Fann tvö lítil seiði!

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
napoli
Posts: 31
Joined: 24 Nov 2010, 02:06

Fann tvö lítil seiði!

Post by napoli »

Í stóra búrinu mínu, platty gellan var búin að vera að fela sig mikið undir rótinni minni svo ég ákvað að tékka, fann bara tvö enda stórt búr og þau agnarsmá .. en ég held það séu ekki fleiri .. hún hefur verið í feluleik síðan í gær.. er með fullt af plöntum og slatta af javamosa, ætli hin hafi verið étin? er með 11 gotfiska í smærri kanntinum ..
er með nælonsokk fyrir dælunni svo það kom ekki til greina, ég sé engin augu lengur inn í gellunni (hún er mjög ljós svo ég sá augun) en þau voru nú fleiri en 4 ..

svo er eitt svo skrítið, við vinkonan (sem spottaði seiðin) sáum fyrsta seiðið og það var stærra og svartara, líklegast þá frá annarri kellingu en við finnum það ekki .. kannski missýni en ég held ekki :( vonandi var það ekki étið rétt áðan

oh well .. bara gaman að fá seiði!!

en já annað, ég setti þau í 30L búr saman tvö haha erfitt aðfinna þau, með loftdælu, smá gróðri og felustöðum, og hitara á 26°c eins og þau voru í, ég á bara einn hitara, get ég svissað frá gotfiskunum og seiðunum daglega til að gefa báðum hita??
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Fann tvö lítil seiði!

Post by Agnes Helga »

Hitastigið sveiflast nú hugsanlega eitthvað til ef þú sért að færa hitarann til og frá. Hef annars alveg verið með hitaralaus búr inni hjá mér nokkrum sinnum og það var alveg stabílt í 20-25° (Hef líka gleymt að setja hitarann í samband eftir vatnskipti) En annars eru góðar líkur á því að eitthver seiði lifi af þegar þú ert með gróður, þá sérstaklega javamosa, og aðra felustaði.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Re: Fann tvö lítil seiði!

Post by ellixx »

er með 30 litra seiðabúr sem ekki er hitari í og það er alltaf í 23° og annað 60 litra búr sem er ekki með hitara og það helst svipað hitastigið.

kv
ellixx
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
Post Reply