vatnsskipti

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Nottin
Posts: 19
Joined: 12 Jan 2010, 13:51
Location: Kópavogur

vatnsskipti

Post by Nottin »


Hvað má skipta oft um vatn án þess að stressa fiskana of mikið?
Með fyrirfram þökk
svanson
Posts: 178
Joined: 03 Feb 2010, 23:33

Re: vatnsskipti

Post by svanson »

Það er alltaf talað um að gera vatnaskipti vikulega
Nottin
Posts: 19
Joined: 12 Jan 2010, 13:51
Location: Kópavogur

Re: vatnsskipti

Post by Nottin »

já ég vissi það svo sem var bara að pæla hvort það væri vont að gera það oftar en ég virðist ekki geta lostnað við nitrate úr vatninu. Kannski er ég bara með overstockað eða ég var að pæla hvort of mikil möl væri vont
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Re: vatnsskipti

Post by Sven »

Það fer líka svolítið eftir því hvernig þú skiptir um vatn, það er hægt að gera það með mjög litlu raski eða miklum látum.
Það er allt í lagi fyrir þig að skipta 2-3svar í viku, bara gera þetta án mikilla láta.
Of mikil möl ætti ekki að vera vandamál, ryksugar þú botninn öðru hvoru?
Nottin
Posts: 19
Joined: 12 Jan 2010, 13:51
Location: Kópavogur

Re: vatnsskipti

Post by Nottin »

já ég geri það en hvað mynduð þið segja að væri best að gera til að losna við þetta nitrate af því að ég skipti um vatn vikulega og riksuga aðra hverja viku en samt virðist ég ekki geta losnað við þetta alveg, á ég að skipta oftar eða?....... já og takk fyrir skjót svör
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: vatnsskipti

Post by Agnes Helga »

Spilar ekki svolítið búrastærð og fjöldi fiska? Hvernig er það hjá þér?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Re: vatnsskipti

Post by Sven »

Já, og hvernig dælu ertu með?
Nottin
Posts: 19
Joined: 12 Jan 2010, 13:51
Location: Kópavogur

Re: vatnsskipti

Post by Nottin »

þetta er 200 l búr með 15 malawi siklíðum og 3 brúsknefjum kannski of mikið veit það ekki svo er ég með eheim tunnudælu fyrir þessa stærð (ahem hún fylgdi með veit ekki meira :oops: )
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Re: vatnsskipti

Post by Sven »

Hvernig hefður verið að hreinsa tunnudæluna? Hvaða mediu ertu með í henni?
Nottin
Posts: 19
Joined: 12 Jan 2010, 13:51
Location: Kópavogur

Re: vatnsskipti

Post by Nottin »

ég hef nú bara tekið hana í sundur vikulega. Það eru svona keramik hringir neðst ( skola þá )svo kemur svampur (skola úr honum ) svo koma svona kúlur skola þær líka og svo skola ég hvíta svampinn sem er efst og skifti um hann þegar mér finnst þörf ( sem er kannski á 2ja mánaða fresti ). úff vona að ég hljómi ekki of vitlaus hehe :roll:
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Re: vatnsskipti

Post by Sven »

Hvernig skolar þú þetta? með volgu vatni (svipað heitu og í búrinu)? Það er alveg óþarfi að þrífa dæluna svona oft, og skola þá bara af hringjunum. láttu kúlurnar vera nema það sé farið að sjást mikill skítur á þeim (í þeim er góða bakteríuflóran).
Ef þú ert að þrífa dæluna of oft og t.d. með köldu eða heitu vatni, þá ertu að drepa bakteríuflóruna sem étur nítratið hjá þér.
Eru síkliðurnar annars orðnar stórar hjá þér?
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: vatnsskipti

Post by pjakkur007 »

Ég myndi hætta að þrífa tunnudæluna í svona 4-5 vikur svona til að ná upp flóruni í hana en haltu áfram vatnsskiptunun svona 20-25% á 4 - 6 daga fresti.
tunnudæluna þarf ekki að þrífa fyrren þú tekur eftir að krafturinn á úttakinu fer að minka og ekkert vera að hreifa mikið við keramikinu í dæluni ég tek það aldrei uppúr körfuni sem það er í hjá mér bara rétt skola yfir það undir rennandi volgu vatni. og eins með svampana ég tek þá að vísu uppúr og kreisti úrþeim undir volgu vatni (18-28°)
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Re: vatnsskipti

Post by malawi feðgar »

það er allt í lagi að taka upp í 50 % af vatninu í einu, Malawi síkiliðurnar hjá mér stressast ekkert upp þó ég sé að skafa glerið að innan í leiðinni, get meira að seigja strokið þeim. Ég vatna stundum 2svar í viku :-)
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
Nottin
Posts: 19
Joined: 12 Jan 2010, 13:51
Location: Kópavogur

Re: vatnsskipti

Post by Nottin »

takk fyrir allar ráðleggingarnar :)
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: vatnsskipti

Post by prien »

Nottin wrote:ég hef nú bara tekið hana í sundur vikulega. Það eru svona keramik hringir neðst ( skola þá )svo kemur svampur (skola úr honum ) svo koma svona kúlur skola þær líka og svo skola ég hvíta svampinn sem er efst og skifti um hann þegar mér finnst þörf ( sem er kannski á 2ja mánaða fresti ). úff vona að ég hljómi ekki of vitlaus hehe :roll:
Ef að dælan vinnur þannig að hún tekur vatnið í gegnum neðsta hólfið fyrst, þá væri kannski ráð að hafa hreinsi svampana í neðsta hólfinu, þannig að vatnið hreinsist gróflega áður en það fer um keramik hringina eða kúlurnar sem yrðu þá í miðhólfinu og jafnvel efsta hólfinu líka.
Bakterian sem lifir í hringjunum, þarf súrefni og drulla minnkar verulega súrfnisflæðið til þeirra.
Tek fram að þetta er bara mitt álit en ekki hinn algildi sannleikur.
Það er á marga mismunandi vegu sem fólk setur upp dælurnar sínar.
Annars er ég sammála þeim sem tala um allt of ör þrif á dælunni hjá þér.
500l - 720l.
User avatar
Mía
Posts: 12
Joined: 26 Aug 2010, 11:21

Re: vatnsskipti

Post by Mía »

Ég er byrjandi og veit afskaplega lítið, en er nýbúin að lesa leiðbeiningar og þar var mælt með að skola svampana upp úr vatni úr búrinu sjálfu, til að missa ekki bakteríuflóruna.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: vatnsskipti

Post by Elma »

Þar sem svo lítill hluti góðu bakteríuflórunnar er í vatninu,
þá skiptir eiginlega ekki máli hvort svamparnir eru skolaðir úr hreinu volgu vatni
eða búrvatninu sjálfu.
Góða bakteríuflóran er að mestu í mölinni og í dælunni og að einhverju leiti á öðrum hlutum í búrinu.

Lang best er að nota slöngu til að skipta um vatn í búrinu, fiskarnir verða varla varir við það að
vatnið sé að minnka í búrinu. Annars eru Malawi síkliður ekkert að stressa sig yfir hlutunum :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply