Frontósu Afbrigði

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
Eiki
Posts: 257
Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss

Frontósu Afbrigði

Post by Eiki »

Þýddi smá grein um frontósu afbrigði, er búin að fá svo margar spurningar um afbrigði af frontósum, vona að þetta útskýri eitthvað af þeim.

Image
Kigoma (sjö randa)
Cyphotilapia frontosa (Veiðistaðir : Kigoma, Bangwe / Boulomboro)
Aðgreindar með sjö röndum þeirra, gulur litur í bakugga og breið augnrönd á "kinn" (fyrir neðan auga). Fullorðnir kallar geta fengið mikinn Hnúð á enni. Boulomboros og Bangwe (sem eru talin vera veidd á svipuðum stað)eru mjög svipuð Kigoma, stundum sýna meira gult og minna blát um allan líkamann.

Image
Burundi (sex randa)
Cyphotilapia gibberosa (Veiðistaðir : Karilani, Kavala, Búrúndí, osfrv)
Aðgreining þeirra langur, þunnur og vel skilgreind lóðrétt augn lína. Fullorðnir kallar þróa yfirleitt stóran "Hnúð" á enni.

Image
Tanzanian (sex randa)
Cyphotilapia gibberosa (Veiðistaðir : Mpimbwe, Samazi, Kipili, Ikola, Kasanga, Kantalamba, osfrv)
Aðgreindar þannig að það er lína á milli augna og svo niður á kinn (lone ranger gríma).

Image
Zaire (sex randa, Blue Zaire)
Cyphotilapia gibberosa (Veiðistaðir : Kitumba, Kapampa, Moba, Tembwe, Moliro, osfrv)
Aðgreindar með "Zorro grímu",sem er yfir augum og enni , augn lína fer mismikið niður á kinn, uggar svart/blá skygðir.

Image
Zambian (sex randa)
Cyphotilapia gibberosa (Veiðistaðir : Nangu, Sumbu, Chaitika, Isanga osfrv.)
Zambians líta mjög svipað út og Tanzanians.

Kort af Vatni
Image
Last edited by Eiki on 30 Nov 2009, 16:00, edited 1 time in total.
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Post by Hanna »

Flott þetta :) mjög áhugavert
What did God say after creating man?
I can do so much better
Eiki
Posts: 257
Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss

Post by Eiki »

Hér er smá bútur úr erlendri grein um Blue zaire frontur, þýði
restina seinna.

Blue Zaire frontosa

Aldrei áður hefur eitt Cyphotilapia frontosa afbrigði, eða einn tegund fiska frá Tanganyika vatni, gefið tilefni til jafn margra sögusagna, tilhlökkun og þrá í svo miklu magni sem og ósviknu bláu Cyphotilapia frontosurnar frá Kongó. Og aldrei hafa svo mörg fölsk afbrigði af frontosa verið seld um allan heim sem "Blue Zaire".

Ósvikinn "Blue Zaire" er mjög sjaldgæftur. Frontosu stofnar sem eru meira eða minna bláir, eru að finna um allan suðurhluta vatnsins, bæði í Kongó, Tansaníu og Sambíu. Sum þessara afbrigða er að finna á markaði og eru sögð vera hið raunverulega "Blue Zaire" frontosa (sem sjaldnast er rétt).

Afbrigði af Cyphotilapia frontosa sem finnast í Vestur Sambíu og meðfram vestanverðri ströndinni í suðurhluta Kongó líkist "Blue Zaire" frontosa en skortir sterka djúpa blá-fjólubláa litinn á uggum, höfuði og baki. Einnig er greinilega skilið á milli svartra og hvítu randanna ekki eins framúrskarandi skýr á þessum suður afbrigðum eins og það er á ekta "Blue Zaire". Alvöru Blue zaire Cyphotilapia frontosu líður best í mjög djúpu vatni og bratta Congolese strandarinar milli Mtoto og Lusiba, suður af Kapampa.

Ósvikinn "Blue Zaire" er örugglega einn af fegurstu og stórkostlegustu síkliðum sem hafa uppgötvaðst í Tanganyika vatni en það er líka erfiðast að safna þeim vegna dreifðar og djúpu búsvæði. Vegna þessara þátta,er söfnun þessara fiska efnahagslega lítil og mjög erfið og því er ekta "Blue Zaire" Sjaldan safnað(veiddur) saman og fluttur út.

Könnunin
Á undanförnum árum hefur eftirspurn eftir ósvikinni "Blue Zaire" frontosa verið gríðarleg. Hobbyistar og sölumenn víða um heim hafa verið að leita eftir þessum eftirsótta fisk.

Frá Asíu til Ameríku, Skandinavíu til Suður-Afríku, Ástralíu, Rússlandi og Barbados, áhugi fyrir þessum fiski er um allan heim og virðist vera gífurlegur, miklu meiri en nokkur annar fiskur frá Tanganyikavatni. African Diving company hefur gert könnun á meðan þeir veiddu aðra fiska úr vatninu,könnun sú nær yfir 5 ára tímabil og var gerð til þess að finna "Blue Zaire" með sem sterkasta bláum lit og til að finna stað þar sem það væri mögulegt að safna meira en aðeins örfáum eintökum í einu. Svæði frá Moliro í suðurhluta Kongó í Cape Tembwe í norðri hafa verið heimsótt.

Vinir okkar frá Afríku, African Diving company, sem fyrst uppgötvaði "Blue Zaire" frontosu árið 1990, hefur upplýst okkur að fiskinn er að finna í kringum Moba í norðri til Kapampa í suðri. Svæðið milli Kapampa að Mtoto hefur því vakið sérstakan áhuga. Árið 1995 gátum við staðfest að þessi grjóthlaðna strandlengja var með fallegestu blue zaire frontosu sem við höfðum séð,djúpblár útí fjólubláan litur á þeim og greinilegt skarpt skill á röndum. Einnig höfum við tekið eftir að blái liturinn á frontosum virðist vera sterkari því norðar af Kapampa sem þú ferð.
Post Reply