image
Neon og Glowlight

Image
Sverðdragi

Image
Búrið í heild

Image
Guppy
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Síðasti gúppíinn er meiriháttar.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Eftir fundin fór ég að vilja sjá bara alla setja hér inn mynd af sér, raunverulegt nafn og smá kynningu.
Ekki bara nýjir notendur.
Skemmtilegra að vita rétt nöfn nú eða geta sett viðurnefnin í samhengi við raunveruleg andlit.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Eigum við ekki bara að setja upp sér þráð fyrir kynningu á notendum.
Þar setji menn inn nafn, mynd og jafnvel starfsheiti.

Væri ekki ráð að setja upp þannig þráð í Off-topic, væri ekki bara ráð að Birkir startaði þeim þræði ?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

On it litli minn.
Til þeirra sem nenna ekki að skrifa kynninguna á sér upp á nýtt sem kemr fyrir í þessum þræði, þá vil ég benda ykkur á að fara í "edit" og copy paste það yfir á nýja þráðinn.
Ég byrja. Vergz...sticky á kvikindið.
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

Hæ öll, ég heiti Kristín og áhugamálið er garðtjörnin :wink:
Ég hef haft mikinn áhuga á "vatnagörðum" í mörg ár en þekki ENGAN á Íslandi sem hefur sama áhugamál ..
-vonandi er einhver ykkar tjarnareigandi eða með áhuga.

Það sem heillar mig mest við fiskatjörnina, er síbreytileikinn í lífríkinu.
Einnig það, að ég bjó til læk með fossum & flúðum sem rennur í átt að húsinu (mjög Feng-Shui sko) og niðurinn er einstaklega þægilegur.
Það er eitthvað alveg sérstakt við það að hafa rennandi vatn, en það er tjarnardæla sem sér fyrir því að halda hringrásinni gangandi.

Hlakka mjög til að kynnast ykkur öllum, vonandi eru fleiri en ég hérna með sama áhugamál :shock:

ó, gleymdi næstum - er einnig með 80 lítra fiskabúr inni (ferskvatns) og nokkra fiska sem ég man varla hvað heita :roll: :oops:

Hérna er mynd af garðinum og tjörninni.

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er flott tjörn Kristín. Svona einhvern veginn myndi ég gera ef ég fengi mér tjörn en sé það ekki ske á næstunni.

Ertu með fiska allan ársins hring?
Veistu hvað hún tekur ca. í lítrum talið?

Þú mátt svo alveg koma með mynd af 80 ltr. búrinu, gætir jafnvel fengið upplýsingar um hvað kapparnir heita :wink:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Sæl öll ég heiti Guðný og er 34 ára og er eins og er með eitt 200l síklíðu búr. Ég hef verið með aðra höndina í fiskum frá 10 ára aldri en þá eignaðist ég mitt fyrsta búr sem var 11 l búr og íbúinn var einmanna gúbbý karl sem mér var gefinn. Um 14 ára aldurinn eignaðist ég svo 60l búr þar sem gúbbý karlinn fékk félagsskap af fleiri gúppýum, neon tetrum og glóðartetrum og eldhala. Ég tók mér svo 3ára pásu frá fiskum þegar ég hafði verið meira og minna í þessu í 15 ár. Mér tókst nú ekki að halda mig frá fiskunum lengi og var með 2 60 l búr um tíma en færði mig yfir í afrískar Malawi síklíður fyrir 6-7 árum og stækkaði þá við mig í 200l búr og tæmdi hin. Þar til í síðustu viku var ég engöngu með Malawi síklíður en bætti við 3 demants síklíðum. Á svipuðum tíma datt ég um þetta fína spjall og dauðlangaði auðvitað að vera með umræðunum :D

Búrið:
Image

Íbúarnir:
Image
Image
Image
Image
Last edited by Kitty on 23 Jul 2007, 20:06, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Laglegt ! Við verðum að fá þráð um búrið þitt hér á spjallinu. Lítur vel út og myndirnar eru heldur betur fínar.
repp
Posts: 58
Joined: 07 Dec 2006, 19:09

smá um mig og fiskana mína!

