180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
casmak
Posts: 75
Joined: 03 May 2011, 09:24
Location: Hafnarfjörður

180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by casmak »

Nú er ég að fara í smá framkvæmdir í rólegheitum, búin að vera með búrin óbreytt of lengi :lol: svo er bara svo gaman að setja upp nýtt búr.
Ég ætla að breyta 180l búri hjá mér viewtopic.php?f=2&t=12580 í Tanganyika búr, ég er ekki með mikið af tanganyika en það kemur og það virðist ekki vera mikið af þeim hér í verslunum.
Búin að kaupa sand og þá er bara að byrja.

Þeir sem ég á er:
Cuckoo Catfish (Synodontis multipunctatus) 1 stk download/file.php?id=297
Neolamprologus Brichardi 4 stk download/file.php?id=287

Fiskar sem eru á óskalistanum eru:
Calvus Black viewtopic.php?f=5&t=12930 " þó ég vildi helst sýningafiskana í Fiskó :roll: "
Frontosa frá Eika viewtopic.php?f=4&t=6504&start=180 " þó svo þeir verði fljótt of stórir fyrir 180 l á eftir að kynna mér það."
Julidochromis ornatus http://www.riftlakes.com/cichlids/grafi ... s_5547.jpg
Kaiser-moorii Tropheus sp. "ikola" http://www.riftlakes.com/cichlids/grafi ... a_5134.jpg

svo á ég eftir að finna fleiri.

Svona lítur búrið út fyrir breytingu, ég ætla að halda svarta bakgrunninum, held að hann komi vel út með ljósum sandi og eitthvað af gróðri, en bæti við steinum, rótum og greinum sem ég á eftir að redda mér.
Attachments
180_2 %28Small%29.JPG
180_2 %28Small%29.JPG (55.57 KiB) Viewed 26581 times
Last edited by casmak on 23 Dec 2011, 10:03, edited 5 times in total.
4x200l Rekki.
180l ónotað
Canon EOS 500D EF-S 18-55mm

viewtopic.php?f=2&t=12580
User avatar
casmak
Posts: 75
Joined: 03 May 2011, 09:24
Location: Hafnarfjörður

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by casmak »

Ég keypti sand í toysrus 25 kl á ca 1300 kall, það ætti að duga í 180l.
Ég þreif hann vel og lengi sennilega í ca 30-60 mín eða þangað til vatnið var fljótt að tærast þegar ég hróflaði við honum.
Svo er bara að vona að hann komi vel út, hef ekki hugmynd.
Attachments
IMAG0066 (Small).jpg
IMAG0066 (Small).jpg (52.54 KiB) Viewed 26577 times
4x200l Rekki.
180l ónotað
Canon EOS 500D EF-S 18-55mm

viewtopic.php?f=2&t=12580
Eiki
Posts: 257
Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by Eiki »

Þessi sandur kemur vel út, hef séð hann í nokkrum búrum, mjög flottur og ódýr. Líst vel á þetta hjá þér.
ÆME
Posts: 34
Joined: 16 Dec 2008, 15:07
Location: Grafarvogur

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by ÆME »

Flott, ekki margir með tanganyika búr í dag. Sá einmitt callochromis og leptosoma í dýragarðinum í dag, held að það hafi verið lamprologus ornatapinnis þar líka. muna mikið af myndum :-)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by keli »

Eru þetta satanoperca jurupari? Hvar fékkstu þá? :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
casmak
Posts: 75
Joined: 03 May 2011, 09:24
Location: Hafnarfjörður

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by casmak »

Eiki wrote:Þessi sandur kemur vel út, hef séð hann í nokkrum búrum, mjög flottur og ódýr. Líst vel á þetta hjá þér.
flott, gott að heyra þá skelli ég honum í óhikað.
4x200l Rekki.
180l ónotað
Canon EOS 500D EF-S 18-55mm

viewtopic.php?f=2&t=12580
User avatar
casmak
Posts: 75
Joined: 03 May 2011, 09:24
Location: Hafnarfjörður

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by casmak »

