Uppsetning á búri fyrir Malawi sikliður.

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Uppsetning á búri fyrir Malawi sikliður.

Post by Vargur »

Uppsetning á búri fyrir Malawi sikliður.

Hér verður farið í helstu atriði til á uppsetningu fiskabúrs fyrir Malawi sikliður (Mbuna).
Ef skilirði eru eins og best er á kosið fyrir þessa fiska munu þeir sýna sínar fegurstu hliðar þeim sem berja þá augum.

Image

Búrið.
Fiskabúr fyrir þessa fiska þarf að vera stórt eða meðalstórt og botnflötur stór, forðast ætti há og mjó búr. Æskilegt er að búrið sé ekki minna en 180 lítrar, þó er vel hægt með góðum vilja að hafa Malawi sikliður í minna búri en ekki ætti að fara undir 130 lítra og þá þarf virkilega að vanda valið á fiskunum.

Image

Innviði.
Búrið skal setja upp á nokkuð hefðbundinn hátt, sandlag ca 5cm þykkt, æskilegt er að nota fínan sand því þessir fiskar grafa mikið, skeljasandur eða skeljablandaður sandur er góður kostur, sérstaklega vegna þess að hann eikur pH (sýrustig) í vatninu. Sé óæskilegt að fiskarnir grafi mikið í búrinu er hentugra að nota grófari sand/möl.
Fiskarnir njóta sín yfirleitt betur í dökku undirlagi sérstaklega ef búrið er bjart.
Nauðsynlegt er að raða grjóti í búrið svo fiskarnir hafi skjól, gæta skal þess að neðstu steinarnir hvíli tryggilega á botni búrsins því annars er hætt við að fiskarnir grafi undir steinana og þeir falli á botninn og kremji fiskana eða brjóti botnin.
Gott er að raða grjótinu þannig það myndi tvö eða fleiri aðskilin svæði, þannig er minni hætta á að sterkasti fiskurinn eigni sér allt búrið.
Gróðurval getur verið vandasamt og jafnvel illframkvæmanlegt að hafa nokkurn gróður þar sem sumir fiskar hreinlega tæta hann niður. Anubias, risa Valisneria og annar gróður með þykk blöð og stilka getur þó vel gengið.
Forðast ætti trjárætur í Afríkubúr þar sem þær lækka pH.

Image

Lýsing.
Malawi sikliður gera ekki miklar kröfur hvað lýsingu varðar, forðast ætti mjög mikla lýsingu því þá verða fiskarnir oft felugjarnir, hefðbundnar flúorperur eru feikinóg sé ekki mikill gróður í búrinu.

Hreinsibúnaður.
Ekki ætti að spara í hreinsibúnaði þó Malawi sikliður þoli betur en margar tegundir mengun í vatninu. Gott er að velja hreinsidælu sem gefin er upp fyrir stærra búr. Þessir fiskar þola vel nokkuð góða hreyfingu á vatninu og nauðsynlegt er að affalsbuna dælunar brjóti yfirborðið til þess að þar setjist ekki olíukend brák sem kemur úr fóðrinu, brákin hindrar súrefnistöku vatnsins, þetta er líka hægt að leysa með loftdælu.
Regluleg vatnskipti eru nauðsynleg öllum fiskum, Malawi sikliður þola vel nokkuð stór og ör vatnskipti.

Image
Post Reply