Síkliður í allri sinni mynd

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Síkliður í allri sinni mynd

Post by Jakob » 27 Feb 2010, 00:47

Fyrsta grein sem ég skrifa. Um hina sívinsælu fangasíkliðu. Ég bæti síðan smámsaman inn greinum um fleiri síkliður.

Tegund: Amatitlania Nigrofasciata – Convict (ísl: Fangasíklikða) (Nafni var breytt úr Archocentrus Nigrofasciatus árið 2007)

Stærð: Kerlingar verða um 10cm, en karlarnir um 15cm. Karlar hafa sést stærri, eða allt upp í 20cm en það er mjög óvenjulegt og á oftast við um villta fiska.

Búrstærð: 100L búr er góð búrstærð fyrir par, en þeir lifa yfirleitt vandræðalaust í búrum niður í 60L. En til þess að hafa nokkra karla eða nokkur pör saman þurfa fiskarnir að vera í stærra búri 200L+ vegna þess að pörin eigna sér yfirráðasvæði sem geta verið þó nokkuð stór. Sama búrstærð gildir ef að þú vilt hafa aðra fiska með parinu.

Mataræði: Til þess að fá sem besta liti úr fangasíkliðu, sérstaklega kerlingum þá skiptir miklu máli að gefa mikið af mismunandi fóðri, mismunandi gerðir af fóðri og kjötmeti (t.d. rækjur, humar, nautahjörtu). Ef farið er eftir þessu verðlauna fiskarnir þér með því að sýna góða, sterka og fallega liti.

Kyngreining: Að kyngreina convict er auðvelt og mögulegt á ungum fiskum þar sem kerlurnar fá appelsínugulan blett á magann við ungan aldur, þessi blettur getur þó horfið eða minnkað við hrygningu. Karlarnir fá hnúð á höfuðið þegar þeir eldast.

Vatngæði: Það er ekki erfitt að gera fangasíkliðum til geðs þegar kemur að vatnsgæðum, og geta þær sætt sig við slæm vatnsgæði (ekki til lengdar samt). Best er að hafa sýrustigið frekar hátt (Ph:7-8 ), þær hrygna frekar í hörðu vatni en geta einnig vel hrygnt í mjúku vatni. Kjörhitastig er 24-27°C.

Hrygningar: Convict síkliður hrygna yfirleitt á flata steina (keramik pottar eru einnig vinsælir í fiskabúrum). Bæði karlinn og kerlingin sjá um eggin og seiðin og eru fangasíkliður þekktar fyrir að vera góðir foreldrar og geta varið seiði frá fiskum sem eru tvöfalt stærri en þau sjálf. Hrognin eru yfirleitt frá 50-200. Seiðin borða fínmulið fiskafóður eða artemíu.

Afbrigði: Til eru nokkur litaafbrigði af convict, pink, albino og marble. Hegðun er sú sama og öll gilda öll sömu skilyrði við þau. Það hefur reyndar stundum þótt erfiðara að fá þessi afbrigði til að hrygna.

[img]http://www.fishfiles.net/up/1002/5exzol ... art[1].jpg[/img]
Karlfiskur: Takið eftir löngum uggum og hnúð á höfði.

[img]http://www.fishfiles.net/up/1002/lferd8 ... s_3[1].jpg[/img]
Kvenfiskur: Takið eftir rúnuðum uggum og appelsínugulum blett.

-----------------------------------------------------------
Myndir í boði: google.com
-----------------------------------------------------------

Óheimilt er að birta þess grein án leyfi höfundar © Jakob A. Axelsson
Last edited by Jakob on 14 Mar 2010, 19:17, edited 2 times in total.
400L Ameríkusíkliður o.fl.

Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Post by Fiskurinn » 27 Feb 2010, 08:31

Vel skrifuð grein. :wink:
Sportið snýst um vatn, Heldurðu vatninu góðu,þá heldurðu lífi í vatninu..!

User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob » 08 Oct 2010, 02:42

Tegund: Astronotus Ocellatus – Oscar (ísl: Óskar)
Stærð: Yfirleitt er talað um að óskarar verða 35-40cm en talið er að sumir hafi annað hvort séð eða átt óskara sem hafa náð 45cm. Yfirleitt eru það villtir fiskar.

Vaxtarhraði: Óskarar stækka gífurlega hratt og eru meðal þeirra síkliða sem stækka sem hraðast. Fiskur í sölustærð (5-10cm) getur náð næstum því fullri stærð (30-35cm) á aðeins einu ári. Oft er talað um ,,Inch per month” eða tomma á mánuði á íslensku. En fyrstu mánuðina stækka þeir yfirleitt örlítið hraðar en það viðmið. Þessi vaxtarhraði á aðeins við ef að fiskurinn lifir við mjög góðar aðstæður, nógu stórt búr, góður dælubúnaður og ör vatnsskipti. Einnig hægist á vextinum eftir því sem fiskurinn stækkar.

