Demasoni - í sér búr eða með í rúmlega 400 L ?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Demasoni - í sér búr eða með í rúmlega 400 L ?

Post by Agnes Helga »

Mig langar svakalega í demasoni, og var að spá, geta þeir verið í rúmlega 400 L (aðeins yfir 400) eða þarf ég að fá mér sér búr? Er með malawi síklíður í 400 L með : c.a. 10 mpanga, 4x esterahe, 5x yellow lab, 3x cobalt blue, 1x KK ancistra.

Er annars með c.a. 200-215 L búr sem ég var að spá í að gera að demasoni búri, eini gallinn við það að mér finnst það í svona hærri kantinum og þar með botnflöturinn eftir því, skal setja málin hingað á því þegar ég finn málband. Hve marga demansoni er hentugast að eiga saman? Eru þeir fáanlegir í dag eitthverstaðar? Er alveg kolfallinn fyrir þeim nefnilega.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Demasoni eru bestir margir saman, 10 eða fleiri en ekkert stórmál að hafa nokkra í 400 l með öðrum malawi fiskum.
Ég á eitthvað af demasoni ungfiskum sem ég er til í að láta.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Já, geta þeir sem sagt verið með hinum malawi í búri, passa sem sagt með þeim? Las nefnilega að þeir væri ansi skæðir, en flestir malawi hjá mér eru í ágæti stærð, nema kannski mpanga kerlurnar en þær eru samt engin seiði og allar farnar að hrygna á fullu.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Demasoni eru helst skæðir á fiska af sömu tegund en láta aðra fiska í friði. Reyndar halda aðrar tegundir aðeins niðri bögginu í demasoni.
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

gætu samt ráðist á mpanga því litirnir eru svipaðir en því fleiri í svona stórt búr því betra.
Dýragarðurinn á 20 stk til sölu
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Maður verður að prufa sig áfram þá bara. Vona þeir láti mpanga fiskana mína vera allavega. Takk fyrir svörin
Gunnar, varst þú ekki með mpanga og nokkra demansoni saman í malawi blandi?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

jú voru stundum að atast í þeim en oftast slapp það alveg
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Eitthvað alvarlega mikið eða bara svona normal eins og gengur og gerist a milli síklíða?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

náðu að drepa 2 mpanga af 5 en hinar höfðu það fínt
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Er eiginlega komin á það að gera rúmlega 200 L að demasoni búri :D Svo að þessir 3 litlu skallar frá að fara aftur í 250 L til hinna 3 (1 lítill og 2 medium).

Hvað ætti ég að hafa marga í þessu búri? Fann málin (sem reyndar eru úr auglýsingunni; 117*37*55) Það gerir tæpa 238 L, hvað inniheldur búrið þá marga lítra?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply