Sæl öll
Ég er að fara að setja upp 20l. búr í eldhúsinu. Er eitthvert vit í að taka vatn og eða kreista úr dælusvampinum úr 54 l. búrinu sem er búið að vera í gangi lengi allt í góðu gengi þar og setja í 20 l. búrið. Svo er líka spurningin á ég að setja einhverja fiska í það fljótlega eða á ég að bíða í einhverjar vikur? Ef það er lagi að setja í það fiska hvaða teg. þá? Hugmyndin er að hafa 2-3 guppykarla í því. Er bara pínu hrædd um að þeir þoli ekki að fara í nýuppsett búr. Hef lent á guppykörlum sem hafa verið viðkvæmir. Eru nokkuð til einhverjir ofurlitlir "ryksugufiskar" eins og miniútgáfur af corydoras sem geta verið í svona litlu búri? Væri kanski best að vera með rækjur eða eplasnigla í staðinn fyrir botnfiskana, þessi lítrafjöldi setur manni óhjákvæmilega miklar skorður í fiskavali.
Kv. Guðný
p.s. ég er ekki að tala um að taka eingöngu vatn úr hinu búrinu heldur, bara að hluta til.
Uppsetning á 20 l. besta aðferð til að það cykli sig?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
-
- Posts: 20
- Joined: 03 Oct 2011, 13:39
Re: Uppsetning á 20 l. besta aðferð til að það cykli sig?
ég myndi ekki vera að taka vatn úr hinu búrinu gerir í raun voðalega lítið best að setja nýtt vatn og 1-2 litla gullfiska í 2-3 vikur ef þú vilt vera alveg örugg og best er að vera með notaða dælu að mínu mati
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
Re: Uppsetning á 20 l. besta aðferð til að það cykli sig?
Code: Select all
Er eitthvert vit í að taka vatn og eða kreista úr dælusvampinum úr 54 l. búrinu sem er búið að vera í gangi lengi allt í góðu gengi þar og setja í 20 l. búrið
Guppy mundi ég nú telja lakasta fiskinn í nýuppsett búr, af þessum sem þú nefnir.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
-
- Posts: 20
- Joined: 03 Oct 2011, 13:39
Re: Uppsetning á 20 l. besta aðferð til að það cykli sig?
Takk fyrir þetta strákar. Ég færi þá dæluna á milli í smá tíma.
Kv. Guðný.
Kv. Guðný.