að smíða búr ?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Hólmfríður
Posts: 138
Joined: 19 Sep 2006, 02:49

að smíða búr ?

Post by Hólmfríður »

Ég var að velta því fyrir mér hvað myndi kosta að smíða sér fiskabúr, þá úr gleri helst...og það yrði að vera frekar stórt...því að það myndi verða fyrir Lungnafiskinn minn, var að pæla í kannski 400l + ...það þyrfti þá ekkert að vera neitt merkilegt, bara gler kassi...og þá með kannski bara gler plötu líka yfir búrinu sem lok eða eitthvað svoleiðis.

Er einhver sem að veit eitthvað um þetta hérna inná :) ?...gæti líka bara fengið glerplöturnar og látið t.d. pabba minn líma þær saman hehe.

Og er þetta ódýrara en að kaupa verksmiðju framleitt búr ?..ég er bara kassa dama í Bónus og á því miður ekki efni á því besta =/
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er sjálfsagt mun ódýrara að smíða búr ef maður þarf ekki að kaupa vinnuna. Á móti kemur að lok og ljós er stór hluti í verðinu á verksmiðjuframleiddu búri og heimasmíðuð búr eru oft hálfklúðursleg með heimagerð lok og ljós.
Ég mundi í þínum sporum mæla út glerið sem fer í búrið og hringja í glersala, td. Íspan og spyrja um verð á glerinu. Ég geri ráð fyrir að í 400 l búr sé æskilegt að glerið sé 10mm þykkt.
Laghentur maður (pabbi þinn ?) er svo nokkra tíma að vinna svona búr með aðstoðarmanni.
Gera má svo ráð fyrir einhverjum kostnaði í sílikon og hugsanlega einhver smáverkfæri.

Besti kosturinn er þó sennilega að reyna að finna notað búr í þessari stærð.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

það er eitt ca 200-250 ltr til upp í hillu á lagernum það fer fyrir lítið
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Það er líka ekkert mál að gera "heimasmíðuð" búr falleg. Ég myndi sjálfur renna yfir glerið með stálull (hún á nefnilega ekki að rispa glerið, nema að glerið sé eitthvað illa farið) eða skafa það rækilega og pússa það aðeins til.

Það er svo hægt að kaupa fyrir alls ekki svo mikin pening, smá grindarefni og krossviðs plötur (og kannski fallegan viðarbæs til að gefa þessu smá look) og pusla þessu saman í flottan stand undir búrið og svo er eflaust hægt að hylja eitthvað af efrihlutanum (hálfgert lok) af búrinu. Mig minnir að 'Squinzy' sé að gera eitthvað svipað með 500 lítra búrið sitt.

Og svo ég segji nú ekki meira, þá er líka alveg hægt að setja bara fallega blikk lista á búrið og hafa það frístandandi.

Annars langar mig að óska þér til hamingju með lungnafiskinn og tilvonandi nýtt búr fyrir gæjann.

Ps. Glerborg í Hafnarfirði eru líka mjög liprir við að gera fín tilboð í gler fyrir fólk sem er að smíða fiskabúr. Íspan er engu síðri, en ég myndi kanna verðmuninn áður en þú kaupir þér gler, ég ætlaði sjálfur að smíða 600L búr einu sinni en í stað fékk keypti ég mér 500L búr sem var í fiskarækt niðri bæ og fékk fyrir hlægilegan pening!
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Post by Eyjó »

Gudmundur wrote:það er eitt ca 200-250 ltr til upp í hillu á lagernum það fer fyrir lítið
Hversu lítið erum við að tala um? :wink:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Af hverju þyrfti frekar að renna yfir glerið og pússa í heimasmíðuðu en verksmiðjufamleiddu?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Ég sagði bara svona, heimasmíðuð búr að mér finnst eru oftar með fleiri rispur og eiga oftast nær marga eigendur á lífsleið sinni, svo ég er ekki að það þurfi minna að hugsa um verksmiðjubúrinn en þau heimasmíðuðu. Svo hef ég lent í því svolítið oft að þegar ég átti mikið af heimasmíðuðu hérna áður fyrr þá fékk maður búrinn svo haugdrullug og þegar maður var búinn að þrífa þetta og vera penn við hlutina og koma þessu fallega fyrir á gangi, holi eða stofunni þá var þetta bara príðist gripur.

Það er líka eitt sem mér leiðist þegar ég labba inní fiskabúð eða heimili sem fiskabúr er og það er ekkert hugsað um það þá líður mér alltaf svo illa að ég er alltaf búinn að bretta upp ermar og til í sullið ... þegar eigandi kærir sig um!
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég verð að viðurkenna að ég fer betur með verksmiðjuframleidda búrið en hitt.
Kannski vegna þess að þetta heimasmíðaða er klunnalegra, kíttið aðeins út á glerið á köflum og ramminn grófari.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Það er öfugt hjá mér, ég held mest uppá verksmiðjuframleiddu búrin mín
þau eru "one of a kind"
Post Reply