kolsýra

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
svanur
Posts: 63
Joined: 26 Sep 2009, 21:36
Location: keflavik

kolsýra

Post by svanur »

Hæ.Ég er að gefa kolsýru í gegnum aquamedik inline reactor tengdann við powerhead,1000 ltr,virkar fínt en tekur pláss.Ég er með vet dry ehem sem ég loka fyrir loftinntakið svo hann gleypi ekki kolsýruna og er þar af ekki að nýta gripinn fyrir það sem hann er gerður en virkar fýnt,var að hugsa hvort ég ætti kannski að tengja co2 frá loftgóluteljara og beint í loftinntakið á ehemdælunni,hef ekki fundið mikið um það á netinu,einn ánægðan sem segist hafa keyrt búrið sitt svona í tvö ár en engin mynd af búrinu og einn sem var að spá í þessu eins og ég.Er að fara að setja upp stærra búr í næsta mánuði svo ef enginn hér hefur skoðun á þessu þá prófa ég þetta í næstu viku,tek flotholtið úr og co2 í gatið.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Re: kolsýra

Post by Sven »

Hvernig er þetta að ganga? Ég þekki wet/dry filterana ekki nóg til að vera með álit á þessu, en almennt minnir mig að ég hafi lesið að wet/dry filterarnir séu ekki hentugir fyrir búr þar sem verið er að bæta co2 í vatnið.
svanur
Posts: 63
Joined: 26 Sep 2009, 21:36
Location: keflavik

Re: kolsýra

Post by svanur »

Þetta er ekki sniðugt eftir að ég kynnti mér þetta betur,kolsýran getur eyðilagt dæluna,þessi dæla er annars frábær en ekki fyrir gróðurbúr held ég.Ég eignaðist hana fyrir nokkrum árum sem greiðslu fyrir vinnu, svo dó litla tunnudælan sem ég var með tengda við búrið svo ég tengdi þessa.en ég er búinn að vera að prófa mig áfram með gróður í 130 lítra búri,sem er allt of lítið.Ég er að verða búinn að finna út úr því hvernig ég set inn myndir hér svo þær koma fljótlega.Ég er með jólamosa frá þér Sven og hann vex mjög vel.
Post Reply