Hiti í fiskabúrum?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Hiti í fiskabúrum?

Post by Sibbi »

Hæ spjallverjar.

Ég á alveg eins von á að einhver svari,,,, lestu þig bara til um hér á vefnum,,, þetta hefur allt komið fram.

Og það er ég aðeins búinn að gera, en langar samt að varpa fram spurningu, og lýsingu.

Hvað á hitinn í fiskabúrum að vera? normal? lágmark? hámark?
Búrin eru með mjög blönduðum fiski, eitt að vísu með Gubby, svo er eitt með Salamöndrum og froski.

Í tveimur (man ekki hvað þið kallið búr með blönduðum tekundum, er það ekki samfélagsbúr?) er 25*C / 77F og hjá Salamöndrunum (Spánskar Kamb) er 28*C / 82F.

Ég hef verið svo heppinn, að ég hef aðeins tvisvar, eða þrisvar misst fisk.

B.kv. SibbiS.
Ps. m.f. þökk.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mörkin geta verið misjöfn eftir fisktegundum en flestir fiskar hafa það fínt í 24-26°
Salamöndrurnar ættu að vera ágætar í svipuðum hita en þola ágætlega lægri hita.
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Post by Sibbi »

Vargur wrote:Mörkin geta verið misjöfn eftir fisktegundum en flestir fiskar hafa það fínt í 24-26°
Salamöndrurnar ættu að vera ágætar í svipuðum hita en þola ágætlega lægri hita.
Sæll kappi,, takk fyrir síðast, þótt ekki værir þú við.
Þá er hitnn hjá mér í samfélagsbúrum þokkalegur, en ég heyrði einhverstar, eða las að salamandran ætti að vera í 27 til 28* heitu vatni, er það þá rangt?

Einnig heyrði ég að eldisbúrum væri 21* kjörhiti??? og fannst mér það skrítið, en ég heyrði það bara í gær.

á hitastig vatns að vera svipað hjá froski og salamöndrunni?

B.kv. SibbiS.
Post Reply