Skap: Amerískar síkliður eru oft mjög mismunandi í skapi og fer það eftir fiskinum sjálfum. Óskarar eru engin undantekning. Yfirleitt eru þeir mjög góðir búrfélagar með öðrum svipuðum ameríku síkliðum og eru frekar blíðir í skapi. En þeir eigna sér oft yfirráðasvæði í búrinu, þá sérstaklega við hrygningar. Ungir óskarar eru oft miklar heybrækur og eru oft á tíðum lagðir í einelti af öðrum síkliðum í svipaðri stærð, svo passa skal ef þú hefur í huga að kaupa þér óskar að hann sé aðeins stærri en hinir fiskarnir, en ekki svo stórir að þeir éti þá. Margir óskarar saman í búri er slæm hugmynd ef þeir eru í oddatölu (3, 5, 7 o.s.frv.).
Tökum dæmi að þú sért með þrjá óskara í sama búri, það sem skeður oft þá er að tveir þeirra leggi þann þriðja í hálfgert einelti og gera út af við hann að lokum.

Búrstærð: Yfirleitt er talað um 200 lítra sem lágmarks búrstærð fyrir einn óskar. Búrið verður að vera breiðara en 35cm svo að hann geti snúið sér í búrinu þegar hann er fullvaxinn. Persónulega mæli ég mikið frekar með 400 lítra búri og hafa þá frekar tvo því að 200 lítrar (þó það sé oft notað sem viðmið) er frekar lítið fyrir einn óskar.

Dælubúnaður: Óskarar stækka hratt og borða því mikið, sem er ávísun á mikinn úrgang sem kemur frá þeim. Einnig eru þeir mjög subbulegir þegar þeir borða. Þeir gleypa matinn, ,,tyggja” hann og kyngja síðan aðeins hluta matarins, restin fer út um tálknin og út í vatnið. Því er mjög mikilvægt að vera með góðan dælubúnað og skipta oft um vatn. Hversu mikið vatn þú skiptir um fer allt eftir því hversu stórt búrið er, hversu margir fiskar eru í búrinu, hversu mikill dælubúnaðurinn er og hversu mikið er gefið. Ég myndi mæla með um 40-60% einu sinni í viku eða 30% tvisvar í viku.

Mataræði: Óskarar eru kjötætur og mikil veiðidýr í sér. Þeir hafa stórann munn sem gerir þeim kleift að gleypa fiska og annað fæði í stórum bitum, þó að hálfur bitinn standi út úr þeim. Einnig til að fá þá til að stækka hratt þurfa þeir mikið prótein, sem þú finnur t.d. í rækjum, humar, nautahjörtum, blóðormum og þurrfóðri.

Kyngreining: Ekki er hægt að kyngreina óskara á útliti þeirra. Eina leiðin til að kyngreina óskara er að horfa á þá hrygna, þá er hægt að sjá kynfæri þeirra. Kynfæri hængsins eru mjórri og meira ,,pointy” heldur en á hrygnunni.

Hrygningar: Til þess að fá óskara til að para sig er best að kaupa t.d. 6 stykki og leyfa þeim að para sig sjálfir, og fjarlægja hina þegar parið er myndað. Þegar óskarar hrygna finna þeir sér yfirleitt flatan flöt, hrygnan dreifir hrognunum yfir flötinn, síðan kemur hængurinn og frjóvgar hrognin. Þegar óskarar hrygna verða þeir yfirleitt mjög árásagjarnir og vernda bæði hrognin og seiðin með kjafti og klóm.

Vatnsgæði: Óskarar vilja hafa vatnið í heitari kantinum, um 26°C. Sýrustigið (pH) á að vera 7,2-7,8. Óskarar eru fljótir að aðlagast að nýju vatni og eru alls ekki viðkvæmir fyrir vatnsgæðum.

Afbrigði: Til eru þó nokkur afbrigði af óskurum, algengustu eru tiger og red afbrigðin, til eru albino afbrigði af hvortu tveggja. Einnig eru til lutino afbrigði sem eru oft gulleitari en albino afbrigðið og eru oft smá svartir á sporðinum.


Image
Mynd í boði google.

Óheimilt er að birta þess grein án leyfi höfundar © Jakob A. Axelsson
400L Ameríkusíkliður o.fl.

Post Reply