Nitur hringrásin

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Nitur hringrásin

Post by ~*Vigdís*~ » 15 Apr 2009, 20:44


Hélstu í alvöru að skrautfiska hobbýið snérist um fiska?
Alls ekki, það snýst um Örverur!

Hjá mörgum byrjar fiskabúskapurinn á því að maður kaupir búr með dælu, hitara, loki og ljósi, ásamt
nokkrum plöntum, steinum og plastskraut tengt við loftdælu.
Síðan er bætir maður við vatni í réttu réttu hitastigi fyrir fiskana.
Svo koma fyrstu og stærstu mistökin, keyptir eru of margir fiskar í búrið.
Hvort sem er á sama tíma eða viku eftir að búrið var sett upp þá er það of snemmt.
Vandamálið er ammóníak.
Það ekki líður langur tími þar til nýju fínu fiskarnir eru farnir að synda um í baneitruðu ammóníak sulli.
Ammóníak kemur í veg fyrir eðlilega öndun hjá fiskum og öðrum vatnadýrum,
rétt eins og kolsýringur gerir hjá mönnum,
hægt og rólega kafna fiskarnir.
Athugið að það er ekki til ,,hæfilegt magn af ammóníaki” sama hvað sumar dýrabúðir halda fram.


Nytsamlegar Örverur
Það vill svo til að ákveðin bakteríutegund getur brotið ammóníak niður í nítrit (NO2),
en eftir nokkra daga nær þessi baktería að fjölga sér í búrinu.
Hún lifir helst á yfirborði fiskabúra malar eða á síu efni (fílter) í dælum,
þegar hún nær sér á strik minnkar ammoníak magnið niðri ekki neitt.
Nítrit er hinsvegar enþá til staðar og það er einnig hættulegt fiskum og öðrum vatnadýrum.
Þá kemur enn ein bakteríutegund til skjalana,
en hún brítur nítrit niður í nitrat (NO3).
Nítrat er aðeins skaðlegt í yfirmagni, en þú getur haldið því niðri með því að skipta út hluta af vatninu reglulega.
Plöntur nota einnig nítrat sem næringu.
Þetta ferli er kallað nítur hringrásin, fiskabúr sem hafa lokið þessu ferli
eru oft sögð vera ,,síkluð”, eða á ensku ,,cycled”.Úrgangur fiska --> Amóníak --> Nítrit --> Nítrat --> næringar upptaka plantna
Image
Hefðbunda leiðin til að láta búr ganga í gegnum nítur hringrás er að kaupa
2 harðgerða fiska í búrið og bíða í 5-8 vikur (já átta vikur) áður en maður bætir fleiri fiskum við.
Ef að fiskarnir lifa af (sem þeir gera líklega ekki) þá þurfa þeir að ganga í gegnum ammóníak og nítrit eitranir,
þá er ólíklegt að þeir lifi nokkurn tíma heilbrigðu og eðlilegu lífi.
Nýlega er farið að síkla búr án þess að nota fiska,
þá er ammóníaki komið fyrir í búrið og bakteríurnar taka sjálfkrafa við.


Búrið mitt er búið með nitur hringrásina, getur hringrásin byrjað upp á nýtt?
Já í búrum sem lokið hafa nitur hringrásinni getur mælst ammóníak og nítrit,
en yfirleitt vegna þess að eitthvað hefur drepið nytsamlegu örverurnar.
Hér eru nokkur dæmi.

1. Þú hefur gleymt að af klóra vatnið við síðustu vatnskipti, klór drepur bakteríur!
[innskot frá þýðanda, á Íslandi er ekki klór í krana vatninu og því engin ástæða til að nota af klórandi efni]

2. Þú hefur þrifið búrið alltof vel, þá sér í lagi fiskabúra mölina og síu efnið.
Best er að skola síu efnið með vatni úr fiskabúrinu og mölina á ekki að skola.
Athugaðu einnig að síu efnið eða mölin má ekki standa þurr lengur en klst,
nytsamlegu bakteríurnar þurfa súrefnisríkt vatn og deyja ef þær eru lengi án þess.