ÆME wrote:Flott, ekki margir með tanganyika búr í dag. Sá einmitt callochromis og leptosoma í dýragarðinum í dag, held að það hafi verið lamprologus ornatapinnis þar líka. muna mikið af myndum :-)
nei það virðist ekki vera en allavega gaman að prófa, var það ekki Julidochromis ornatus http://www.riftlakes.com/cichlids/julid ... tus_e.html ég sá hann í dýragarðinum, set hann á listann hjá mér, ekki spurning.
4x200l Rekki.
180l ónotað
Canon EOS 500D EF-S 18-55mm

viewtopic.php?f=2&t=12580
User avatar
casmak
Posts: 75
Joined: 03 May 2011, 09:24
Location: Hafnarfjörður

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by casmak »

keli wrote:Eru þetta satanoperca jurupari? Hvar fékkstu þá? :)
það virðist eitthvað vera óljóst hvort þetta sé skilgreint sem Geophagus Jurupari eða Satanoperca, ég hef alltaf kallað þetta Geophagus, en ég fékk þá fyrir nokkrum mán í Dýragarðinum, skemmtilegir fiskar.
4x200l Rekki.
180l ónotað
Canon EOS 500D EF-S 18-55mm

viewtopic.php?f=2&t=12580
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by keli »

Líklega fiskar frá mér, ég fór með mína einmitt í dýragarðinn.

Þeir voru kallaðir geophagus en voru færðir í satanoperca. Það getur vel verið að það sé búið að færa þá nokkrum sinnum fram og til baka, en satanoperca var það amk seinast þegar gáði :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
casmak
Posts: 75
Joined: 03 May 2011, 09:24
Location: Hafnarfjörður

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by casmak »

já einmitt, en "satan" á ekki mikið við þá, einstaklega rólegir fiskar ;) en flottir fiskar frá þér, hrygndu þeir hjá þér ? ég keypti 2 af þremur og þessir áttu að vera par sem var nýbúið að hrygna í búðinni, en ekkert gerst ennþá.
4x200l Rekki.
180l ónotað
Canon EOS 500D EF-S 18-55mm

viewtopic.php?f=2&t=12580
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by keli »

Nei þeir hrygndu ekki hjá mér, ég var líklega ekki með nógu stórt búr. Ég stórefa það líka að þeir hafi hrygnt í búðinni. Ég fór með 4 fiska í dýragarðinn á sínum tíma, þar af voru 3 pottþétt karlar, 1 sem var líklega kerling.

p.s. satanoperca nafnið á ekkert skylt við satan :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by prien »

Ég var að spá í sambandi við þennann sand, hvernig er svona fínkornóttur sandur er þrifinn þegar í búrið er kominn?
Þá á ég við að sjúga upp úr sandinum drulluna sem maður framkvæmir oft við vatnsskipti.
Ef að notuð er venjuleg malarsuga, fer þá sandurinn ekki bara með vatninu?
500l - 720l.
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by Sibbi »

Eins og þetta hefur virkað hjá mér, er drullan fyrst og fremst að setjast ofaná fína sandinn, sérstaklega í lautir, og ef maður er að hafa vatnaskipti með slöngu er ágætt að nálgast drulluna með slöngunni, og fer þá yfirleitt enginn sandur með ef varlega er farið.
En ef maður er með fiska sem róta í sandinum virkar þetta ekki og drullan blandast fljótt sandinum,,,, OG það verður fljótt stæjuólikt af sandinum.

En hvað veit ég svo sem, þetta er bara mín reinsla.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by Jakob »

keli wrote:Nei þeir hrygndu ekki hjá mér, ég var líklega ekki með nógu stórt búr. Ég stórefa það líka að þeir hafi hrygnt í búðinni. Ég fór með 4 fiska í dýragarðinn á sínum tíma, þar af voru 3 pottþétt karlar, 1 sem var líklega kerling.

p.s. satanoperca nafnið á ekkert skylt við satan :)
Ég las einhversstaðar að Satanoperca þýði Satan's Perch. :)

En ég er forvitinn að vita hvað varð um þá þar sem að mig dreplangar í þessa tegund? :)

Það verður gaman að fylgjast með breytingunum á búrinu.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
casmak
Posts: 75
Joined: 03 May 2011, 09:24
Location: Hafnarfjörður

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by casmak »

það voru 4 upphaflega, 1 drapst í búðinni ég keypti 2 veit ekki hvað varð um þann síðasta, en mér var sagt að þetta væru þeir einu á landinu svo vitað væri. það hlýtur að vera hægt að panta þá.

