Er þörungur að angra þig ?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Er þörungur að angra þig ?

Post by Vargur » 03 Feb 2009, 17:58

http://www.aquariumalgae.blogspot.com/
http://www.theplantedtank.co.uk/algae.htm
Hér eru upplýsingar um helstu þörungatýpur og leiðir til að losna við þörung.

Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur » 03 Feb 2009, 22:41

Mögnuð grein og gaman að lesa um hvað þarf að gera til að halda góðu gróðurbúri :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is

eva
Posts: 16
Joined: 01 Nov 2009, 19:35

Post by eva » 09 Nov 2010, 17:05

Aulaspurningar varðandi þörunga 101

Mig langar aðeins að forvitnast um þöruga, er s.s. markmiðið að vera með alls enga? og að það komi alls engir?

Nú er t.d. stórt fiskabúr í hreiðrinu í kringlunni. Hef nú bara séð það tvisvar þannig að ég get bara talað um þau skipti en í bæði skiptin hefur vatnið verið skínandi hreint en dælurörið? alþakið einhverju sem lítur svipað út og black beard algea. Mér finnst það flott en er að pæla er það s.s. óæsækilegt? Í seinna skiptið (fyrir 2-3 vikum) vantaði reyndar nokkrar doppur af hreistri á suma fiskana, er það ekki óeðlilegt?

Er bara novice og er að reyna að halda þessum tveimur gullfiskum sem eru á heimilinu happy. Eru tveir saman í tetra 60 lítra búri. Sandur í botninum og einn leir blómapottur sem hellir. Í búrinu er bara dælan sem fylgdi með því Tetra easycrystal filter 300. Það safnast grænt jukk á glerið í búrinu og á pottinn (þörungar væntanlega). Hvað þarf schedule-ið að vera í þrifum til að losna við þá og halda gullfiskunum nógu happy og vatninu nógu hreinu til að hægt sé að kaupa ryksugufisk sem endist í meira en 1 sólarhring (búin að gera tvær tilraunir og er meinilla við að kaupa fiska til þess eins að drepa greyin). Vatnsskipti hafa ekki verið regluleg (undanfarið er voru c.a 50% á mánaðarfresti) og glerið þrifið með segli þegar græna jukkið böggar mig (c.a. 6 vikna fresti).

Er kannski gott að taka bara myndir af herlegheitunum og mæta með þær í fiskó eða sambærilega búð? Eða eru kannski einhverjir farands fiskafræðingar sem koma heim til manns án þess að þurfi að borga með því að selja nokkur líffæri?

Finnst þetta allt svo flókið þegar kemur að dýrum sem eru virðast sísvöng í hvert skipti sem maður labbar framhjá búrinu og sem er ekki hægt að fara með til dýralæknis til að spyrja út í óvissu atriði. Fékk einhverjar leiðbeiningar fyrst eftir að fiskarnir komu á heimilið fyrir tæpu ári en er samt óviss um hamingju statusinn hjá þeim og vatnsgæðin. Voru þrír á tímabili en svo varð einn veikur og dó fyrir 3-4 mánuðum síðan en hann einmitt leit út fyrir að vera hress alveg bara þangað til hann fór að verða hálf slappur á botninum, reyndi vatnsskipti og salt en það dugði ekki til.

User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma » 10 Nov 2010, 13:04

myndi hafa vatnsskiptin oftan en einu sinni í mánuði.
kannski 2-3x.
Gullfiskar "menga" mikið út frá sér.
Kannski huga að að skipta dælunni út fyrir stærri dælu?
þessi er tæknilega séð of lítil.
Mæli með t.d AquaBal. (og miða við að dælan sé fyrir allavega 100-120L)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L

eva
Posts: 16
Joined: 01 Nov 2009, 19:35

Post by eva » 11 Nov 2010, 15:40

2-3 og hvað mikið magn þá?

Hvað c.a. kostar stærri dæla? 2500, 5000, 7500, 10.000? Er einhver filter í aquabal dælum sem þarf að skipta um reglulega?

Hvað þyrftu vatnsskipti að vera oft ef ég myndi skipta út dælu?

User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma » 12 Nov 2010, 12:10

50%.
það eru einhverjir svampar í AquaBall sem þarf bara að skola þegar dælan er byrjuð að missa kraft.
Þarft auðvitað að skipta um vatn, þó að þú setjir í stærri dælu.
Dælur taka bara burt sjáanlega drullu, en ekki eiturefnin sem safnast upp í vatninu sjálfu.
Þegar þú skiptir um vatn, þá ertu að þynna út eiturefnin sem koma frá t.d fóðrinu sem þú gefur og úrganginum frá fisknum sjálfum.
(nitrit, nitrat, amoniak...)
Þess vegna er gott að skipta oftar um vatn hjá fiskunum.
Þegar það er skipt sjaldan um vatn,
þá hlaðast líka upp næringarefni fyrir þörung til að vaxa og dafna.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L

Post Reply