3. Sumir dælu framleiðendur mæla með því að þú skiptir út síu efninu mánaðarlega,
það er ekki bara fokdýrt og algjör tímasóun heldur
ertu hreinlega að fjarlægja nytsamlegu örverurnar.
Ef þú ætlar að skipta út síu efninu þá er gott ráð að setja nýja síu efnið ofan í fiskabúrið, viku áður en það fer í dæluna.
Þannig ná bakteríurnar fastri búsetu í nýja svampnum, ullinni, keramik perlum o.s.frv.

4. Rafmagnið fór af í nokkrar klst. Nytsamlegu bakteríurnar þurfa súrefni til að lifa,
ef ferskt vatn hættir að dælast í gegnum síu efnin, deyja þær.

5. Þú hefur of hlaðið fiskabúrið með of mörgum fiskum,
bakteríurnar hafa ekki undan við að brjóta niður amóníak og nitrit.

6. Fiskamatsdós hefur tæmst í búrið, eða þú hefur gefið of mikið í langann tíma.
Umfram maturinn rotnar og breytist í yfirmagn af ammóníaki,
nytsamlegu bakteríurnar hafa því ekki undan við að brjóta það niður.Okey allt komið í klúður, hvernig bjarga ég deginum?
Fiskarnir eru að deyja og ekkert niðurbrot er að eiga sér stað á amoníaki og nitriti, hvað geri ég nú?

1. Gerðu 10-15% vatnskipti daglega þar til hringrásinni er lokið

2. Mældu ammoníak og nitrit magnið daglega þar til það mælist núll.
Próf til þessa fást í Gæludýrabúðum.

3. Ef mögulegt er reddaðu þér síu efni úr þroskuðu búri.
Þú getur sett það í nælon sokk og látið fljóta í búrinu.
Góðar líkur eru á að nytsamlegu bakteríurnar úr sokknum nái að koma sér á legg í búrinu þínu.

4. Settu loftun á fullt, ef þú ert ekki með loftdælu, reddaðu þér henni.
Aukið súrefni í vatninu auðveldar bakteríunni að fjölga sér og hjálpar fiskunum sem eru að kafna úr amoníak eitrun.

5. Forðastu eins og heitann eldin að nota lyf.
Flest lyf drepa bakteríur, líka þessa nytsamlegu sem þú ert að rembast við að koma á legg.
Fiskarnir fá líklega hvítbletti, fungus eða aðrar sýkingar vegna stressins sem amoníak og nitrit eitrunin er að valda,
en forgangurinn er að ná vatnsgæðunum upp.

6. Sértu með viðkvæma fiska í búrinu t.d. Plegga, corydoras, aðrir botnfiskar,
tetrur, pensilfiskar o.s.frv. reyndu að koma þeim í pössun tímabundið.
(neðst í búrinu er súrefnið minnst og ammóníakið mest, botfiskar eru því sérstaklega viðkvæmir í ungum búrum)

7. Lifandi plöntur geta nýtt ammoníak beint, því er upplagt að setja ódýrar vatnaplöntur í búrið.

8. Alls ekki gefa fiskunum að borða ef ammoníakið mælist hátt
og fóðraðu í algjöru lámarki annan hvern dag á meðan hringrásinni stendur.
Þanning minnkarðu ammoníak framleiðslu fiskanna.
Fiskar hafa kalt blóð og þurfa því ekki kaloríufjöldann sem spendýr þurfa og geta þeir verið án matar í marga daga.
Einnig er talið hollt fyrir þá að fasta reglulega.
Að öllum líkindum eru fiskarnir ekki svangir í þessu ástandi,
því þarftu að vera mjög varkár og gefa aðeins það sem fiskarnir ná að éta strax,
allann mat sem fellur til verður þú að hreinsa upp strax
áður en hann rotnar og verður að enn meira ammoníaki.

9. Hreinsaðu bara yfirborðið af fiskabúra mölinni, augljósann skít og óétinn mat.
Mikilvægt er að nytsamlegu bakteríurnar nái sér á strik í mölinni,
en þú fjarlægir hana ef þú hreinsar meira.
Til eru hólkar í gæludýrabúðum sem eru upplagðir til þessa,
með þeim geturðu ,,ryksugað” botninn á sama tíma og þú gerir daglegu vatnskiptin.