Post by repp »

Hæ ég heiti Ólinga og er 41 árs, bý á Hofsósi og ánetjaðist fiskunum aftur..ekki alls fyrir löngu. Ég var með guramia og gubby-tetrur svona bland í búri þegar ég var púki en tók mér pásu yfir allra erfiðustu gelgjuárin svo fékk ég mér fiska aftur einhverntíman seint á síðustu öld ...en búrið brotnaðií flutningum og þetta var bara bras..síðan vann ég bökur í póker 95 og þurfti eðlil eftir því sem þær stækkuðu stærri búr .. gafst upp þegar ég var komin með þær í 450l lét þær frá mér í fyrra en hélt búrinu..og svo fékk ég mér annað búr og svo annað ....kannast ekki einhver við þetta? Nú er ég með ameriskar í 450l

1 stk gibbi ca 20 cm
1 synodontis 20 cm
1 eldmunni 11 cm
1 GT ca 15 cm
3 JD 10 - 15 -20 cm
3 sajica 8 -8 -10 cm

svo er ég með 220l Afriskar + gestir

3 Johanni 2 hrygnur +hængur.
4 lombardoi 2+2 ...(og held ég 4 seiði sem eru orðin 2 1/2 cm)
4 litlar demantacikliður
3 litlir eldmunnar (ca 4 cm)
1 held ég Mbuna
1 hrygna ....( :roll: ) hún og Mbuna eiga 3 seiði sem eru orðin 5 cm
3 Kingzei hængur og 2 hrygur ekkert að gerast þar...
Haplochromis obliquidens zebra par
gibbi 17 cm
2 gulir epla og 2 brúnir eplasniglar.
oh 3 spikfeitir gullbarbar :oops: ..ekki lengur gaf þá!

1 rena philstar xp3 dæla

svo er 120 l þar eru 2 sae 8 og 11 cm
2 skalar svartur og röndóttur
3 kirsuberjabarbar
5 kardinálar
2 corydorasar (par!)
einn haugljótur bardagafiskur
þetta er gróðurbúrið mitt...

svo er eitt búr með corydorasseiðum...
eitt með 6 JD seiðum orðin ca 1 cm
og eitt með lombardoi seiðum ca 2 cm og gulum brúsk
2 corydorasarhrygnum

eitt búr enn þar er kartan Rósa

mig langar í eitt enn búr og þykist vera að taka til..leita að plássi en þá myndi ég fá mér Óskara!

þetta er staðan eins og er!

Ég á gamla vél Pentax...en ekki skanner .. svo sorry no photos í bili...
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Ég er 18 ára stelpa, í framhaldskóla og vinn í Nóatúni. Ég hef verið í fiskunum mjög lengi með pásum og er þetta mitt fyrsta búr eftir nokkurra ára pásu, en no worry.. er vön fiskum svo það væsir ekkert um þá held ég :P Ásamt þessum fiskum á ég 2 hunda, þá Nóa og Burkna. Nói er labrador blendingur og Burkni er hreinræktaður Cavalier King Charles Spaniel og eru um 2ja ára báðir.

Ég á 60 L búr. Svoldið þröngt á þingi þar vegna þess ég álpaðist til að bjarga nokkrum fiskum frá klósett ferð! en það er allt á leiðinni að lagast! :lol: Mér finnst svo ljótt að senda þá í klósettið svona lifandi verum, býst við því að þið séuð sammála því svo það verður bara að hafa smá þröngt í smá tíma. Þetta er samt ekkert alveg klikkaðslega mikið þröngt, bara í þrengri kantinum og ekki eins rúmt og ég vildi.

Ég er s.s með 4 gúrama, 2 blá og 2 gull var mér sagt þegar ég keypti þá. 3 gullfiska ( þ.a.l. einn sem ég bjargaði), 2 goldenskalara, 1 glersugu & 1 botnsugu, 7 tetrur,3 Neon og 4 glow light minnir mig að þær heita(sem ég bjargaði frá klósettinu ásamt botnsugunni.)

Þetta eru einu myndirnar sem ég er buin að taka, vantar tetrurnar, einn blágúraman held ég og botnsuguna á þessar myndir. Og ég var að skipta út vatni þess vegna er lokið ekki á. En enjoy :D

- MYNDIR -

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Ein mynd af hundunum her til gamans.