En þetta er rétt hjá kela, þeir voru flokkaðir sem Geophagus Jurupari en það rétta er Satanoperca Leucosticta svo það sé á hreinu :D
4x200l Rekki.
180l ónotað
Canon EOS 500D EF-S 18-55mm

viewtopic.php?f=2&t=12580
User avatar
casmak
Posts: 75
Joined: 03 May 2011, 09:24
Location: Hafnarfjörður

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by casmak »

Ég prófaði að setja grót sem ég týndi í sumar á Vigdísarvöllum í bleyti til að sjá hvort það litaði út frá sér, var með það í sólahring og allt virtist í lagi.

Image

Nú er komið að breytingu.
Regnbogasíklíðurnar og Ancistrunar voru búnar að hrygna þannig ég þurfti að flytja seiðin yfir í önnur búr.
hellingur hjá regnbogas. og 22 hjá ancistrus 13 brún 9 gul, eru þetta albinóar eða eiga þau eftir að verða brún ?

Image

Image

..og svo var byrjað að tæma

Image

Fjarlægði mölina með háf

Image

og restina með affallslöngunni fór svo með glersköfu og stálull á glerið að innan.

Image

setti sandinn í og mér líst nokkuð vel á hann..

Image

rótina

Image

steinana og gróður

Image

Image

og svo daginn eftir, allt að verða klárt fyrir fiskana..

Image

Ég á öruggega eftir að bæta einhverju í búrið, steinum, gróðri allavega búa til fleirri felustaði.

Image
Last edited by casmak on 29 Dec 2011, 08:45, edited 4 times in total.
4x200l Rekki.
180l ónotað
Canon EOS 500D EF-S 18-55mm

viewtopic.php?f=2&t=12580
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by keli »

Gulu ancistruseiðin verða áfram gul. Foreldrarnir eiga líklega báðir einhverja gula foreldra, og þessvegna kemur gult undan þeim.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
botnfiskurinn
Posts: 218
Joined: 23 Jan 2009, 09:18
Location: RVK

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by botnfiskurinn »

Mjög flott hjá þér!
400L Juwel Polypterus+
160L Polypterus uppeldi
User avatar
casmak
Posts: 75
Joined: 03 May 2011, 09:24
Location: Hafnarfjörður

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by casmak »

Þá er búrið komið eins og ég vill hafa það, bæti við fiskum hægt og rólega, ég á eftir að venjast þessu, er með Malawi búr líka og þar er alltaf brjáluð læti margt í gangi en það virðist sem Tanganyika séu rólegri, en líklega eru þeir að venjast aðstæðum.

3x Neolamprologus brichardi
2x Neolamprologus tetracanthus
1x Synodontis multipunctatus
2x Ancistrus
2x Herotilapia multispinosa "Rainbow Cichlid" til að fylla uppí þangað til ég fæ fleirri Tanganyika

Image

Image

Neolamprologus brichardi

Image

Neolamprologus tetracanthus

Image

Synodontis multipunctatus

Image

Image

Image

Image
4x200l Rekki.
180l ónotað
Canon EOS 500D EF-S 18-55mm

viewtopic.php?f=2&t=12580
Eiki
Posts: 257
Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by Eiki »

Kemur mjög vel út.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by Elma »

mjög flott breyting!
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by Jakob »

Fallega uppsett búr.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
casmak
Posts: 75
Joined: 03 May 2011, 09:24
Location: Hafnarfjörður

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by casmak »

var að bæta við 2 stk af Altolamprologus compressiceps "Compressed Chiclids" þeir eru ekki nema ca 3 cm á stærð og vaxa mjög hægt, ca 2 cm á ári þannig að ég verð að vera þolinmóður en annars skemmtilegir fiskar.

Image

Image

Image
4x200l Rekki.
180l ónotað
Canon EOS 500D EF-S 18-55mm

viewtopic.php?f=2&t=12580
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by Ásta »

Hvar fékkstu Altolamprologus compressiceps "Compressed Chiclids"?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
casmak
Posts: 75
Joined: 03 May 2011, 09:24
Location: Hafnarfjörður

Re: 180 l breyting í Tanganyika - Casmak -

Post by casmak »

Ásta wrote:Hvar fékkstu Altolamprologus compressiceps "Compressed Chiclids"?
Fiskó það voru til 5 stk.
4x200l Rekki.
180l ónotað
Canon EOS 500D EF-S 18-55mm

viewtopic.php?f=2&t=12580
Post Reply