Gullfiskur með white spots ?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Gullfiskur með white spots ?

Post by jonsighvatsson »

Held að Grútsný sé veikur , hann er með hvíta flekki öðru megin . Ég var ekki að búast við veikindum þar sem fiskarnir eru ofdekraðir. Semsagt 5 litlir gullfiskar ein ryksuga , og 4 sniglar. Geri mér grein fyrir því að búrið er hugsanlega of lítið og því er ég með öflugan hreinsi búnað , er í leit að stærra búri.

Ég er með 1000l klst dælu útbúna með anti ammonía substrat, 200l loftdælu í 120 lítra búri. Auk þess sem það hefur aldrei klikkað að framkvæma 15% vatnskipti vikulega

Þetta eru hvítir flekkir , aðeins þessi stærsti sést á myndinni (léleg myndavél) en svo sést ekkert á honum á hinni hliðinni , né neinstaðar á tálknum , virðist sem sumar hreistis flögur hafi litast hvítar ?! Gæti þetta verið árans ryksugu fiskurinn þó lítill sé ?

Image
Last edited by jonsighvatsson on 20 Jul 2010, 09:45, edited 1 time in total.
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Post by jonsighvatsson »

eins og er virkar hann við hesta heilsu. Vona að það sé ekkert að breytast.

White spots ? itch spots veikin ? allavegana er greyið ekki orðið veikt ennþá. Hvernig berst svona veiki í búrið ?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

jonsighvatsson wrote:eins og er virkar hann við hesta heilsu. Vona að það sé ekkert að breytast.

White spots ? itch spots veikin ? allavegana er greyið ekki orðið veikt ennþá. Hvernig berst svona veiki í búrið ?
Þetta er ekki White spots/itch sem er sama veikin og heitir á íslensku hvítblettaveiki.
Annað hvort hefur hann rekið sig í eitthvað og skorið sig. Eða hann er einfaldlega að skipta um lit. Margir gullfiskar verða hvítir með tímanum, það gerist ef hann fær ekki nógu gott fóður/vítamín skortur. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Post by jonsighvatsson »

Já mér lýst ekki á þetta , búinn að gefa honum mikið að éta , og hann heldur áfram að hvítna :( búinn að "lyfja" búrið til öryggis.

Það er frekar erfitt að ná góðri mynd af honum því hann er aldrei á sama stað . Gjörsamlega ofvirkur ,svosem ekkert nýtt


Image[/img]
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég er nokkuð viss um að ég fari með rétt mál með því að segja að það er ekkert að fiskinum. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hefur hann bara ekki rekið sig í og það vantar á hann nokkrar hreisturflögur?

Annars á ekki að gefa gullfiskum "mikið" að borða.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Post by jonsighvatsson »

já hann heldur bara áfram að hvítna , sýnist honum vanta nokkrar hreistursflögur .

Image
rauðbakur
Posts: 35
Joined: 07 Jun 2010, 10:04
Location: álftanesi

Post by rauðbakur »

hvaða tegund af gullfiski er þetta? :D
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Post by jonsighvatsson »

Carassius auratus
Post Reply