Image
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
biddam
Posts: 2
Joined: 17 Oct 2007, 17:02
Location: Reykjavík

Post by biddam »

Ég heiti Birna, fædd 1965 og er búin að eiga búr síðan á sumardaginn fyrsta ef ég man rétt. ég byrjaði með kardinaltetrur, einn pínulítinn ryksugufisk sem fljótlega breyttist í hval, guppya, sverðdraga bardagafisk. Fljótlega fór allt að drepast hjá mér þrátt fyrir að ég teldi mig hafa gert allt rétt í byrjun og flestir fiskarnir drápust. Mér varð ekki um sel og var að pæla í að hætta við, en þráaðist við og núna eru í 54 lítra búrinu 10 kardinaltetrur, 2 trúðabótíur, fimm heimafæddir gúppí og pabbi þeirra, samtals 6 gúbbífiskar og 1 lítil ankistra, sem ég fékk í skiptum fyrir hvalinn(ryksuguna sem ég fékk fyrst). Þar eru líka þrjár plöntur, þar af tvær sem ég keypti í dag og litlir leirblómapottar fyrir fiskana til að fela sig í. Núna langar mig til að fara í stærra búr, hef heyrt að fiskar séu ánægðari og lifi lengur í stærra búri sem og að það sé stöðugri flóra í þeim. Ég er alveg heilluð af fiskunum mínum og bóndinn hefur gantast með það að það þýði lítið að koma heim með blóm nóorðið, nú sé málið fallegur fiskur í poka. Myndir koma kannski ef ég kemst uppá lagið með að taka myndir af búrinu þannig að fiskarnir sjáist. Er fegin að ég hætti ekki við allt þegar illa gekk. nú eru byrjunarörðugleikarnir að baki og ég með nokkuð heilbrigt fiskabúr.
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Pétur heiti ég og er frá Sauðárkróki og er 24 ára.
Ég er með 400l búr og er uppstaðan í þvi skalar.
Enn svo eru 2 stórir bláhákarlar, 3 balar, 2 brúskar, 3 pleggar.
1 rauðuggabótía, 4 synadontis(orðnir svoldið stórir)
Kann ekki að setja inn myndir..

Kv Pippi
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Pippi wrote:Pétur heiti ég og er frá Sauðárkróki og er 24 ára.
Ég er með 400l búr og er uppstaðan í þvi skalar.
Enn svo eru 2 stórir bláhákarlar, 3 balar, 2 brúskar, 3 pleggar.
1 rauðuggabótía, 4 synadontis(orðnir svoldið stórir)
Kann ekki að setja inn myndir..

Kv Pippi
Fljótlegt og auðvelt að setja inn myndir með þessari síðu: www.fishfiles.net

Velur bara myndina, sendir inn (getur tekið nokkrar mín), og svo seturðu kóðann hér inn sem þú færð.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Image
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Þakka þér fyrir keli
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Jakob Axel heiti ég og er 13 ára. Ég er með eitt 128 l og svo 1 30 sem er með fiskum til sölu og svo 2 lítil tóm búr bæði um 30 l en í 128 l eru

lítill óskar
walking catfish
corydoras aenus
2x pleggar

og þeir til sölu
3x convict
1x frontosa
1x ancistra
[img]http://www.fishfiles.net/up/0801/z9rgg3 ... ir_110.jpg[/img]
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Sæl, ég heiti Karen og er 15 ára að detta í 16 núna í júní.
En ég byrjaði í fiskum kannski 8 ára að aldri og var þá með ca. 50L búr og í því voru 2xgullfiskar(slæðusporðar), einn ryksugufiskur (ekki viss hvernig) og einn dverggúrami minnir mig.
En svo tók ég pásu í þó nokkur ár og fékk svo gullfiska í kúlu frá systur minni
og þá var ég 13 ára, svo fékk ég þægilegt 10L búr og var með gullfiskana í því, svo bættust við annar gullfiskur og einn kk bardagafiskur (var einmitt of lítið pláss) en svo fóru gullfiskarnir og þá fékk ég 28L búr sem ég er með núna og í því voru gúbbý fiskar og svo fékk ég annað 10L búr og í það fóru einn klófroskur (albinó) og spænsk salamandra og þau er þar enn (ætla að selja) og svo kom 8L búr með einn bláhumar og hann fór fljótt í 28L búrið eftir að gúbbýarnir fóru, nú svo kom 6L búr og þar er gullfiskur (slæðusporður) og svo var að koma fyrir stuttu 55L búr og þar er ein fire bellied newt en svo eru að koma breytingar á flestum búrunum :D

En í mínum búrum eru núna (kem svo með breytingar seinna):

55L: 1xfire bellied newt
28L: 2xhumraungar
10L: 1x(KK)bardagafiskur
10L: 1xalbinó klófroskur og 1x spænsk salamandra
8L: Tómt!
6L: 1xgullfiskur(slæðusporður)
3L: 1xbláhumar

P.s. 3L búrið er auka búr!

