Nýgræðingur

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Guja
Posts: 2
Joined: 03 Apr 2011, 09:20

Nýgræðingur

Post by Guja »

Sæl,
Ég er alveg ný í fiskabransanum og er með nokkrar spurningar ef þið vilduð vera svo góð að svara mér.

Keypti mér nýtt 54l búr sem öllu fylgdi, þ.e.a.s. loftdæla, hitari og hitamælir og kom því í gang. Setti loftdæluna af stað og hitarann stillti ég á 24°c. Hitamælirinn stóð í 29°c þegar ég setti hann ofan í og fór hægt og sígandi niður á við, þó aldrei neðar en 26°c. Í gærkvöldi stillti ég hitarann hins vegar á 25°c bara til að gá hvort hitamælirinn færi eitthvað niður (sem hann gerði ekki). Nú er búrið búið að ganga í 36 klst án þess að ná réttu hitastigi og ég einfaldlega tók hitarann uppúr. Og já, það kemur bara rautt ljós á hitarann annað slagið.

1. Getur verið að ég hafi átt að gera eitthvað sértstakt við hitarann áður en hann fór í vatnið?
2. Getur verið að hann sé eitthvað gallaður. þ.e.a.s. hitarinn?
3. Er kannski nóg að hafa bara loftdæluna í búrinu?
4. Ég er með guppy í kúlu 1kvk og 1 kk, langar að koma þeim í þetta búr og svo í framhaldinu, seinna meir, fleiri guppy og ryksugu. Er það ekki alveg raunhæft?
Með fyrirfram þökk fyrir svör :)
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Nýgræðingur

Post by prien »

Mín reynsla af hiturum er sú að hafa þá stillta 2 - 4 gráðum neðar en það hitastig sem maður vill hafa í búrinu.
500l - 720l.
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: Nýgræðingur

Post by unnisiggi »

passaði þig líka að taka ekki hitaran uppúr þegar að hann er í sambandi annars brenur hann yfir
tölurnar sem eru á hitaranum eru ekki endilega nákvæmar þannig að stundum þartu að vera með hann stiltan annaðhvort ofar eða neðar til að fá rétt hitastig í burið
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Nýgræðingur

Post by Andri Pogo »

prófaðu bara að hafa slökkt á hitaranum og sjáðu hvað hitastigið verður næsta dag og hvort það haldist ekki bara áfram...
ég hef nánast aldrei þurft að nota hitara í búrum heima hjá mér, haldast bara í 25-26°
Það er annars ekkert verra að búrið sé í 26° eins og þú segir.
-Andri
695-4495

Image
Guja
Posts: 2
Joined: 03 Apr 2011, 09:20

Re: Nýgræðingur

Post by Guja »

Takk fyrir svörin. Hitastigið hjá mér helst líka í 26°c án hitara svo ég ætla að nota búrið bara án hitarans :)
Fiskarnir eru komnir í búrið og allt virðist vera í góðu lagi.
Mbk. Guja
Post Reply