Búrin mín
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Langt síðan ég hef sagt nokkuð hér Til að svara síðsta pósti þá varð ég aðeins og löt í vatnaskiptum á tímabili og missti flesstallt úr búrinu (sem var ekki mikið til að byrja með) og ákvað að hafa bara gullfiskana og taka mig á í vatnsskiptum. Síðan drapst sá úr elli sem ég var að passa, þannig að ég ákvað að fara aftur í gotfiskana. Ég hef verið með þá síðan, en aldrei margt í einu vegna þess þeir hafa verið latir við að fjölga sér hjá mér (eða ég ekki nógu fljót að ná upp seiðunum).
Í öðrum fréttum hef ég breytt algjörlega uppsetningunni á búrinu og flutt það úr kópavogu til reykjanesbæjar þar sem ég bý núna í stúdentaíbúð. Klaufinn ég misreiknaði þyngdina sem búrið gat borið við flutningar og fattaði ekki að taka sandinn úr búrinu með þeim afleiðingum að botninn sprakk Þá tók við hjá mér að laga búrið, fyrst þurfti ég að skera botninn lausann og taka allt kítti burt og endurfesta botninn. Þegar því var lokið fór ég að þrífa sandinn í búrinu og viti menn.. það lak Mér hafði yfirsést einhver örlítil glufa í einu horninu. En mér tókst að laga það og búrið er nú flutt af vatni og komnir nokkrir íbúar í það. Ég set inn mynd við tækifæri
Í öðrum fréttum hef ég breytt algjörlega uppsetningunni á búrinu og flutt það úr kópavogu til reykjanesbæjar þar sem ég bý núna í stúdentaíbúð. Klaufinn ég misreiknaði þyngdina sem búrið gat borið við flutningar og fattaði ekki að taka sandinn úr búrinu með þeim afleiðingum að botninn sprakk Þá tók við hjá mér að laga búrið, fyrst þurfti ég að skera botninn lausann og taka allt kítti burt og endurfesta botninn. Þegar því var lokið fór ég að þrífa sandinn í búrinu og viti menn.. það lak Mér hafði yfirsést einhver örlítil glufa í einu horninu. En mér tókst að laga það og búrið er nú flutt af vatni og komnir nokkrir íbúar í það. Ég set inn mynd við tækifæri