Takk fyrir mig :wink:
Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

Post by Steini »

Hæ, ég heiti Steini og er 15 ára. ég er mikill dýraaðdáandi og hef alltaf verið og er með hlutastarf í fiskeldi. ég á eitt 130 l búr og í því eru 1 Gibbi og 1 Polypterus Senegalus, síðan á ég 20 l og þar eru 2 platy og 2 zebra síðan eitt sona 12 l seiðabúr
hér koma myndir
Image
búrið eins og það er :)
Image
Polypterusinn á uppáhalds staðnum
Image
Gibbinn, hann er enn bara sona 6,5 cm en stækkar hratt :-)
Image
Polypterusinn eru rúmir 11 cm
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

55L: 1xfire bellied newt
28L: 2xhumraungar
10L: 1x(KK)bardagafiskur
10L: 1xalbinó klófroskur og 1x spænsk salamandra
8L: Tómt!
6L: 1xgullfiskur(slæðusporður)
3L: 1xbláhumar

P.s. 3L búrið er auka búr!
Jæja ætla að breyta þessu :)

55L:
7xdanio
2xgullgúramar
1xskali
1xsvarðdragakella
28L: 1xfire bellied newt
10L: 1xbardagakall (blár)
10L: 1xspænsk salamandra og 1xalbinó klófroskur (ætla örugglega að selja)
8L : 1xbardagakall (rauður)
6L : 1xgullfiskur (slæðusporður)
6L : 1xbardagakall (afmælisgjöf)
3L : 1xbláhumar (ætla örugglega að selja líka)
User avatar
bonita
Posts: 87
Joined: 01 May 2007, 17:57

sd

Post by bonita »

Hæ Agnes(19ára) og Jórunn(13ára) heitum við og vill svo til að við erum systur og erum alveg hútt á þessu fiskadóti.. Við erum með 2 búr en byrjuðum bara með eitt búr sem var með fangasíkliðum en gáfumst upp á þeim þar sem búrið var of lítið..
Það var mikið tuðað þegar við ákváðum að fá okkur fiska en núna eru mamma og pabbi sjálf hútt á þessu.. MAmma farin að koma með fiska heim þegar hún skreppur suður og þau farin að slást nánast um að fá að gefa þeim.. og svo eru búrin á svo góðum stað á ganginum eiginlega fyrir framan klósettið svo ef það er biðröð þá er tíminn fljótari að líða með að fylgjast með fiskunum..haha

En núna erum við með
10 gúbbý kellur
3 gúbbý kalla
7 neontetrur
2 ryksugur
Og um 15 seiði

Í minna búrinu erum við með gúbbý kellurnar og eitthvað af stærri neon tetrunum og 2 ryksugur
og í minni búrinu eru seiðin, minni neontetrurnar og gúbbý kallarnir..

Image
Minna búrið
Image
Stærra búrið

Og hér eru myndir af okkur systurm
ImageImage
Jórunn------------------------------ Agnes
haukur k.
Posts: 14
Joined: 27 Jan 2008, 18:59
Location: kópavogur

Post by haukur k. »

hæ ég er nýr hérna og er 13 ára. ég er með búr sem er 180l juwel vision
Image
fiskavinur
Begga
Posts: 11
Joined: 02 Dec 2007, 15:58

Post by Begga »

Hææ.
Ég heiti Berglind og er 16 ára gömul.

Ég fékk mitt fyrsta fiskabúr í jóalgjöf þegar ég var 11 ára.
40 litra búr frá mömmu og pabba. Í það fóru 2 skallar, 3gubbýar, 1 gbbi og 2 sverðdragarar.
eru þeir allir dánir nema annar skallinn. Hinn skallinn dó seinasta okt.

Hef samt aldrei fyrr enn fyrst í lok seinasta árs verið með einhvern rosalegan áhuga á fiskum. Fannst þeir alltaf bara rosalega flottir.

Núna er ég komin með 96 ltr. búr og fiskarnir í því eru 1 skalli, 1 Firemouth kk, 1 Firemouth kvk, hin kvk dó í dag. einn rúmlega 17 cm plegga, 1 Red Tail Shark, 1 Rainbow Cichlid kk og 1 Rainbow Cichlid kvk.

Ég er mjög léleg í myndatökum svo afsakið gæðin.

Image
ein af skallanum minum.
Image
ein af búrinu.
Vitiði einhverja sniðuga aðferð til að ná vatninu undan bakgrunninum án þess að þurfa að færa búrið.

og í lokin ein mynd af mér.. (Tekin fyrir ári síðan)
Image
(Ég er þessi ljóshærða.)
Post Reply