10. Ekki skipta út síu efni, ef dælan stíflast geturðu skolað síu efnið lauslega með afgangs fiskabúra vatni.
Greinin þýdd lauslega af Vigdísi Andersen, athugið því að skoðanir sem fram koma í greininni eru skoðanir höfundar, ekki þýðanda.

Heimild
Alien Anna „Cycling and how to avoid New Tank Syndrome“. FishForever vefurinn 7.9.2007. http://www.fishforever.co.uk/cycling.html. (Skoðað 22.9.2007).
Image

User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B » 15 Apr 2009, 20:58

klassískur lestur :)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L

Knútur
Posts: 11
Joined: 14 Apr 2009, 20:59

Post by Knútur » 15 Apr 2009, 23:31

Frábær grein og kom margt nytsamlegt fram sem maður var ekki 100% á.

Það er gaman að sjá hvað það eru allir hjálpsamir í þessu litla samfélagi og ég er búinn að læra hreint út sagt ótrúlega mikið af því sem ég hef skoðað hérna af greinum og gramsil :)
Það er skondið að hafa mikinn áhuga á fiskum en vera með bráðaofnæmi fyrir öllum fisk

diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi » 15 Apr 2009, 23:58

flott þetta :góður:

User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn » 16 Apr 2009, 07:24

flott grein :góður:
:)

Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

Grundvallaratriði

Post by Bruni » 16 Apr 2009, 09:34

Þetta er skyldulesning á ætti að fara á áberandi stað á síðunni. Frábært Vigdís.

SadboY
Posts: 94
Joined: 13 Mar 2009, 12:26

Post by SadboY » 16 Apr 2009, 12:01

Kvíti svampurinn sem er efst í dælunni, á maður semsagt að skola hann með vatni úr búrinu, eða er í lagi að hreinsa hann með "hreinu" vatni!
Mikið vesenn að skola hann með vatni úr búrinu! :?
xxx :D xxx

User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta » 16 Apr 2009, 13:55

Bravó, það mætti alveg líma þetta.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo » 16 Apr 2009, 14:11

SadboY wrote:Kvíti svampurinn sem er efst í dælunni, á maður semsagt að skola hann með vatni úr búrinu, eða er í lagi að hreinsa hann með "hreinu" vatni!
Mikið vesenn að skola hann með vatni úr búrinu! :?
hvíti bómullarsvampurinn er ekki hluti af bakteríu"efninu" og því óhætt að skola hann í vaskinum.
-Andri
695-4495

Image

User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B » 16 Apr 2009, 15:13

en hvað með hinn grófa filterinn (svarta og ljóta)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L

User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma » 16 Apr 2009, 21:18

SadboY wrote:Kvíti svampurinn sem er efst í dælunni, á maður semsagt að skola hann með vatni úr búrinu, eða er í lagi að hreinsa hann með "hreinu" vatni!
Mikið vesenn að skola hann með vatni úr búrinu! :?
Afhverju er það vesen?

Maður bara tekur svampana úr dælunni, setur vatn úr búrinu í skál eða fötu og hreinsar svampana (kreistir úr þeim) þar. Mjög einfalt.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L

User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar » 17 Apr 2009, 00:22

ég tek hann alltaf og hendi honum :P

User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob » 17 Apr 2009, 00:38

Ég skola alltaf alla svampa með kranavatni, ég nenni ekki að standa í öðru, það hefur ekkert gerst svo sem.
400L Ameríkusíkliður o.fl.

diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi » 17 Apr 2009, 01:05

Síkliðan wrote:Ég skola alltaf alla svampa með kranavatni, ég nenni ekki að standa í öðru, það hefur ekkert gerst svo sem.
sama hér

kribbus
Posts: 17
Joined: 16 Aug 2009, 13:39
Location: 111 Reykjavík
Contact:

Post by kribbus » 03 Sep 2010, 18:27

Frábær grein :D

Post Reply