180 Lítra byrjunar gróður fikt. Myndir komnar.

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

180 Lítra byrjunar gróður fikt. Myndir komnar.

Post by Gremlin »

Sæl öll sömul ég á 3 búr og ég hef aldrei verið með Gróðurbúr en ég er með hálftómt 180L búr sem mig langar að setja smá gróður í og hef svona nokkrar spurningar.

1) Þarf ég spes undirlag eða kemst ég upp með 5-6cm þykkt lag af 4-5mm möl.
2) Hvað eru góðar byrjenda plöntur sem er auðvelt að nálgast hérna heima.
3) Er í lagi að nota möl með skeljabrotum eða er vissara að fá sér hentugri möl.
Last edited by Gremlin on 13 Oct 2010, 20:57, edited 1 time in total.
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Jæja þar sem lítið var nú um svör og leiðbeiningar þá hérna reið ég á vaðið og setti 3cm lag af möl og svo Initial sticks þar ofaná og dreyfði þeim vel yfir allt búrið og bætti svo 3cm lagi ofaná það svo. Ég keyrði búrið í 3 sólarhringa án plantna og fór svo og verslaði við þá í Fiskó 3 plöntur sem ég kann nú ekki að nefna en ég bað um góðar byrjendaplöntur og fékk svo smá fræðslu um hvernig ég skildi láta þær niður og snirta ræturnar. Ég tók nokkrar myndir og misgóðar af gæðum en vildi svona deila með mönnum og kannski fengið smá tips ef þið sjáið eitthvað sem mætti betur fara.
Image

[/img] Image
Image

[/img]Image
Íbúar búrsins eru þessa stundina.
--------------------------------------
7x Svartneon Tetrur
6x Zebra Danio
4x Gubby
4x Sverðdragar
1x Skali
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Sýnist að þú hafir bara gert allt rétt:)

þetta á eftir að verða fínasta búr hjá þér þegar plönturnar stækka og fjölga sér meira.

en plönturnar eru:
mynd#1: Egeria densa - má klippa ofan af og stinga afklippunum niður.
Mynd#2 Vallisneria spiralis - fjölgar sér með rótarskotum.
verður vanalega ekki mjög há og þessvegna er óþarfi að klippa ofan af
henni, nema þess þarf.
Mynd#3 Echinodorus bleheri - Amazon sverð planta.
en við góðar aðstæður þá verður hún frekar stór og það þarf að snyrta
(klippa burt) skemmd, götótt blöð reglulega.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
eddi
Posts: 117
Joined: 17 Aug 2010, 00:15
Location: Álftanesi

Post by eddi »

hvaða fiska ertu með í búrinu?
Kv:Eddi
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

það stendur fyrir neðan neðstu myndina.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
eddi
Posts: 117
Joined: 17 Aug 2010, 00:15
Location: Álftanesi

Post by eddi »

ok sá það ekki :oops:
Kv:Eddi
Post Reply