Hjálp þegin

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
mekkin
Posts: 31
Joined: 02 May 2011, 19:23

Hjálp þegin

Post by mekkin »

Hæ ég var að fá 80 lítra búr og ég kann ekki að þrífa það. Hvernig á ég að taka vatn úr því og þrífa það ? Ég kann ekki á þessi vatnsskipti og að þrífa. Vill einhver gefa mér ráð?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Hjálp þegin

Post by Andri Pogo »

kíktu á þetta og sjáðu hvort þú verðir ekki einhverju nær:
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?f=14&t=8306

þú myndir kannski frekar nota neðri aðferðina, þægilegra á minni búrum til að stjórna betur hvað fer mikið vatn úr.
Ágætt að miða annars við 30-60% vatnsskipti.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
mekkin
Posts: 31
Joined: 02 May 2011, 19:23

Re: Hjálp þegin

Post by mekkin »

Heyrðu ég fatta þetta engan vegin hehe. Hvernig á vatnið að sogast sjálfum sér upp einhverja slöngu?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Hjálp þegin

Post by Andri Pogo »

þú sýgur aðeins í hinn endann og passar að sá endi er fyrir neðan endann sem er í fiskabúrinu...
þá kemst rennsli af stað sökum þyngdaraflsins okkar góða :)
(þegar vatnið er byrjað að renna niður slönguna hefuru svona 1-2 sek til að taka slönguendann út úr munninum á þér og beina honum í fötuna, annars færðu skvettu í munninn).
þetta er sama aðferð og er notuð til að stela bensíni af bílum ef þú hefur einhverntíma séð það í bíómyndum.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
mekkin
Posts: 31
Joined: 02 May 2011, 19:23

Re: Hjálp þegin

Post by mekkin »

já okei :) En þarf maður þá bara slöngu?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Hjálp þegin

Post by Andri Pogo »

já, hægt að fá glærar slöngur í byko/húsasmiðjunni, líka hægt að nota venjulegar garðslöngur.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
mekkin
Posts: 31
Joined: 02 May 2011, 19:23

Re: Hjálp þegin

Post by mekkin »

okei takk :-)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Hjálp þegin

Post by Vargur »

Ég dáist oft að Andra fyrir að nenna að svara sömu spurningum tvisvar í sama þræðinum, mér þykir oft fólk gera lítið úr þeirri vinnu sem fer í að svara hér póstum og setja fram upplýsigar sem ættu að hjálpa fólki.
Þó svo að spjallið sé ma hugsað til að aðstoða nýliða þá þykir mér eðlilegt að fólk geti sjálft lesið í gegnum svörin og þurfi ekki að spyrja aftur um hluti sem koma fram í greinagóðu svari.
Hvet þá sem spyrja til að lesa svörin vandlega yfir og jafnvel prófa sjálfa, sérstaklega eins og að ofan þegar Andri vísar í þráð sem inniheldur myndir, greinagóðar og ítarlegar lýsingar af því sem spurt er um.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Hjálp þegin

Post by Andri Pogo »

ég er svo mikið gull af manni :mrgreen:
-Andri
695-4495

Image
Post Reply